Þjóðólfur - 05.11.1852, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.11.1852, Blaðsíða 2
370 þó óviða að; en jafnframt er skylt að játa, að hinir eru miklu fleiri, sem þegar í suinar hugðu gott til þess, að semla sonu sína í skólann, þá eða siðar, undir stjórn og umsjón herra Bjarna Jónssonar, þrátt fyrir það orð, sem út hafði horizt sumstaðar af vandlæti hans og strangleika. 5ess er og ekki getið, að neinn maður hafi hreift ógeði eða vantrausti gegn honum, hvorki leynilega nje opinberlega á Jiingvalla- fundinum í sumar, og var hann þó sóktur úr flestum hjeröðum landsins af merkuin mönn- um. jiess var °g von af öllum hinum skyn- samari og betri Islendingum, að þeim þækti ófært og ástæðulaust að kveða upp yfir meist- arann eindregið last eður vantraust, eptir eins vetrar embættisstjórn. 5ví þorum vjer og að fullyrða, að hafi nokkrum farist þau orð í ræðu eða riti „að meistari Bjarni væri cilment illa liðinn út um land hjer“ — þá hafi hann þar sagt hrein ó- sannindí, þau er liann getur ekki með neinu sannað enn sem komið er. (Framhaldið síðar. Til haupanda þjóð 61 f s. Jað er yður kunnugt, vinir minir góðir! af skýrslúnni, sein kom út í suinar í ágústmán- uði frá jiingvallafundinuin, að þar kom það til orða, að jeg, að enduðum þessum árgangi íjóðólfs, sleppti ritstjórn hans og ábyrgð við lögfræðing Jón Guðmundsson. jþegar þá kom- in er þessi örk og titilblað með, þá er úti ár- gangurinn, því komnar eru 12 arkirnar gömlu. Jeg hef nú í 4 ár haft afskipti af blaði þessu, fyrsta árið með öðrum, en síðan annast um það einn að öllu leyti, og mjer hefur liðið dável við það starf, því þjóðin er farin að unna blaðamönnum sinum. Jeg hefði þess vegna ekki sleppt Jjóðólfi svona að rauna- lausu, heldur haldið honum á fram eitt árið enn, hefÖi jeg ekki orðið þessvar, að sá mað- ur vildi taka hann að sjer, sem jeg áleit mjer að munum færari.til að fást við hann. Jeg má segja yður það, að mjer hefur verið ótrú- lega annt um líf og virðingu Jijóðólfs, jafn- vel þó tvísýnt hafi á stundum orðið um hvort- tveggja undir mínum höndum. 5ví skyldi jeg þá ekki nú, er jeg þóktist sjá það fyrir, að bæði líf hans og virðing mundi fá nokk- urn viðgang, verða glaður hans vegna, og sleppa honum við annan mann, allt eins og góður faðir selur með glöðu geði son sinn í hendur þeiin manni, er hann hefur traust á, jafnvel þó lionuin í sumu tilliti kunni að þykja fyrir að sjá af sveinirium. En það áskil jeg af hinum nýja ritstjóra timarits þessa, að ef hann sleppir af því aptur, að mjer heilutn og lifandi. þá selji hann það ekki öðrum í hend- ur, en mjer; þvi jeg hef ekki látið Jjóðólf frá mjer i öðru skyni, en að hann skyldi mann- ast, svo hann mætti verða yður, landarmínir! að sem mestum noturn; jeg vissi rað heimskt er heimalið barn“. Uin leið og jeg þá til- kynni yður, minir heiðruðu áskrifendur! aðjeg afsala injer nú ritstjórn Jjóðólfs til lögfræð- ings Jóns Guðmundssonar, þá þakka jegyður öllum, fyrst og fremst útbýtingamönnum blaðs- ins fyrir yðar margvíslegu urnsvif og kostnað, sem þjer hafið fyrir því haft, því næst yöur kaupendiim öllum, sein hafið borgað það greitt og skilvíslega, og svo einum og sjerhverjum, sem á einn eður annan hátt hel'ur greitt götu íjóðólfs þessi árin, sem jeg hef átt um hann að annast. Að skilnaði læt jeg honum fylgja þessa föðurlegu ósk, að hann með árunum vaxi að vizku oghylli hjá öllum Islendingum. Skrifstofu pjóðólfs seinasta sumardag 1852. Svb. Hallgrímsson. Vinnulijúá djöflarnir. Meistari Pjetur Glaser, prestur i Dresden á íjóðverjalandi ritaði á 17. öld bækling, er hann kallaði „Vinnuhjúa djöílana". Hjer er til sýnis kallakorn úr því riti. „Ekki einn - nei, ekki einn, heldur sj'ö djöflar“ segir Pjetur, „ráða nú á dögum all- mörgum vinnuhjúum, og snúa bæði karli og konu eins og snældu“. ccFyrsti djöfullinn blæs þeim í brjóst, að iðjuleysi og sjálfræði sje æskilegt linoss. 5að er þó ágætur hlutur brýnir hann fyrir þeim, að mega sitja eins og merkikerti meö liönd- urnar í kjöltunni, mega sofa, þegar maður nennir ekki að vaka, og vaka, þegar maður getur ekki sofið. Ilann afmálar fyrir þeim, hvílík sæla það sje, að einn þurfi ekki að vera öðrum háður, heldur megi ráða sjer sjálf- ur til orða og verka. 5ess vegna kemur það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.