Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.01.1863, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 10.01.1863, Qupperneq 2
og stendr þeim enn nær, og það er hugmyndalíf sjálfra þeirra, sem fæðist, endrfæðist og ummynd- ast svo margvíslega eptir hinum ýmsu öldum. Ávöxtum þessa hins innra lífs þjóðanna þarf líka að gefa nákvæmar gætr, ef menn vilja skilja rétt frumeðli og framfarir þeirra. Meðan maðrinn er úngr og fjörugr, lítr hann á heiminn og lífið kríngum sig með öðrum aug- um en seinna meir, þegar sjónin er orðin breytt, stundum hvest með vísindum og þekkíngu, stund- um sljófguð af armæðu lífsins og reynslu. Ilann er varla svo daufr né doðalega gjörðr í æsku, að aldrei bregði fyrir sjónir honum, jafnvel bæði hin- ar andlegu og líkamlegu, skáldlegum fjörmyndum, er lífga upp allt hið dauða kríngum liann; og eins og hugmyndaríkir fjördraumar vaka í sálu æsku- mannsins í faðmi svefnværðarinnar, eins sér hann í vöku alls konar verur og myndir, »dimmar nætr sem daga Ijósa, á lög og láði og um loptgeima, í holtum og hæðum og hamrasölum«. J>etta sér hann, og þessu trúir hann, og því meiri og skír- ari er sjónin, og því styrkari trúin, sem ímyndun- arafl hans er sterkara og fjörugra. Hér kemr nú enn fram hið svipaða og þó frábrugðna í lííi þjóðanna og hins einstaka manns. Jjóðirnar hafa líka sína æskudrauma, sitt sérstak- lega fjöruga og ímyndunarríka hugsunarlíf, en af því þjóðin heldr að vissu leyti allt af æsku sinni og æskufjöri meðan hún getr heitið þjóð, af því þjóðfélagarnir eru einlægt sumir úngir, þá haldast hinir fjörugu hugdraumar hennar öld frá öld í ýmsum myndum, og varla munu finnast dæmi til þess, að þeir taki miklum stakkaskiptum hjá sömu þjóðinni, en hitt er aptr eðlilegt, að hugmyndalíf hverrar þjóðar fyrir sig hafl nokkuð einkennilegan blæ, eptir eðlisfari og lundareinkennum hverrar einnar. það er varla ofhermt þó vér segjum, að varla muni neitt það vera í fari þjóðanna, er einkenni þær betr en þetta hið innra hugmyndalíf þeirra, sem birtist i ýmsri trú og ýmsum venjum. Dók- fræði lærðu mannanna, brellur stjórnfræðínganna, og framgánga hermannanna einkennir þjóðirnar að vorri ætlun engu betr en hjátrú þeirra og hindr- vitni, sem svo er því miðr of opt nefnt. J»ví þegar grannskoðuð er þessi svo nefnda hjátrú og hindrvitni, hefir hún opt að geima hinn innsta kjarna þjóðareðlisins. Frumeðii þjóðarinnar birtist að vorri ætlun hvergi betr en í æfmtýrum hennar og þjóðsögnum, því flest i bókmentum hcnnar, hversu einkennilegar sem þær kunna að vera, er þó miklu svipaðra og sameiginlegra mentun og vísindum annara þjóða. jþessi kafli þjóðfræðinnar er heldr ekki til orðinn í ritstofum lærðra manna, heldr sprottinn fram af vörum þjóðarinnar sjálfrar. það má nú nærri geta að menn á vorum tím- um, sem svo vandlega grenslast eptir öllu, er snertir eðlisfar og háltu þjóðanna, muni ekki hafa gengið fram hjá því að rannsaka þenna hinn skáld- legasta og hugmyndaríkasta hluta þjóðareðlisins, enda er þetta líka svo. Flestar mentaðar þjóðir hafa nú á seinni tímurn gjört sér mikið far um að safna öllu, er að þessu lýtr, og eru mörg söfn prentuð í þeim fræðum í útlöndum. J>að er nú lángt síðan að höfundr þeirrar bókar, er hérræðir um, tók fyrir sig að safna alþýðusögum og æfin- týrum hér bjá oss, og hefir hann sýnt í því hina einstökustu alúð og elju, eins og í öðru bók- mentalegu, cr hann lieíir lagt hönd á. J>ó er nú vanséð, hvað honum hefði orðið ágengt í þessu efni, einkum þegar kraptana vantaði til að koma safninu á prent, ef að hinn ágæti vísindamaðr Konráð Maurer hefði ekki bæði sjálfr fengið á- huga á málinu og vakið alhygli útlendra á því, með þvi að gefa út ágætt sýnishorn af því, sem hér er til af þess konar, og síðan umgengizt, að þetta stærra safn eptir Jón Árnason yrði gefið út á J>ýzkalandi. Hið íslenzka bókmentafélag átti nú líka góðan þátt í að styðja fyrirtæki þetta til fram- kvæmdar, er það hefir keypt mikið af upplaginu til útbýtíngar meðal félaga sinna. J>annig er þá safu þetta komið fyrir almenn- íngssjónir, og munum vér næst skýra nokkru ná- kvæmar frá efni þess, og lýsa því þar yfir, hvernig oss virðist þetta fyrirtæki af hendi leyst. (Niðrl. síðar). lír bréfi frá Lundúnum. Síban eg skrifaíli yílr siílast, hefl eg kynt miir aíialpflst- húsií) (General Post-Office) og Lundúnaturn (Lnndon Tower). AÍial pósthúsií) er feykimikil byggíng. pat) var reist úr klaustrrústum 1824, skamt eitt vestr frá Pálskirkjn, er eg hefl minzt á vií) yíir át)r. f>af) er 389 feta at lengd, 30 feta breitt og 64 feta hátt. Framanundir húsinu eru þrenn súlna- gaung, og er alfaravegr fyrir fútgángendr gegnum þa?) mitt. Til beggja handa viþ þenna alfaraveg eru pústskrínurnar. pær svara ekki aí) neinu leyti til þeirrar hugmyudar, sem ver Is- lendíngar gjórum os» um kviklæsta og leka pústskrínugarma lafandi á hálfbrotnum klifberaklakki, því aí) þessar skrínur eru stúr herbergi; eru þau einkoud og tekií) fram á hverju þeirra hverskonar bréfum þau taki vií) hvert um sig. A þessum herbergjum eru glerlokur dreguar upp, þegar komiíi er aí) þeim tíma, af) brfcfum er veitt múttaka, som eru stærri en einfóld briif, því aí) einföldum bréfum má koma hveuær

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.