Þjóðólfur - 30.05.1863, Side 4

Þjóðólfur - 30.05.1863, Side 4
— 120 — voru jafnvel einhverjar hinar beztu og heppileg- ustu af þeim sögum er vér heyrðum í æsku. Önnur greinin íþessum aðalkafla,iimtöfrabrögð, er að voru áiiti mjög ágæt og ítarleg, og lýsir næsta vel bæði því, með hversu einstaklegri alúð höfundrinn hefir safnað öllu því sem hér að lýtr, og hve glöggsæinn og skarpvitr hann er í því að fara með efni sitt. Yér ætlum að hér muni mjög litlu við að bæta, og viljum t. a. m. benda lesend- um bókarinnar á frásagnirnar um tilberann, þessum orðum vorum til sönnunar. Líklegt er nú reyndar, að nokkuð mætti finna fleira um galdr og særíng- ar en til fært er í þessari grein, ef allt væri saman tínt, en þó svo kunni að vera, furðar oss miklu meira á því, hve mikið höfundrinn hefir hér get- að til fært heldren það, þó eitthvað kunni fleira að finnast. Einhver skemtilegasti kaflinn í þessari grein er um kraptaskáld og ákvæðisvísur þeirra, en þar ætlum vér að nokkru hefði mátt við auka, og allmargar fleiri vísur höfum vér heyrt þess efnis; en það er sá hængr við mikið af slíkum ákvæðis- vísum, að þær eru svo stórorðar og illorðar að varla eru hafandi yíir. J>riði kafiinn í þessum aðalsagnaflokk, u'm .einstaka galdramenn, er nú eins og geta má nærri bæði lángr og fjölskipaðr og næsta skemtilegr; og þóað margir Íslendíngar eða jafn- vel allflestir hafi heyrt töluvert um Sæmund fróða og aðra hans nóta, þá munu þó næsta fáir hafa heyrt meira en svo sem helmíngi nemr af því er hér er talið. það yrði oflángt, eptir tilgángi þess- arar litlu greinar um þjóðsögurnar, ef fara ætti að færa hér til nokkur dæmi eða nokkuð sýnishorn af þessum sögum, og vér vonum, að bókin komist svo í almenníngs hendr að þess gjörist eigi þörf. Fjórði aðalflokkrinn: Náttúrusögur, skiptistí sex greinir: dýrasögur, grasa og og steina, loptsjóna og túnglsögur, sjóar og örnefnasögur. J>ó að þessi aðalflokkrinn skiptist nú í svo margar greinir, er hann þó að sínu leyti styztr í bókinni, er bæði kemr af því, að varla mun sama stund á lögð hjá almenníngi að safna þesskonar eðr taka eptir því, og svo líka af því, að svo margar af þesskonar sögum eru annara hluta vegna dregnar undir aðra þætti í bókinni. En eins og þessi þáttrinn er margskiptr, eins kennir þar líka margra grasa, og óvíða mun fjölfræði höfundarins, alúð bans og eptir- tekt eptir svo mörgu er virðist í fyrstunni smá- vegis, iýsa sér betr en í þessnm þætti. Yér höfum nú þannig stuttlega lýst hinum einstöku köflurn þessa fyrra bindis þjóðsagnanna og vér vonum að flestum lesendum verði sömu orð á munni eptir lestr þeirra og oss: »þökk og heiðr sé höfundinum». Hann hefir hér leyst svo drengilega eitt hlutvarp í bókmentum vorum, að vér þorum að fullyrða, að fá rit um íslenzk efni hafa komið frá hendi vor Íslendínga um lángan aldr jafn vel af hendi leyst; og eins og rit þetta hefir þegar vakíð þá eptirtekt, að ekki einúngis I)anir og Norðmenn heldr jafnvel Englendíngar eru nú farnir að leggja út kaflaúr því á sínar túng- ur, og verðr þannig bæði höfundinum og landi voru til mikils sóma, eins er vonandi, að vér ís- lendíngar sjálfir séim eigi svo skyni skroppnir, að vér kunnum eigi að meta það sem höfundrinn hér hefir látið oss í té. Eitt er að síðustu, er vér ekki megum leiða hjá oss, og það er að skora fastiega á höfund-' inn sjálfan, að skrifa formála eðr eptirmála við bók- ina áðren henni er lokið; því þóað vér viljum fúslega játa, að margar góðar athugasenmdir sé í bráðabyrgðarformála þeim, sem er saminn fyrir þessu fyrra bindi, þávita þó allir, að hver er sínum hnút- um kunnugastr, og því getum vér ekki ætlað nein- nm nema Jóni Árnasyni sjálfum að skrifa formála fyrir þjóðsögunum, er lýsi sannlega og réltilega hans eigin skoðun og tilgángi með fyrirtæki sitt, og þetta er svo ríkt í huga vorum, að vér hefðiin fremr kosið, að beðið hefði verið með formálann þángað til náð varð til höfundarins sjálfs. S. Sh. Um lœlmalcenslu og lcrufníngu dauðra manna. Íslendíngar hafa sem von er lengi óskað eptir því, að læknakensla kæmist á hér á landi, en þeirri ósk þeirra fylgir þá um leið sú skylda frá þeirra hálfu, að þeir mega engan óbifr hafa á því, þó líkskurðr tíðkist meira en áðr hefir verið. Að kenna læknisfræði án líkskurðar er eins ómögulegt, einsog það er óþenkjanlegt að gjöra nokkurn þann að »úrmakara«, sem aldrei hefir séð inní úr eða stundaklukku. Sá sem ætlar sér að gjöra að sigr- verki þegar það er úr lagi gengið, hann verðr og að þekkja alla parta þess. Eða hver vill trúa manni fyrir aðgjörð á sigrverki, sem aldrei hefir séð inn- aní það? Líkskurðr hefir og á hinn bóginn enganvegin svo hryllilegt útlitvið sig, eins og surnar kerlíngar og þeirra líkar kunna að gjöra sér í grun; hitt er lángtum hryllilegra, er vel getr að borið, þar sem lik eigi eru krufin, að verða lcvilesettr; og hversu margir munu þeir eigi vera hér á landi,fer

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.