Þjóðólfur - 10.06.1863, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.06.1863, Blaðsíða 3
— 127 — almcnníngs, að liinnm núgildandi iögum sé vel og rœkilega framfylgt. Gjaldþegn. — Stefna og niðrstaða þessarar ritgjörðar verðr vart skilin öðruvísi en svo, að höfundrinn sé í að- alefninu samdóma skoðun vorri og uppástúngu í greininni J6. Apr. þ. á. (24. blaði), að oss sé nú vant þeirrar æðri valdstjórnar, er vaki yfir fram- kvæmd laganna, og þarábygðri framför vorri og vel- farnan, með nægum krapti, samkvæmni og árángri, og að vér þess vegna hljótum að senda til næsta Alþíngis gagnorðar bænarskrár úr sem flestum hér- uðum, um tryggara og betra (yrirkomulag á yflr- stjórn vorri. Ritst. Verzlun og vara 1863. Yér skulum aldrei gánga í móti, þó að oss kunni að verða lagt það til ámælis, að 29. f. mán. kom maðr einn hér á skrifstofu blaðsins með greinarkorn eigi lángt en nafnlaust, og kvaðst vera beðinn þess af nafngreindum staðarbúa, að koma benni inn í jbjóðólf; greinin var nieð auðkenni- legri rithöndþessa sama manns, erbinn bafði sent, en sem sagt nafnlaus, og var hún þess efnis, að færa líkur að því og sönnur, að kaupmenn vorir mundu eigi geta keypt íslenzkan saltfisk og ullu á sumri komanda, öðruvísi en við miklu lægra verði fiskinn heldren í fyrra, og ullina vart eins háu verði eins og þá. Ritstjóri blaðsins rendi augum yfir greinina, og afsagði að þvt' búnu, að taka bana svona naf'nlausa, en kvaðst það gjöra mundu, ef böfundr hennar vildi setja nafn sitt undir, hvort lteldr ltann væri einn eða þcir væri fleiri. En svo virðist, sem hvorki útsendarinn sjálfr né hans fé- lagar hafi viljað gánga að þessu sanngjarna tilboði voru, þvi síðan befir engi gefið sig fram með þessa grein eðr aðra samkynja benni, hvorki nafnlausa, eins og lnin var, eða með nafni undir. En aldrei skyldi nokkur maðr hafna bendíng- Um, hvort sem þær koma frá vini eðr óvini, né sitja sig úr færi að yfirvega þær og færa sér þær ai>naðhvort til varúðar eðr nota, eptir því sem á stendr, því æfinlega »gengr hverjum eiltbvað til Þ685 sem bann gjörir«, sagði Grettir, livort sem það borfir til góðs eðr ills af þess hendi sem að- iörin kemr frá. Eins og vér áðr sögðum, var grein þessi eðr átti að vera fyrirfram aðvörun til landsmanna um, að þeir þyrfti ekki að búast við eða vænta eins mikils verðs eða »hárra prísa« sem kallað er* á saltfiski sinum og ullu, eins og flestir kynni gjöra »ér í lund, eðajafnbátt verð eins og varalgengast í fyrra. Um saltfiskinn befir nú líka mátt skilja þetta sama á ýmsum kaupmönnum vorum, síðan síðasta póstskip kom, og kvað svo að því, að sumir þeirra liótuðu eða afsögðu að gefa meira fyrirlýsi- pundið af þorskinum blautum, heldren 24 sk. Vér vonum svo mikillar ráðdeildar og hugsunarsemi af landsmönnum, að þeir hafi lagt inn lítinn eða þó heldr alls engan fisk við því verði. Geigr kaupmanna vorra eða óspár um það, áð fiskrinn héðan muni gánga þeim lit í ár svo miklu lakar en i fyrra, er að sögn þeirra sjálfra einkanlega bygðr á því, að í ár hafi verið svo margfalt meiri og betri fiskiafl í Noregi, heldren var í fyrra, og þaraðauki ætli nú Noregsmenn að verka saltfisk úr mestöllum þeim afla sínum, í stað þess að þeir híngaðtil hafi verkað harðfisk úr meiri hluta hans, en nú sé harðfiskrinn fallinn svo mjög í verði, í útlöndum, og muni því verða meiri ágóðavon af saltfiskinum. Eptir því sem er að ráða af útlendum blöð- um og öðrum fregnum frá Noregi, þá hefir þar að vísu verið einn hinn mesti fiskiafli vetrinn sem leið og margfalt meiri en í fyrra. Hitt er einnig víst, að allr harðfiskr lækkaði mjög í verði í útlöndum þegar fram á vetrinn kom, svo það getr vel verið, að Noregsmenn fari nú þessvegna að leggja meiri stundun á að verka saltfisk úr afla sínnm, heldren verið hefir. En á meðan ekki heyrist neitt annað, en að fiskrinn héðan, sá í fyrra, hafi selztá Spáni í fyrra kaupmönnum vorum skaðlaust og verið vel látið af verkun hans, og á meðan það álit getr lialdizt þar í landi, að íslenzkr fiskr þyki eptir- sóknarverðari og útgengilegri heldren fiskr frá Noregi, þá virðist reyndar, að kaupmenn vorir hafi ekki sérstakar eða nægar ástæður til þess að kvíða nú þegar stórskaða á fiskverzlun sinni þ. ár, eða að ráðgjöra nú þegar, að færa verð hans niðr í 20 rd. eðr meira, einúngis fyrir þá sök að Norð- menn hafi nú a boðstólum margfalt meiri saltflsk en að undanförnu, og margfaldan við það sem héðan flyzt af öllu fslandi. J»ví hafi saltfiskrinn frá því plázi í Noregi, sem hefir verkað saltfisk um mörg ár undanfarin, þókt standa á baki íslenzkum fiski velverkuðum, þáræðrþóað líkindum, að þeim, sem nú fara þar að verka saltfisk í fyrsta sinn í ár, takist ekki að hafa hann svo góðan, að hann geti bolað út fiskinn héðan eða rírt verð hans á Spáni, allra sízt svona á fyrsta leik. Lækkun á ullarverðinu höfum vér engan kaupmann heyrt nefna, en þvert í móti hafa margir þókzt mega skilja á þeim, að hún mundií ár verða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.