Þjóðólfur - 12.02.1864, Side 3
ut strax samsumars að afloknu burtfararpróíi eða
það sé dregið fram undir sjálf árslokin, einsog
optast heBr verið síðan hann tók við stjórninni.
J>ær ákvarðanir, sem um þetta gilda, eru skýlausar
eins og höf. hefir sjálfr játað aptr og aptr (sbr.
Skólaskýrslurnar 1851—52 og 1860—61), og eptir
því á hver skólaskýrsia að koma út þegar um lok
hvers skólaárs, þ. e. að afgengnu burtfararprófmu
á vorin og aðal prófinu í Júnímánuði. Um þetta
ætti höf. ekki að vera í meiri vafa nú heldren
hann var bæði 1852 og 1860, né heldr um það,
hvenær farið var fyrst að gefa út skólaskýrlur og
hverjar stjórnarráðaskipanir að láu til þess. Fyrst-
að 10.—11. bl. hins 15. árs þjóðólfs hefir aldrei
gengið úr höndum höf. síðan það blað kom út eða
frá hugskotssjónum hans, þá gat hann lesið það
þar á 40—41 bls., að með bréfi háskóla-stjórnar-
ráðsins 14. Sept. 1839 var skipað, að frá hverjum
lærðum skóla í Danmerkr-fíki skyldi út gánga skóla-
skýrsla þegar að loleum hvers skólaárs, aptr ákvað
bréf hins sama stjórnarráðs frá 1840, (sbr. bréf
stiptsyfirvaldanna 14.Maí 1841), að skólaskýrslurn-
ar héðan skyldu vera á íslenzku máli. Allarþessar
ákvarðanir skólastjórnarráðsins gat nú höfundrinn
kynt sér bæði af embættisskjölurh skólans og af
skólaskýrslunni 1840—41, þar sem ítarlega er
skýrt frá öllu þessu máli, svo að ekki hefði hann
þurft að vaða svona reyk um þetta eins og hann
gjörir á 12. og 13. bls., þarsem hann eigi þykist
vita með vissu, hvernig skýrslurnar frá skólanum
sé fyrst undirkomnar eða hvenær þær hafi komizt
á að staðaldri, og segir hann þarna: »að þær hafi
»fyrst hafizt nálægt(!) 1840 og einleum eptir pað
»að dr. Svb. Egilsson hafði dvalið í Iíhöfn vetrinn
»1845—46«.' Hér fer höf. með það, sem ekki er
satt, því reglulegar og vandaðar skólaskýrslur komu
hér út á tilsettum tíma öll skólaárin 1840—45,
eigi síðr en árin 1846—1850.
En hvað sem nú líðr þessum drætti, sem hefir
°rðið á útgáfu skólaskýrslnanna síðan höf. tók við
sltólastjórninni, þvert ofan í ákvarðanir þær sem
Þar um gilda, en það heflr hann sjálfr játað aptr
°o aptr, þá álítum vér þenna ókostinn á skóla-
skýrslum Bjarna rektors minstan; þar um má segja:
«sat cito si sat bene«, eða betra er að vel sé af
hendi leyst þó seinna komi, heldren fljótt og illa.
Vér skulum ekki standa í neinu stríði um það við
höf. er hann nú heldr fram í þessari skýrslu, að
það sé hagfeldara að láta skólaskýrslurnar ná bæði
yfir hið næstliðna skólaár og svo jafnframt yflr
byrjun þess skólaársins sem í liönd fer, svo að
hver skýrsla skýrði hér eptir einnig frá inntöku-
prófi allra nýsveina, sem í skólann koma þá að
haustinu, eins og nú virðist vera stefnt að íþess-
ari skýrslu. En þá ætti höf. samt að láta þessa
htigsun sína vera meir eða komast lengra en á ann-
að knéð og láta hana ekki verða svo stefnulausa
með öllu og botnlausa, því annaðhvort er, að leiða
alveg hjá sér hvað eina, er snertir sjálft upphaf
hins nýa og næst eptirfylgjandi skólaárs, eða þá
að geta þess alls, er snertir sjálfa byrjun skóla-
ársins, og sem allt er komið í kríng í skólanum
hina fyrstu daga Októbermánaðar, en þetta er eigi
að eins inntökupróf nýsveinanna og tala þeirra,
heldr einnig: hverir af þeim piltum,' sem voru í
skóla um vorið, hafi sagt sig úr skóla, áðren hið
nýa skólaár byrjaði, þá ölmusuveitíngarnar til hins
nýa skólaárs og lestrartöflurnar; allt þetta erkomið
í kríng um sjálft upphaf skólaársins, eigi síðr en
inntökupróf nýsveinanna, og ætti því að skýra frá
öllu þessu jafnframt eðr og frá engu. J>að er því
næsta ankannalegt, að sjá þessa skýrslu, sem kveðst
ræða um skólaárið 1862—63, vera að færa sér-
stakan kafla »um inntökuprófnýsveina« um byrjun
hins næsta skólaárs 1863—64, en geta þó einkis
annars er lýtr að þessu skólaári, er komið var
í kríng og fullgjört um sama leyti sem inntöku-
prófið af gekk, — ekki svo mikið að getið sé þess,
að einn piltanna, er var í skólanum árið sem ieið,
sagði sig þaðan, áðren hið nýa skólaár og inntöku-
próf nýsveinanna byrjaði.
þegar á 1. bls, fer höf. að fárast út af því,
að þjóðólfr hafi gjört ofmikið úr árlegri fækkun
skólapiltanna og þeirra, sem leggja fyrir sig bók-
mentir, og eins úr embættismannaskortinum sem
af þessu leiði og yfir vofi. Höf. telr það mein, að
vér höfum eigi viljað taka eptir skýríngum þeim
um þetta efni, cr hann þykist liafa látið í té í
skólaskýrslunui 1860—61, þar sem hann kveðst
hafa leitt rök að þvi, að árið 1808 hafl að eins
verið 16 piltar í skóla, en öll þau 12 árin 1805—
1815 hafi eigi verið fullir 26 piltar árlegaí Bessa-
staðaskóla að meðaltali. Höf. verðr nú að afsaka,
þó að vér leggjum oss ekki niðr við eins óáreið-
anlegar upplýsíngar og gripnar úr lausu lopti, eins
og þessar skýrslur hans eru. J>að eina ersatthjá
höfundinum um þetta mál, að aðsóknin að lærða
skóla vorum var miklu rírari þessi árin, 1805—16,
heldren áðr hafði verið og heldren hún varð eptir
1818; því vér höfum nokkurnvegin áreiðanlegar
skýrslur nm, að þau 12 árin 1809—201 útskrif-
1) At' þvi höfundrinn tekr til dæmisáriu 1805 —16 uppá