Þjóðólfur - 12.09.1864, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 12.09.1864, Blaðsíða 6
— 182 Seint í sama mán. drukknaði í Hólsá (er fellr fram úr óbygðum niðr milli Álptavers og Skaptártúngu í Iíúðafljót) merkismaðrinn Vigfús Bótólfsson bóndi á Flögu í Skaptártúngu, fyr hreppstjóri í Leið- vallarhrepp; hann fór þarna heimleiðis neðan úr Álptaveri með sóknarpresti sínum sira Jóni Jakobs- syni; áin var mikil og mun Vigfús heitinn, er jafnan var ötull fylgdarmaðr og fullhugi, eigi hafa hirt um að þræða brotið, losnaði svo við hestinn, en þá bar hin stránga og vatnsmikla á hann svo snöggt undan, að prestr náði eigi að bjarga. Vig- fús sál. mun hafa verið rúmt 60 ára að aldri, og var hann jafnan talinn mikilmenni að dugnaði, ör- læti göfuglyndi og gestrisni, og bjó jafnan vel; hann var tvígiptr, var fyrri kona hans Guðrún Árnadóttir frá Ilrífunesi, en hin síðari Sigríðr Ólafsdóttir Gíslasonar á Flögu, og eru börn a lífi eptirbæði þau hjónabönd. — 18. Des. 1863 deyði að Fossi í Mýrdal, sextugr að aldri, Oddr Sverrisson, bróðir Eiríks heit- ins sýslumanns Rángæínga og þeirra bræðra; »hann hafði í 34 ár samtals farið póstferðir milli Vestr- Skaptafellssýslu og ýmist Djúpavogs- eðr Eskifjarð- arkauptúna á Austfjörðum, var hann það hraust- menni að burðum og þoli, að hann hætti eigi þessum erfiðu ferðum fyren hálf-sextugr að aldri, orðinn mjög bilaðr fyrir brjósti af gaungunum; leitaði hann þá í stað íslandsstjórnar, með verð- skulduðum beztu vitnisburðum og meðmælíngum hlutaðeigandi málsmetandi manna, um að fá litla þóknun i peníngum sér óg sínum til styrktar, en féll svo frá i ærinni fátækt, að hann var ekkert svar búinn að fá upp ábónarbréf sitt. Oddr heit- inn var öldrmannlegr vexti og ásýndum, ráðvandr dugnaðarmaðr, greindr, fróðleiksgjarn, og hinn sið- prúðasti, þess vegna var hann vel virtr og vel látinn, hvar sem hann komáferðum sínum. Hann lét eptir sig aldraða ekkju og 4 börn á lífi«. Laugard. 30. Jan. þ. á. varð úti í byl, nálægt Arn- arnesi í Eyafirði, húsfrú Guðrún Sigfúsdóttir, seinni kona og ekkja sira Kristjáns forsteinssonar á Völl- um í Svarfaðardal. — Einn efnismaðrinn sem drukknaði 5. Marz þ. á. með Einari heitnum þor- varðarsyni frá Grund, einsog skýrt er frá í þ. árs blaði voru 65—66 bls., var ekki »vinnumaðr frá llakkakoti í Bæarsveit« heldr frá Brekku í Norðr- árdal, kvongaðr maðr Magnús Jónsson að nafni, sonur hreppstjórans Jóns Magnússonar á samabæ; hann var aöeins á 24. ári, fæddr II. Ágúst 1840 og hafði uppaliztí foreldrahúsum, og alið þarallan aldr sinn, og kvongaðist 14. Júní f. á. Sigríði þorsteinsdóttur og voru þau systrabörn að frænd- 1 semi. »Magnús sál. var efnismaðr bæði tii sálar og líkama, stiltr en glaðlyndr, fasttækr og tryggr, og vildi jafnan koma fram til hins bezta; með fæstum orðum: hann var eitt hið bezta mannsefni meðal jafnaldra sinna og er það eðlilcgt, að hann yrði harmdauði foreldrum, ektamaka og öllum er hann þektu«. — Laugard. fyrir páska 26. Marz þ. á, varð úti í landsynm'ngsbyl, er skallá um kl. 10 f. m., drengr 13 vetra að aldri, frá Augastöðum í Ilálsasveit, og átti hann að standa yfir fénu eða hirða það, áðren bylrinn datt á ; liann fanst, viku síðar, skamt eitt frá bænum Stóraási í sömu sveit; þar fóru til dauðs um 20 fjár. Á páskadaginn 27. Marz þ. á., þegar á leið, og nóttina eptir var mikill bilr hér syðra og eystra, en daginn eptir, á annan páskadag, var bezta veðr og sólbráð, svo allt rann í sundr framaní móti; þenna dag (28. Mars), fór úngr maðr Einar Tómasson að nafni, fóstrsonr sira Kjartans Jónssonar í Ytri-Skógum undir Eyafjöllum (og systursonr konu hans, sonr Tómasar bónda í Varmahh'ð Sigurðarsonar stúdents Jónssonar), mesti efnismaðr á 20. ári, þaðan að heiman að gæta sauða fóstra síns, eins og hann var vanr, þar um Miðheiðina sem kölluð er (milli Ytri og Eystri-Skóga); hann var jafnan vanr að vera í burtu á þeim gaungum sínurn til sauðanna nál. 2 klukkustundum; en er nú var komið fram yfir þann tíma og Einar kom ekki, var hans fyrst leitað til Eystri-Skóga, og hafði hann ekki þar komið ; brá þá við Jón Hjörleifsson, hreppstjóri þar á bæ og fór með hinum beztu mönnum þar af bæunum að leita Einars, og héldu þeir leitinni fram á nótt um heiðina, en hættu við þar sem þeir fundu snjóflóð mikið í Dalsgili sem kallað er; þar tóku þeirmik- inn snjómokstr daginn eptir (3. í páskum) og fanst þá Einar þar undir snjófióðinu, örendr. (Niðrl. í næsta bl. — Eins og áðr hefir verið auglýst í þessu blaði, andaðist hinn 2. Ágúst þ. á. eptir lángvinnar þján- íngar, merkiskonan húsfrú Ásta Duus, kona kaup- manns Pétrs Duus í Keflavik, og var hún jörðuð að Útskálum 11. s. m. Hún var fædd í Reykja- vík 8. Maí 1795. Faðir hennar var söðlasmiðr Tómas Bech Björnsson, sýslumanns í Jhngeyar- sýslu Tómassonar. Syzkini Tómasar voru þau kans'ellíráð þórðr Björnsson, sýslumaðr í fíng- eyarsýslu, faðir frú Sigríðar í Viðey, Guðrún, móðir Ilálfdánar prófasts Einarssonar á Eyri við Skutulsfjörð, Steinunn, móðir kandid. Karls And- ersen í Kaupmannahöfn, þórdís kona sira Guðna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.