Þjóðólfur - 21.12.1864, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.12.1864, Blaðsíða 3
það máske í fyrsta sinni, að því er sáð á íslandi, það spratt og varð ’/a ál. hátt. Að sá í sléttur hvort heldr þak- eða flagsléttur, ýrnsum víngul teg- tegundum, hegra, sefgresi, smæra o. tl. og láta svo færikvíar gánga yOr, er ágætt ráð, til að fá fljótan grasvöxt. Með þessu móti má, að eg kom- ist svo að orði, ýngja upp gamlar sléttur; en þær skyldi maðr herfa áðr eðr slóðdrnga. {>etta er nú erlend og innlend aðferð í félagi. þannig hefi eg þá sléttað 1 dagsláttu í ár; varð sú raun á að flagsléttan spratt betr en þaksléttan1. Af einni eldri dagsláttu fekk eg 23 hesta, í einum slætti. í seinna sinn sló eg ekki, því eg kom ekki við að bera á, í inilli slátta, gat heldr ekki varið kúnum að bíta hana. Eg hefi máske verið of lángorðr um sléttun, og grasrækt; bið eg félagið að mis- virða það ekki; en eg gat ekki stillt mig nm, að drepa ekki á fátt eitt af því helzta er taka þarf í þessu efni. Mikið væri nauðsynlegt að semja stutta og greinilega ritgjörð um túna- sléttun og grasrækt, hygða á reynzlu. J>að kynni þó að koma lil gagns. Eg held það sé ekki al- veg gagnslaust, að nudda jafnt og drjúgum við landa vora, það kunna þó má ske fáeinir að taka eitthvað til greina í hvert sinn. Af görðum, liefi eg hlaðið í vor 30 fm. af landamerkja garði úr grjóli; er nú nær því öll landeign mín að veslan verðu, algirt, frá fjalli til fjöru. Er þessi garðr allr orðinn 110 fm. Glögt finn eg, að satt er hið fornkveðna: »gacðr skal grannasættim. Engjar mínar, sem liggja að þessum garði, hafa batnað svo við' ágángsleysið, að þar fást nú SoglOhestar af heyi sem ekki fengust áðr nema 3 og 4. Eg hefi fremr litlar engjar, og því Iángar mig til að búa mér til engjar, úr mosamóum, með plógi og vatnaveitíngum. En veitugjörð er jafnan nokkuð dýr, einkum teigaveitar, og mig vantar efnin,erþví líkast, að eg geti aldrei skýrt félaginu frá, að eg hafi þessu starfi lokið. En mikill auðr og frjórnagn, er fólgið í vatnínu hjá oss, en þetta fer allt ó- notað í sjóinn. j>að er raun, að þekkja auð og öfl náttúrunnar, en vanta heizlið til að geta teymt Þau til sín, sér í hag. Nú er að minnast fátt eitt á fénaðinn. {>egar maðr hefir ræktað gott fóðr, þá ríðr á að hafa góðan fénað, verðugan fyrir fóðrið, annars lætr maðr það í rifin sjóð. Eg er að gjöra tilraun með sauðfé, viðvíkjandi ull og holdum. Eg hefi komið mér upp hrút, af hinu, kollótta, lágfælla og og lagðsíða kyni, sem hér er til innanum hjá okkr. 1) Af 26 ferh.fm. kom dragbands-sáta. Undan þessum hrút hefi eg fengið lömb, sem vetr- görnul gáfu af sér 3 pund af þveginni ull. f>etta var í vor er leið. En það er ekki nóg þó ullin sé síð, hún á að vera þétt og fin; til að vita þetta rétt, þarf maðr ullarmæli. jþað er ekki til neins, að hugsa um að bæta fjárkynið fyrri, en húið er áðr að rækta nóg og gott fóðr. Eg hefi mart á prjónunum og þó fleira í á- formi, en hvernig mér auðnast að framkvæma þetta heppilega, mér og öðrum til nota verðr komið undir æfi minni og efnum. Eg veit, að hið heiðr- aða félag mundi fúst til að styrkja mig nokkuð. Mér hugkvæmist því að biðja félagið að lána mér hundrað ríkisdali rentulausa og taka af mér, sem borgun, þarflegar ritgjörðir um eitthvert efní við- viðvíkjandi jarðyrkju og búskap. |>annig lán eðr 'styrkr kæmi mér yfrið vel og gæti gagnað með fleiru en einu móti. Eg fel nú félaginu þessa bón mína eða uppástúngu til yfirvegunar og velvildar- fullrar meðferðar1. DÓMUR YFIRDÓMSINS í málinu: P. L.-Henderson (kaupmaiír í Glas- gow, nú Liverpool á Bretlandi) gegn Páli slcip- herra Bisserup (frá Kastrup á Amager). UppkvtÆiiin li). September 1864. fPáll Melsteí) sókti fj*rir Henderson, en Jón Gu&mundsson varUi fyrir Eisserup]. »í máii þessn, sem aðaláfrýandinn, kaupmaðr P. L. Ilenderson frá Glasgow á Skotlandi, hefir skotið til landsyfirréttarins, hefir hann gjört þá réttarkröfu hér við réttinn: 1, að hinum stefnda skipherra P. Bisserup frá Kastrup á Ainager verði frádæmdr réttr til skipsleigu hjá sér fyrir brigg- skipið »Iirisline», er liann hafði leigt honum með leigubréfi, dagsettu 15. Apríl 1861, að upphæð 2214 rd. 86 sk. r. m.; 2. að hann verði skildaðr til að greiða honum eplir framlögðum reikníngi fyrir kostnaðarauka og í ýmsar skaðabætr, sem þar eru tilgreindar og síðar skal getið, 3523 rd. 74 sk. r. m., og 3., að hann verði dæmdr til að greiða málskostnað fvrir undir- og yfirrétli 150 rd. þar á móti liefir hinn stefndi, sem hefir gagn- slefnt málinu fyrir yfirdóminum, krafizt þess, að 1) póaí) þess se eigi getií) í hinni fáorþu skýrslu Húss- og biistjúrnarfelagsins, í JjjóÍJuIfl XVI. 143, um ob helzta er gjoríbist á aibalfundi 5. Júlí þ. á, þá veitti fundrinn Gu%m. Ólafssyní í Gróf 100 rd. leigulaust um hin næstu 10 ár; en ekki vildi fundrinn gánga ab því bot)i Gufcmundar, aí) afborga lánsfó þetta mec) ritgjórlbuni, heldr yrbi bann, ef hann vildi ritgjórftir semja, er fólaginu þækti takandi, aí) vera há'br 22. gr. felagslaganna í því efni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.