Þjóðólfur - 21.12.1864, Blaðsíða 2
30
Eg neita ekki, að þeir menn sé til, er hafa
gjört sér, ef til vill, bæði of glæsilegar og of mikl-
ar vonir um framfarir þær og blómgun, sem bú-
skapr vor Íslendínga og jarðyrkja gæti tekið, en
þeir menn eru líka til, sem lifa án vonar í þessu
falli. En min meiníng er: það er ekki unt að
segja, hve miklum framförum jarðyrkjan og bún-
aðrinn hjá oss getr tekið, ef ekki væri neinna
þeirra skilyrða vant, er til þess heyra, svo sem:
þekkíng og kunnátta, dugnaðr, reynsla og fjár-
munir. ísland er enn þá svo lítt ræktað, að 60,000
dagsláttur fóðra ekki 20,000 kýr og þó geta 3
dagsláttr með meðalrækt fóðrað 2 kýr, en með
beztu rækt, getr 1 dagslátta fóðrað 1 kú. þetta
þykja nú öfgar að tala, en þetta er þó. því betr
satt, eg hefl oröið svo frægr að hafa reynt það.
Af þessu sést nú, að ræktarleysið á íslandi er svo
mikið, að það á sér engan maka innan landamæra
hins siðaða heims, þar sem gras er annars rækt-
að til fóðrs, með nokkru lagi, þetta lýsir og því
að land vort á of marga af þeim bóndum, sem öll
jarðarvinna er ólagin og leið. Hér er þá tventvið
að stríða: óræktaða jörð og óra:ktarfulla þjóð.
J>e gar maðr t. d. talar við Englendinga, eðr Bel-
gíumenn, þeir er bændr eru, þá heyrir maðr, að
búskapr og jarðyrkja er orðin þeim að annari nátt-
úru. þannig þurfum vér íslenzku bændrnir að
endrfæðast ef duga skal. Yér þurfum að heiðra
jörðina, móður vora — með góðri hirðingu, ef oss
á vel að vegna og vér að verða lánglífir á henni.
Eg hefi alt af haft þá sannfæríngu, að gras-
ræktin og kvikfjárræktin, ætti að vera aðal ætlun-
arverk og sæta hinu ýtrasta athygli sveitabóndans
hér. þetta livorutveggja lagði eg mestu stund á,
að kynna mér og nema þegar eg var erlendis. Eg
sáeg se enn, að ísland er vel lagað fyrir gras og
kvikfé. Grasræktin (töðugrasaræktin) á að vera
okkr það, sem korngrasaræktin, er hinum suð-
rænu þjóðum. Sveitabúskaprinn okkar stendr eða
felir með henni. Akryrkjan: jarðeplarækt, rófna
og kornrækt, á að vera undirtilla hjá okkr.
Eg hefi hugsað mikið um grasræktina, þ. e.
túna- og engjaræktina, og reynt ýmislegt í því skyni
og síðan eg fór að búa hefir aðalstarfi minn hníg-
ið að henni. í þessu skyni hefi eg leitast við að
sameina útlenda aðferð og innlenda, og haft til
hliðsjónar hérlenda og erlenda reynslu. Eg hefi
reynt að samrýma útlenda aðferð og kunnáttu við
ásigkomulagið hér, með öðrum orðum: eg hefi
leitast við að gjöra jarðyrkju vit mitt, sem er af
útlendri rót, innlent. þessa Dnnst mér endilega
þurfa. Löndin eru eins og jarðirnar, þau þurfa
hver sitt búnaðarlag. þegar maðr gjörir eitthvað,
þá verðr maðr að gjöra sér grein fyrir, iivers vegna j
og hvernig maðr þarf að gjöra það. Maðr sléttir,
af því þúfurnar eru bæði grasþjófr og verkaþjófr.
En af hverju eru þúfnrnar komnar? vatnið er aðal
orsök til þeirra. þegar maðr sléttar, þá þarf að
taka fyrir þessa orsök. það þarf að slétta þannig,
að þýfið komi ekki upp aptr. En svo sýnist, sem
menn sé ekki farnir að gefa þessu nægan gaum
hér; of margir láta sér nægja að slétta einhvern-
vegin. Tii þess, að vatnið geti ekki skapað þúfur
að nýu, þarf tvennt: fyrst, að vatnið geti hvergi
staðnæmzt á yfirborðinu, og í öðru lagi, að vatnið
geti ekki náð að staðnsemast í jarðveginnm, en sígi
fljótt niðr. í þessu skyni hefi eg tekið fyrir að
slélta alt í teigum, frá 12—15 ál. breiðum, 1 al.
hærri í miðjnnni enn til hliðanna. Bennur eðr
lágar hefi eg milli teiganna. í þessar lágar þyrfti
nú að leggja lokræsi, 3—4 feta djúp, til þess að
draga til sín áurvatnið. En til að slétta svona,
þarf önnur verkfæri en Ijái og rekur ogmeirakosta
þær, það gjöra ræsarnir. Yið svona sléttur þarf
og endilega að hafa plóg og hestareku. En þess-
ar sléttur hafa þann kost að þýfast ekki að nýju
og þær verða grasmeiri. Á þenna liátt hefi eg
sléttað Va dagsláttu í vor er leið. Féíaginu má
þykja þetta verk eigi mikið; en mig vantaði afl
þeirra hluta er gjöra skal, eg var einn og fleira
var að gjöra. Slétta þessí er þakslétta og er undra
fríð sýnum. Nú er það þó ekki nóg að sléttavel,
maðr þarf líka að annast um að, ekki einúngis
mikið, lieldr og líka gott gras spretti á sléttunni.
Hið fyrra fer nú eplir frjófsemi jarðarinnar og
veðráttnnni, hið síðara að nokkru leyti líka, en
ekki að öllu, því maðr getr að miktu ráðið því,
hvaða grös spretta á sléttunni. J>að er mikið nyt-
samt að þekkja þau grös, sem bezt eru til fóðrs.
velja þau og sá þeim í tún sín eða sléttur. Að
sá í nýjar sléttur góðu sífrjóugrassæði, er sannar-
Iega mikil jarðarbót og varir lengi. Grösin sem
spretta á sléttunni, gjöra og nokkuð til hve fljótt
hún þýfist. Va dagsláttu af flagsléttu gjörði eg
og í vor, og sáði í liana auk fleiri grasa ítolsku
rægrasi (Lolium italicum). Grastegund þessi er
ættuð frá ltalíu og komin þaðan í fyrstu til norðr-
landa, hefir hún hvervetna þar unnið lof fyrir ár-
vísi og fóðrgæði. þetta gras, hafa menn opt er-
Iendis til, að sá í graslönd sín, þar sem skellur
koma og dílar brenna, sprettr það þar, því það
þolir þurk. þessu grasi sáði eg nú í yor, og er
f
í