Þjóðólfur - 13.03.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.03.1865, Blaðsíða 2
 ITvert ITver hundr. alin. rd. sk. sk. í ullu, smjöri, tólg 36 39 29 - tóvöru .... 18Yt - fiski 23 V4 - lýsi ..... 25 » 20 - skinnavöru ' . . 20 39 16 V3 Meðalverð ailra meðalverða ÍMJ 93 aiVi Samkvæmt þessum verðlagsskrám verðr spe- sían eða liverir 2 rd. teknir i opinber gjöld, þau er greiða má eptir meðalverði allra meðalverða, þannig : í Skaptafellssýslunum....................lSfiska með lVa sk. uppbót frá gjaldþegni. - hinum öðrum sýslum suðramtsins og íRvík 17 — með 1 sk. uppbót frá gjaldþegni. Ilvert tuttugu álna (40 fiska eðr ucrtínr-jgjald á landsvísu, sem greiða má eptir meðalverði allra meðalverða, eins og er um skattinn og önnur þínggjöld 1865, (nema máske í Gullbríngusýslu) má greiða í peníngum þannig: ... 20 álnir eðr skattrinn. í Skaptafellssýslunum...................4 rd. 46 sk. - hinum öðrum sýslum Suðramtsins 4 — 69 — TJtaf »bóltafregn« í Norðanfara. í grein einni í blaðinu Norðanfara 28—29. f. á., sem kölluð er bókafregn og undirskrifuð 5, hefir höfundrinn getið um, að bók eptir M. Ei- ríksson, landa vorn, um Jóbannesar guðspjall, hafi borizt ln'ngað til landsins næstliðið vor, og talið það jafnframt sem vott um, að klerkar og guð- fræðíngar (hér?) mundu annaðhvort fallast á skoð- un M. Eiríkssonar, eða að öðrum kosti eigi sjá sér fært að hrekja hana, þar sem engi þeirra liafi orðið til að mæla gegn henni. Á móti þessu hefir herra E. Th. ritað í sama blaði og kallað ályktun höfnndar þessa lýsa »gjör- ræði og ofmiklu bráðræði*. Höfundr þessara lína verðr að vera herra E. Tb. alveg samdóma í, að bókafregnin í Norðanfara lýsi mjög mikilli fljót- færni þvíað það geta verið margar fleiri or- sakir en þær, sem höfundrinn hefir tilgreint, til þess, að engi klerkr eða guðfræðíngr hér hefir enn liaft sig til að skrifa, eða, ef til vill, nokkurn tíma vill skrifa á móti M. Eiríkssyni. J>ví fyrst og fremst er nú bók þessi nýlega út kominn og þó margt í henni sé óþarflega fjölort, þarf þó tíma til að skrifa gegn henni, einkum ef höfundrinn ætlast til, að nokkur legði sig niðr við að svara hverju einu í henni; svarið yrði því svo lángt, að það kæmist ekki að í dagblööum vorum, heldr yrði að vera sérstakt rit, og til að semja slíkt rit og koma því á prent, þarf þó nokkurn tíma, að minsta kosti fyrir þá menn, sem hafa embættum að gegna og ef til vill, ýmsum aukastörfum, sem þeir áðr hafa tekizt á hendr. En þaraðaulii — og þetta er mergrinn málsins —■ er ekki bók þessi rituð á voru máli, heldr á dönsku. Eptir ályktun höfund- arins ætti þá klerkar vorir og guðfræðíngar að svara öilum villuritnm, sem koma út á dönsku, undir eins og þau fiyttist lu'ngað til landsins, því ekki er þetta villurit mætara nö merkara fyrir það, þó höfundrinn kalli sig Magnús Eiríksson og sé fæddr og uppalinn hér á iandi. En þá fengi klerkar vorir og guðfræðíngar nóg að starfa. Og það væri ekki þar með búið, því auk dönsku skiija margir Islendíngar líka þýzku, og nokkrir ensku og frakknesku ; og eptir sömu reglu ætti þá klerkar vorir og guðfræðíngar að hrekja öll þau villurit, sem kynni að berast híngað til iandsins, hvort sem þau væri samin á dönsku, þýzku, ensku eða frakknesku. Aliir hljóta því að sjá, að þessi álykt- un er fráleit og nær engri átt. Eg veit ekki heldr til, að neinn hafi enn í Danmörku lagt sig niðr við að svara bók M. Eiríkssonar; í einu dönsku dagblaði hefi eg séð hennar stuttlega getið, með þeim ummælum, að flest eða allt, sem í henni stæði, væri tuggið upp eptir þýzkum guðfræðíng- um, einkum eptir prófessor Baur. J>essu svaraði M. E. í öðru blaði og færði það heizt til, að Baur skoðaði Jóhannesar guðspjall sem fagrt rit með háleitum hugmyndum, þarsem hann (M. E.) skoð- aði það sem óguðlegt eða ókristilegt rit. þetta er því mismunrinn, og það er hið eina, sem M. E. virðist að hafa tekið frá sjálfum sér; en aðrir verða um það að dæma, hvort slík uppgötvun er þess eðlis, að vér Islendíngar þurfum að stæra oss af því, að landi vor hafi orðið i'yrstr til að gjöra hana. Fyrir mitt leyti gelr mér hvorki sem Íslendíngi eða kristnum manni þókt sæmd í því, lieldr liið gagnstæða, og hvern, sem þekkir M. E. og veit, hversu góðviljaðr drengr hann er í mörg- um greinum, hiýtr að taka það sárt, hvernig van- trúin hefir blindað augu hans. Hann kvaö í mörg ár hafa haft þá föstu hugsun, að hann eigi að verða annar Lúther í kristninni, og byggja þetta á draum- um sínum, og þetta heldr hann verði með því að neita Ivrists guðdómi. En eins og þessi aðferð er ólík Lúthers, eins má og reiða sig á það, að Kristr verðr jafn guðdómlegr fyrir það, bæði þegar Magnús Eiríksson og vér allir erum komnir undir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.