Þjóðólfur - 13.03.1865, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 13.03.1865, Blaðsíða 6
— 76 — legu eptirgjaldi, þá munu allar þjóðjarðir þessar í Gullbríngu- og Iíjósarsýslu hafa verið nálægt 140—150 að tölu, auk hjáleigna, og munu hafa verið á þeiin nálægt200—220 ábúendr eðr kóngs- landsetar samtals. Nálega allar þessar jarðir voru óseldar 1793, þegar Gufunes spítalinn var lagðr niðr, og má hér af ráða, að ekki hafa nema einstakir framúrskarandi landsetar, af öllum þessum grúa, getað orðið aðnjótandi uppeldis styrksins á spítal- anum eða þeirra 10 rd. sem síðar voru veittir í því skyni, og 6 ekkjunum 6 rd. hverri, eplir það spítalinn var lagðr niðr. f>að er því auðsætt, að styrkr þessi hefir upprunalega verið nokkurskonar verðlaun eða umbun, er þeir einir landsetar gátu orðið aðnjót- andi, er höfðu skarað fram úr öðrum að góðri á- búð og skilsemi í gjöldum en voru þó fátækir, er þeir gáfu upp búskap og ábúð sína. þessvegna verðr það enganveginn álitið heppilegt, aðKrieger stiptamtmaðr skyldi fara ofanaf því, er hann stakk fyrst upp á við Rentukammerið um fyrnefndar af- gángsleifar af þeim 96 rd., að úr þeim yrði stofn- aðr arðberandi sjóðr til þess að standast verðlaun fyrir framúrskarandi jarðrækt og jarðabætr, en lét þá uppástúngu koma í staðinn, er stjórnin félzt svo fúslega á, að kóugslandsetarnir mætti einnig fá styrk þenna á meðan þeir byggi á jörðunum, og hefir breytíng þessi óneitanlega leitttil þess, eptir því sem réttast verðr álitið, að sumir konúngs- landsetarnir hér syðra hafi fengið styrk þenna til þess að geta hángið því lengr við ábúð sína, og nítt jörðina ár frá ári en bætt hana að engu. J>ess má einnig geta, að þegar hinn nýi styrktar- sjóðr var stofnaðr 1832—33, þá voru enn óseldar meir en 70 þjóöjarðir hér um Gullbríngu- og Kjós- arsýslu. f>ví var hér enn uppi og í vændum ær- inn fjöldi kóngslandseta, er þyrfti og mætti leita styrks af hínum nýa sjóði, þóað nokkrir gætiorðið aðnjótandi hinna fyrri 96 rd. eptir sem áðr. En I einmitt síðan 1832, er styrktarsjóðr þessi var stofn- j aðr, hafa hér verið seldar samtals 53 af jörðum ( þessum, og eru nú eigi eptir óseldar nema 20 kóngsjarðir hér um alla Gullbríngu- og Kjósar- sýslu. f>arsem nú ekkí er framar orðið að ræða nema um svo fáa kóngslandseta hér syðra, að ná- lægt allr þriðjúngr þeirra getr setið fyrir styrk af þeim fornu 96 rd., og 6 landseta ekkjur að auki, þá virðist réttlæti og sanngirni tala fyrir því, að vextirnir af hinum ýngra styrktarsjóði, sem stofn- aðr er handa öllum kóngslandsetum í Suðramt- inu megi nú þegar fara að gánga til hinna mak- Jegustu meðal kóngslandsetanna í Vestr-Skapta- fellssýslu, er munu vera nál. 200 að tölu, einsog i fyr var sagt. Eptir hinum síðasta reikníngi stiptamtmanns (sbr. þjóðólf, XVI. 146. bls.) átti sjóðr þessi að árslokum 1863: vaxtafé..................1215 rd. 78 sk. og í sjóði hjá stiptamtm. 84 — 12 — Samtals 1299— 90 — eðr sem næst 1300rd. Árleg renta þar af er 56 rd., og mætti þá veita 3 hinum maklegustu kóngs- landsetum í Skaptafellssýslu hverjum þeirra 10 rd. árlega. og 4 kóngslandseta ekkjum 6 rd. hverri. En til þess að Skaptfellíngar geti orðið að- njótandi þessa litla styrks sem fyrst og að stað- aldri, ætla eg að þér þurfið að rita um það bæn- arskrá til næsta Alþíngis, að kóngsúrskurðunum 14. Marz 1832, og 7. Júni 1833 verði breytt af þeim rökum og í þá stefnu sem eg hefi bent til hér að framan. REIKNÍNGIl,1 er sýnir tekjur og útgjöld húss- og bústjórnarfé- lagsins í Suðramtinu árið 1864. Tekjur. Sjóðr að árslokum 1863: Rd. Sk. a, Vaxtafé............ 4,776 rd. » sk. b, ógoldnar skuldir . . 46 — » — c, í sjóði hjá féhirði ____6 — 88—4^28 88 1. Vextir af innstæðu og afborganir uppí innstæðuskuldir, 1864: rd. sk. a, af veðskuld. einstakra manna 111 92 b, — vaxtafé í konúngssjóði . 90 70 Enn fremr: c, 2. afborgun uppí skuld Guðm. Ólafss. í Gröf frá 5. Júlí 1862 5 » 207 66 2. Félagstillög: a, árslillög 1864 ..............18 » b, tillög 6 nýrra félaga í eitt skipti 30 » 43 „ 3. Fyrir seld veiðarfæri.........................2 32 4. — verðlaunaritgjörðina 1859 og aðrar félagsbækr ............................. „ » AIls 5,086 90 Útgjöld: Rd.Sk. l.Fyrir bókband...................... »36 2. — prentun á eyðublöðum .... 3 23 ílýt 3~59 1) Öllnm skjTSkotnnum til fylgiskjala, sem eru í sjálfu frumritinu, cr hiir slept.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.