Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 04.07.1865, Blaðsíða 5
143 — ræðu og lýsti liið 10. Alþíng sett í nafni konúngs; en þá stóðu upp allir þíngmenn og gullu við: lengi lifi konúngr vor Kristján liinn IX. með þre- földu »lnirra«. }>á skoraði konúngsfulltrúi á þíngmenn að segja til, ef þeir findi ástæðu til að vefengja kosn- íngar nokkurra þeirra þingmanna, ernú hefði verið kosnir og komnir væri til þíngs, og gat þess um leið, að hann findi að vísu eigi beina ástæðu til að vcfengja neina þeirra, en yrði þó að vekja máls á kosníngu þíngmannsins sem mætti fyrir Reykja- vík, þar sem kjörstjórnina sjálfa liefði ágreint um, hvort hann væri kjörgengr. — Halldór Friðriksson tók þá í þann strenginn, og kvaðst verða að álíta enn sem fyr að kjörgengi hans væri ósannað og kosrfsng lians ógild, og skaut hann þvi undir at- kvæði og úrskurð Alþíngis. Útaf þessu spunnust alllángar umræður; fyrir lögmæti kosníngarinnar töluðu þeir sira Stefán Thordersen, Jón Pjeturs- son, Petr Guðjohnsen, sira Arnljótr Olafsson, Dr. Jón Iljaltalín, Bened. Sveinsson, en í móti: Jón SiQurðsson frá Khöfn, Jón Guðmundsson, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, og sira Eiríkr Kúld, og lýsti konúngsfulltrúi sjálfr því yfir, í lok umræðu, að hann yrði að vera á sama máli eins og mótmælendr kosníngarinnar, að sannanir skorti fyrir því að S. Jacobsen væri nú búinn að afla sér þeirra lögákveðinna kjörgengiskosta, að hann væri þegn Danakonúngs og fjár síns ráðandi, er hann hefði vitanlega og augsýnilega skort, eða látið ósannað að hann hefði, þegar kosníngin fór fram. Var þá gengið til atkvæða með nafnakalli, umþað hvort kosníngin skyldi vera gild eðr ógild, og var hún feld með IG atkvæðum gegn 9. Já SÖgðll: (ArnljAtr Ólafsson, 15ene<l. Sveinsson, Helgi Thord- ersen, Jón Hjaltalín, Jón Pétrsson, Petr Guíijohnsen, Pétr Petrsson, Stelán Thórdersen, Sveiun Skúlason). JVeíSÖgðu: (Asgeir Einarsson, Bergr Thorborg, Bjtirn Petrsson, EiríkrKúld, Halldór Friilriksson, Hjálmr Pétrssou, Jóu Bjarnason, Jón Gubmundsson, Jón Pálmason, Jón Siguríisson frá Gantlönd- um, Jón SiguÆssou frá Kh'ifn, Olafr SiguÆsson, Sighvatr Ar»ason, Stefán liiríksson, Stefán Jónsson, Svoinn Níelsson; 1 fi*rverandi: sira Halldór; Svb. Jacobsen sjálfr greiddi ekki atkvæbi). Og var þarmeð lokið þíngsetu Svb. Ja- cobsens, en konúngsfulltrúi er nú búinn að kveðja til þings, í jlans varaþíngmann Reykvikínga Magnús óðalsbónda Jónsson í Rráðræði. (>á skoraði konúngsfulltrúi á hinn elzta þíng- mann, Helga biskup Tliordersen að gánga til for- setastólsins og gángast fyrir kosníngu forseta á þessu þíngi; gjörði hann svo, og var þá kosinn til forseta Jón Sigurösson skjalavörðr með 19 atkv. (sira Halldór lilaut 3 atkv. Dr. Pétr og Jón Guðmundsson 1 atkv. hvor), og gekk hann til for- setasætis; þá var kosinn varaforseti Jón Guð- mundsson málaflutníngsmaðr með 12 atkv. (Dr. Pétr hlaut 9 Jón Pétrsson 2, Sv. Skúlason 1 atkv.), en til skrifara voru kosnir sira Eiríkr Iiúld með 1S atkv. þeir Bergr Thorberg og Haldór Friðriksson hlutu 9 atkv. hver, var þá kosið um aptr, og hlaut Haldór Friðriksson þá 13 atkv. Konúngsfulltrúi afhenti forseta konúnglega Auglýsíngu til Alþíngis, um árángr af þegnlegum tillögum þess og öðrum uppástúngum á fundin- um 1863, dags. 9. f. mán., og þarnæst þessi kon- úngleg frumvörp og álitsmál: 1. Frumvarp til laga um nýtt fyrirkomulag á fjárhagssambandinu milli íslands og konúngsríkis- ins. Frumvarpi þessu fylgdi: »álitsskjöl« nefndar þeirrar, er skipuð var með allrahæstu erindisbréíl 20. Sept. 1861 til að segja álit sitt og gjöra uppá- stúngur um fyrirkomulag á fjárhagssambandinu, o. s. frv. 2. frumvarp til op. bréfs, er skipar fyrir um ýmislegt er snertir póstgaungur« (höndlar að eins um póstbréf og póstpakka að því leyti þeim þurli að koma sjóleiðis með kaupförum og flutníngsskip- um sem eigi erit regluleg póstskip). 3. Frumvarp til laga »um laun handa íslenzk- um póstembættismönnum«. 4. Frumvarp til laga »um breytingu á 6. og 7. gr. í lögunum 15. Apríl 1854 um siglíngar og verzlun á íslandi«. (Aðalbreytíngin sem frum- varpið stíngr uppá, er fólgin í því, að eptirleiðis skuli lestargjaldið af kaupförum vera 4 rd. eptir- leiðis, í stað 2 rd. er áðr var, nema því að eins að skipið komi farmlaust eða ekki hafi annan farm innanborðs en timbr, steinkol eðr salt). 5. Frumvarp til tilskipunar »um Iaun hrepp- stjóra á íslandi« (þar er stúngið uppá, að hrepp- stjórar fái 20—40 rd. laun árlega auk undan- þágunnar sem verið hefir frá þínggjöldum, og greiða % af hreppnum, eptir sömu reglum sem aukaútsvar til fátækra, en '/s úr jafnaðarsjóði amtsins. G. Frumvarp til lilskipunar »um að gjöra verzlunarstaðinn ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæarmálefna þar«. 7. Frumv. til op. bréfs »um að stofnabygg- íngarnefnd á kaupstaðnum ísafirði«. 8. Frumv. til laga »um brennivíns verzlun og brennivínsveitíngar á íslandi*.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.