Þjóðólfur - 16.09.1865, Side 3
— 169
endr sína um, að ser bafi gengið til þess trúrækni
en ekki vantrú, og til þess heíir hann beitt, að
vísu af öllum vilja en með veikum mætti, vopnum
F. C. Baurs og lærisveina hans í Tubingen.
Meginkafiinn í ritlingi M. E. er ár;;s á trúar-
iærdóma kirkjunnar, þrenníngarlærdóminn, iærdóm-
inn um hojdtekju sonarins, uin guðdóm Iírists og
friðþægíngarlærdóminn. Höfundrinn kemr hér fram
í alefli sínu; því það má mcð sanni segja, að í
þessum kafla, að því leyti sem nokkur getr áttað
sig í honum og nokkur hotn verðr í honum fund-
inn, ægi saman í kenníngu M. E. allri villu og
villutrú, sem komið hefir upp í þessum lærdóm-
um allt frá dögum hinna fornu Ebionita og
Antitrinitaria á 2. og 3. öld, til Unitaria og So-
cinina á 16. öld, og að það sem höfundrinn
her á borð fyrir lesendr sína, sé í ósaman-
hángandi ágripi hrærigrautr úr allskonar ókristi-
legri trúarvillu, sem gjört hefir vart við sig fyr og
síðar í þessum trúargreinum. jþessa heilsusam-
legu kenníngu ber M. E. þaraðauki fram á þann
hátt og í þeirri lögun, sem áðr mun vera fáheyrð.
Jm þó kirkjusagan færi nóg dæmi þess, að menn
hafl vilzt frá trúnni og- ráðizt á kirkjutrúna, þá
munu þess þó fá dæmi, að nokkur villutrúarmaðr
hafi í sama mæli gleymt sjálfum sér, komið fram
með jafnmiklu virðíngarleysi fyrir lesendum sín-
um, og jafn æðisgenginn af ósvífni og óskamm-
feilni gegn kristilegri trú sem M. E. f>ví þarsem
hann kallar lærdóma kristilegrar trúar »skrípi«,
»skrímsli«, »andskotans ófreskju« og öðrum þess-
konar nöfnum, sem honum þóknast að velja þeim,
þá heflr liann fyrst og fremst gleymt því, að hinir
háleitu leyndardómar trúarinnar eru hreinni og
helgari en svo, að þá megi nálgast, þvísíðr snerta
og ata með saurugum og vanhelgum höndum, og
þvínæst hefir hann varpað frá sér allri virðíngu
fyrir trúartilfinníngu annara manna, með því hann
hlííist ekki við, að særa og meiða þá lotníngu, sem
hann veit að landsmenn hans bera fyrir hiriu hei-
laga, þó hann sjálfr hafi mist hana.
J>að er ekki áform vort að fara á eptir M. E.
útí hvern krók á villustigum hans í þessum kaíla,
eða telja upp nákvæmlega það, sem hann hefir tekið
sitt úr hverjum eldri eða ýngri villulærdómi, til að
reka það, sem áðr hefir verið, marghrakið. Vér
skulum að eins í stuttu máli draga upp aðalum-
gjörðina af honum sem guðfræðíngi, svo að les-
cndrnir fái séð að minnsta kosti beinagrindina af
guðfræðisstefnu hans eins þokkaleg og hún kemr
fyrir sjónir i þessum ritlíngi. Wokkrir menn, sem
vér höfum átt tal við, halda að M. E. sé gyðíngr
að trú; þessa ályktun hafa þeir dregið eins og
vorkun er, af öllum þeim gyðínglcga anda og blæ,
sem lýsir sér í ritlíngi hans yfir höfuð, og eink-
um afþeim stöðum, þarsem höfundrinn talarbeint
og blátt eins og gyðingr t. a. m. bls. 88., þarsem
hann neitar holdtekju guðs sonar, bls. 24., þarsem
hann segir, að »Iíristr liafi aldrei kent nýa trú«,
sömuleiðis þar sem hann neitar guðdómi Krists
og segir, að hann hafi ekki verið nema maðr, og
aldrei þótzt vera annað en sendiboði guðs og þjón,
og kallar það »afguðadýrkun« að tilbiðja Iírist, og
það sé að »dýrka skepnuna fram yfir skaparann«;
því hér talar höfundrinn eins og æðsti prestrinn
forðum, sem reif klæðí sín, og æpti: þegarKristr
játaði guðdóm sinn, »hann guðlastar«, og eins og
gyðíngar, sem ætluðu að grýta lausnarann, af þvf
þeir kölluðu það guðlöstunarorð, þegarhann sagði:
»eg og faðirinn erum eitt«. j>eir menn, sem ætla
að M. E. sé gyðíngr, hafa þá rétt að mæla að því
leyti, að allar hugmyndir hans uin guðlega veru
og allr lærdómr hans um Krist er í rót sinni gyð-
ínglegr; hann á í því sammerkt Gyðíngum, að
hann getr ekki hafið sig til æðri hugmyndar um
Messías, en að hann sé merkismaðr og mikill spá-
maðr útbúinn guðs anda. En allt að einu geta
menn þó ekki kallað M. E. gyðíng; því eins og
það hefir ekki heyrzt, að hann haíl enn þá tekið
gyðíngatrú, eins er mismunr sá milli M. E.
og Gyðínga, að játendr Mósestrúar neita því að
Jesús Kristr sé liinn fyrirheitni Messías, þeir neit.a
því að Messías sé kominn, en eiga hann stöðug-
lega í vændum, en M. E. neitar því hvergi í ritl-
íngi sínum, að Jesús sé hinn fyrirheitni Messías.
Aptr á mót er lærdómr M. E. um Krist sýnileg
mynd og upptekníng þeirrar villutrúar í Kristfræð-
inni, sem ýmsir gvðínglegir villutrúarmenn fluttu
í fornkirkjunni, t. a. m. hinir svonefndu Alogar,
scm neituðu guðdómi Iírists og eilífri tilveru »orðs-
ins« hjá guði, sömuleiðis Artemon, sem sagði,
eptir því sem kenníngu hans cr iýst, að Ivristr
hefði verið einúngis maðr (cpiAos avð'pwTro?); og
einkanlega sver lærdómr M. E. sig í ætt viðkenn-
íngu Ebionitanna, sem álitu eins og liann, að
Kristr hefði ekki flutt nýa trú, heldr væri kristin-
dómrinn að eins áframhald gyðíngatrúarinnar, og
settu því, samkvæmt gyðinglegum anda Krist í röð
með og jafnhliða Móses og öðrum spámönnum G.
T. Svo vegleg o.g há er sú ímyndun sem M. E.
gjörir sér og boðar mönnum um hann, sem öll
fyllíng guðdómsins býr í, endrlausnara heimsins
*■