Þjóðólfur - 13.01.1866, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.01.1866, Blaðsíða 4
Alþíngi 1843, þó að eigi kæmi það saman fyren 1845, þar með fékk hin íslenzka þjóð að eins ráðgjafaratkvæði í snmum málum; en standaþíngin í hinum ríkishlutunum höfðu þá eigi heldr öðru- vísi atkvæðisrétt; að þessu leyti var oss því veitt fulit jafnrétti við aðra samþegna vora í konúngs- veldinu og sérstök landsréttindi vor, þjóðerni vort og túnga voru þarmeð viðrkend. En einveldi Dana- konúnganna, er þókti hafa legið svo þúngt á öll- um þegnum þeirra, en þó á engum eins og áís- lendíngum, var lokið með lífdögum Iíristjáns kon- úngs VIII. 1848. Friðrekr konúngr sonr hans afsalaði sér það af fústim og frjálsum vilja, og veitti þegnum sínum í Danmörku lögfnllt atkvæði í öllum löggjafar- og fjárhagsmálum. Iíonúngr liét Íslendíngum samkynja stjórnarbót í allrahæsta bréfl sínu 23. Septbr. 1848, það er og verðr óefað. En hin nýa ráðgjafastjórn í Danmörku hraðaði sín ekki að fá þessu konúnglega fyrirheiti til vor Is- lendínga framgáng. Hún lét að vísu kaila saman þjóðfundinn þrem árum síðar, 1851, og lagðifyrir hann frumvarp til laga »um stöðu Islands í fyrir- komularji ríkisins, og um ríliisþíngsltosníngar á íslandi«; en frumvarp þetta bar með sér dauða- mörkin þegar í fæðíngunni og réði sjálfu sér aldr þóað það yrði jafnframt orsök til þess að erinds- reki stjórnarinnar á þjóðfundinum stytti honum aldr með því að hleypa upp fundinum áðren stjórnarmál þetta kæmi þar til umræðu. (Framh. síðar). ÍSLENZKAR BÆKUR dæmdar í dönskum blöðum. það er nýtt sem sjaldan skeðr, segir fornt máltak. það er nýtt, að sjá íslenzkar ritgjörðir og íslenzka rithöfunda nefnda í dönskum tímarit- um. En þetta er eðlilegt, því hafi Ciceró haft ástæðu til að segja, að móðurmál hans latínan, væri á hans dögum aðkrept og innan þröngra tak- marka (»latina suis fmibus, exiguis sane, conti- nenturv), hvað megum vér þá segja um vort móðurmál, íslenzkuna, þar senr henni er til sætis vísað hjá fámennri þjóð hér á eyiandi þessu úlí reginhafi, og lángt frá öllum þjóðbrautum mann- kynsins? það hafa líka lengst af verið þeir tím- arnir, að aðrar þjóðir hafa lítið sem ekkert þekt til íslenzkrar túngu, og Danir hafa ekki verið, hvað það snertir, fróðari en aðrir, þóað þeir hafi staðið oss næstir. {>ó má ekki gleyma því, að Easmus Easlc var danskr maðr; en það var eitt af hinum fögru æfiverkum þess mikla manns, að vekja at- hygli manna á fegurð hinnar íslenzku túngu, og á öllu því ágæti, sem finnst í hinum mörgu bók- um er forfeðr vorir rituðu. Síðan rekspölrinn komst á og farið var að gefa út fornsögur vorar, hefir lifnað talsvert yfir túngu vorri og bókmennt- um vorum. þó eru þær ekki nærri því svo kunn- ar í úllöndum sem vera mætti og vera skyldi, og sjaldan sem aldri ber það við, að menn sjái í dönskum timaritum eða dagblöðum getið íslenzkra bóka að fornu eða nýu, og þetta væri þó hægðar- leikr, að minnsta kosti fyrir landa vora í Iíaup- mannahöfn. þess vegna þókti oss það nýstárlegt, og ef til vill góðs viti, er oss fyrir skemstu barst frá Iíaupmannahöfn danskt tímarit, sem Iieitir: »Ugeblad for den danslce Folkelcirlce«, gefið út af Ilenrik Scharling, kand. theol., og vér lásum þar í ritgjörð, sem skýrir frá hugvekium Dr. Petrs Pelrssonar, bæði kvöldlestra hugvekjurn hans frá vetrnóttum til lángaföstu, útgefnum 1858, og föstu hugvekjum hans útgefnum 1859. Af því að í rit- gjörð þessari er lagðr einskonar dómr eða álit á þessar þjóðkunnu bækur, þá hefir oss komið til hugar, að lesendum þjóðólfs kynni þykja fróðlegt að heyra það, og höfum vér því snarað þíí á ís- lenzku, en það er, eins og gefr að skilja, ritað á dönsku, í N. 14. 31. Marz 1865 í sögðu tímariti. Eptir að höfundr ritgjörðarinnar er búinn að skýra frá titli bókanna á íslenzku og dönzku, og hvar þær fáist keyptar, segir hann : »það er gleðilegt til þess að víta, að nú á seinni árum hafa menn í Danmörku gefið meiri gaurn íslenzkri túngu og íslenzkum bókmentum heldren áðr var títt, og því er það ætlun mín, að lesendum þessa vikublaðs muni eigi ógeðfelt, að sjá fáort álit ábókumþeim, er nú voru nefndar. Ilugvekjusafn það, sem hér ræðir um, og sem ætlað er hverju heimili á ís- landi til kveldlestra eða húslestra, — því að slikt er gamall siður á vetrurn þar í landi — yfirgrípr 142 hugvekjur, og skiptist, eins og eðlilegt er, í tvo aðalkaíla, þannig, að hinn síðari kaflinn nær yfir föstuna; í þeim kafla eru 50 hugvekjur. Á undan hverri hugvekju er tilfærð ritníngargrein, sem þar er ítarlega gjörð að umtalsefni, en þó svo sé, er hægt að sjá, að gegnum allar hug- vekjurnar gengr eins og óslitinn þráðr, og með því móti bendir svo að segja hver blaðsíða í bók- inni mauni á það ætlunarverk eða það takmark, sem hinn háæruverðugi þöfundr hefir sett sér, án þess að hann segi það með berum orðum, nefnil. þetta: að innræta mönnum þessi þrjú höfuðatriði kristilegrar trúar, trú, von og kærleika, er sýni

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.