Þjóðólfur - 13.01.1866, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.01.1866, Blaðsíða 2
úngl. fjárhagsnefndar er sett var í Kaupmanna- höfn með allrahæstu erindisskrá frá 20. Sept. 1861 til þess að undirhúa fjárhagsaðskilnaðínn, en þau álitsskjöl voru einnig lögð öll fyrir þíngið, í s. parti Alþ.tíð. (1865) 26.—85. bls. þar að auki er ágrip það er lögstjórnin lét auglýsa á dönsku næstl. ár, af nefndargjörðunum og þessum álits- skjölum hennar, og af niðrstöðu þeirri sem fjár- stjórnin og lögstjórnin komust að um síðir, eptir milliskriptir miili þeirra um málið yíir höfuð, aug- lýst í þjóðólfi XVII. bls. 101 — 102 og 107—9. En öllu fremr má vísa til 8 ítarlegra og röksam- legra ritgjörða um mál þetta í Nýum Felagsritum er hafa verið skráðar síðan hin kgl. fjárhagsnefnd var sett 1861; í «Ný. Felr.« XXII. «Um fjár- hagsmáliðn, bls. 22—99; sbr. um stjórnarmál Islands, bls. 1—21; í sömu ritum XXIII: «Um stjórnarmál og fjárhagsmál íslands» bls. 1—73; og enn í XXIV. ári sömu ritanna: «Vegr íslend- ínga til sjálfsforrœðis*, bls. 1—26. Afdrif fjárhagsmálsins næstl. á Alþíngi eru nú einnig «komin fyrir Ijósan dag»; nefndarálit þíngs- ins, atkvæðaskráin í málinu og álitsskjalið til kon- úngs má lesa í síðari parti Alþ.tíð. 1865, bls. 417, 475 og bls. 500; mestallar umræðurnar eru og nýútgengnar í 5. hefti fyrra parts tíðindanna. Ur- slitin urðu þau, að margt má þar um segja, enda hefir þegar verið margt um þau sagt bæði í ræð- um og í dönskum blöðum. þarsem Alþíngi sjálft skiptist svona, einsog það skiptist að málalokum, í 2 alveg andstæða flokka, en þó sem næst jafna að atkvæðatölu, um það mál sem er og verðr að- almál þessa lands, er og verðr undirstaða og hyrníngarsteinninn undir þjóðfrelsi og sjálfsforræði vor Íslendínga hvort heldr þess verðr lengr eða skemr að bíða, þá þarf ekki lengra að fara um það, hve misskipt skoðun allra landsmanna hljóti að vera á málalokum þeim er urðu á Alþíngi 1865. En hvað sem menn segja að öðru leyti með og móti afdrifum málsins á þínginu, þá þorum vér að fullyrða, að fæstir landsmanna, hvort heidr ut- anþíngs eðr þíngmenn sjálfir munn liafa búiztvið þeim málalokunum sem urðu, fyren þau dundu svona yfir eins og þrumuveðr uppúr heiðríkju, í lok ályktarumræðu málsins á þíngfundinum 23. Ágústf. árs. Varla nokkursá er hafði iesið stjórn- arfrumvarpið, mun hafa gjört sérílund, að þíngið mundi aðiiyllast það óbreytt, og flestir munu hafa talið víst, að stúngið yrði upp á margvíslegum og verulegum breytíngum, en engi mun liafa leitt grun í það að frumvarpið yrði fellt í heilu líki eða að því yrði gjörsamlega hafnað, og það svona fororðs og skilyrðalaust, ein's og gjört var. En allra sízt mundi hafa verið búizt við þessu úrræð- inu af þeim þíngmannaflokknum sem jafnan hefir verið talinn hinn frjálslyndari flokkrinn bæði ut- anþíngs og á þíngi, og jafnan hefir haldið þv fram að sjálfsforræði landsins væri aðal undir- staðan og hyrníngarsteinninn undir þjóðfrelsi voru og öllum verulegum viðgángi og framförum lands vors. |>að mun því öllum þykja sjálfsagt og meir en mál til komið, að þjóðólfr gjöri mál þetta að umtalsefni; það er í alla staði röttlát krafa af hendi almenníngs til þessa blaðs að það leiði ekki slík stórmæli hjá sér og láti svo lýðinn vaða villu og svima um álit sitt. Aðalniðrstöðu álits vors á málinu geta að vísu allir leitt sér ígrun, því frumritstjóri þessablaðs, varð einn í þeirri sjömanna nefnd er Alþíngi setti í málið, og hafði orðið öll- um meðnefndarmönnum sinum samdóma um að kasta e k k i stjórnarfrumvarpinu heldr aðhyllast það með ákveðnum breytíngum, eins og nefndarálitið sýnir. þíngmaðr Vestr-Skaptfellínga þóktist því eigi mega né geta annað en halda eindregið frarcn þeirri niðrstöðu er hann eins og nefndin öll hafði komizt að eptir svo marga fundi um fullar 5 vik- ur er hún hafði málið til meðferðar; lenli hann svo, þegar til atkvæðagreiðslunnar kom á þíngi, í minnahlútanum, og öndverðr við þann flokkinn þíngmanna er Jón Guðmundsson hefir þó jafnan látið hallazt að í skoðunum sínum, tillögum og atkvæðum, hvenær sem um hin verulegri og yfir- gripsmeiri landsrrál vor hefir verið að skipta. Vér finnum því að vísu næsta vel, hvern vanda vér færumst í fáng, að ætla oss að rita svo ljóst og sannfærandi og hlutdrægnislaust um málalok þau sem hér urðu nú á þíngi, eins og vera ber. En þessar athugasemdir vorar koma einnig fyrir Ijósan dag, eins og umræður og ástæður meira hlutans eru þegar komnar víðsvegar í Alþíngis- tíðindunum. Vér vildum, og það vonum vér að oss takizt, að þetta yfirlit vort gæti orðið til saman- burðar við umræðurnar um málið á Alþíngi og til þess að skýra nokkuð gjörr bæði ástæður meira hlutans er réðu þeim úrslitum sem uppáurðu: að fella stjórnarfrumvarpið í heild sinni, og í annan stað skoðun minna hlutans eðr þíngnefndarinnar er fór í gagnstæða steínu, þarsem sá flokkrinn vildi gjöra frumvarpið að lögum með breytíngum. Sakir allra tildraga málsins, efnis þess og stefnu höfum, vér afráðið að skipta þessu yfirlili voru niðr í 8 aðal kafla: 1. Undirbúníngr og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.