Þjóðólfur - 19.03.1866, Page 3
— 79
gjöri ísland og Íslendínga á 18. og 19. öld að
umtalsefni, ætli hún verði þá samdóma skáldinu
Bjarna Thorarensen um það, er hann segir í
kvæðisbroti sínu eptir Magnús Stephensen í Yiðey?
„Neita iná sízt
Nítjándu aldar a!b víst
Átjánda oldin er múí)ir“.
Saga vor mun trautt staðfesta þenna dóm eða
hugsun skáldsins, þóað hún se fögr, því það er
eins og Thiers segir1, «sagan segir ékki: eg er
ndiktr, hún segir: eg er sanrdeikr«.
það er sjálfsagt nógu snemt að kveða upp ó-
yggjandi sögudóm yfir 18. öldina eðr ísland og
Islendínga á næstl. öld, og of snemt að vísu að
fara nú þegar að gjöra sögunni upp orðin um 19.
öldina á íslandi, þarsem þriðjúngr hennar liggr
enn fyrir frainan oss og er hulinn skýlu ókomins
' tíma, en samt sem áðr mun það eigi dyljast, að
allr sögulegr ferill. og öll stefna beggja aldanna
fer sitt í hverja áttina aö öllu þvi, er ýmist land-
stjórnendum eða landsbúuin er sjálfrátt. En þetta
.er aðal-verkefni og umtalsefni sögunnar í hverju
landi og hjá hverri þjóð sem er: J>að sem ein-
valdsstjórnin skipar og gjörir, eðr landslýðrinn sjálfr
og þjóðmæríngar hans áfortna, afráða og látafram-
gengt verða, livort heldr það vcrðr landi og lýð
til hnignunár og falls eðr til viðreisnar og fram-
fara. Hitt, sem öld af öld hefir skipt mestu á voru
landi íslandi: allskonar óáran leiðandi af eldgos-
um, hafísum, vetrar- og vorhörkum, gróðrleysi,
grasleysi, nýtíngarleysi og fiskileysi, J>að er allt
umtalsefni dagblaðanna og annálanna en ekki sög-
unnar, nema hvað hin sérstaklegu eptirköst af
slíku ofurefli höfuðskepnanna geta einatt orðið
undanfari eðr tilefni og hvöt til sögulegra fyrir-
tækja og viðburða af hendi sljórnenda og annara
ylirburðamanna í landinu. J>essvegna mun sú
raunin á verða, að saga 18. aldarinnar á lslaudi
verði lítið annað en annáll eðr registr yfir þá hina
inörgu og stórkostlegu náttúru viðburði, umbrot og
umrót höfuðskepnanna, er gjörðu sitt til og stór-
mikið til að bersneyða landsfólkið enn rneir, svo
margrúið og útsogið sem það var orðið af ver/,1-
unareinokuninni urn 2 hinar næstliðnu aldir, og
að fækka landsbúum jafnframt um fullan fimtúng
frá því sem hér var i landi frameptir 18. öldinni2.
Eldgos þau og önnur óáran, er hér gengu yfir
1) I inngánginum eír formálantim fyrir sógu hans um
konsúladæmit) og keisaradæmi?) ( Frakklandi.
2) Mannfjöldinn á 18. tdditini vart) mestr 49,86á (ár
1778), eu lirapa%i svo á hinum næstu 8 árum, at) ári?) 1786
'oru hér at) eius 38,363 manns í landiriu Landshagsskýrsl. 1.391.
land á 18. öldinni, einkum frá 1755—1783, en
þó mest Skaptáreldrinn 1783, og hans afleiðíngar,
gjörðu að vísu sitt til að vinna að landsbúum er
eptir slórðu, að gjöra þá alveg ósjálfbjarga, og að
draga úr þeim alla dáð ogviðleitni, hafi húnverið
orðin nokkur, til að bjarga sjálfum sér, og vann
að því að niðr drepa alla þjóðarmeðvitund ogsjálf-
ræðishugsun og allan áhuga á því að vona við-
reisnar sinnar auk heldr að leita hennar. Og það
er eigi annað sýnna, en að flestir hinna helztu
Islendínga, er voru hér uppi síðasta þriðjúng 18.
aldarinnar, hafi sjálfir talið víst og einnig talið
stjórninni trú um, að íslendingum væri engi við
reisnar von þaðan í frá; það var farið að ráðgjöra,
að flytja þessar húngrsleifar landsfólksins héðan
suðr á Jótlandsheiðar og leggja svo eyland þetta
í auðn og kaldakol. Helztu og inikilvægustu al-
þjóðlegu stofnunum, er land vort átti frá hinni
frægu og göfuglyndu fornöld vorri, — þær er höfðu
veriö fótrinn undir þjóðerni voru og þjóð um marg-
ar aldir, — þeim þótti eigi viðbjargandi heldren
landsfólkinu sjálfu; 18. öldin eyðilagði báða bisk-
upsstóla landsins og allar þær eignir og báðaskól-
ana, og rak svo á endahnútinn með því að steypa
og niðr brjóta Alþíngi Islendínga og afmá það
ineð öllu.
Svona færði 18. öldin Íslendínga á alla vegu
fram á barm ginnúngagapsins, er svelgir í sig
þjóðirnar og lætr þær hverfa úr tölu hinna lifandi,
og þarna skildi hún viö þá svona á sig komna;
það málti segja, að varla munaðí hársbreidd, að
Islendíngar væri alveg horfnir úr tölu þjóðanna.
J>egar litið er á þenna viðskilnað og þessi
vegsummerki 18. aldarinnar, þá getr vart neinn
samsint það með skáldinu, að átjánda öldin sé
»móðir 19. aldarinnar® hér á landi, viðskilnaðr
hennar við ísland var helzt til stjúpmóðurlegr til
þess.
Og hvað sem verðr sagt um 19. öldina og
livernig sem saga iands vors ber henni vitni, þeg-
ar fram líða stundir, þá verðr aldrei sagt að hún
liafi svarið sig verulega í ætt við 18. öldina eða
borið »móður svip« hennar til sýnis og sanninda-
merkis. 18. öldin var öld foreyðslu og niðrdreps
ú landi hér, og lok liennar eðr aldamótin sá á-
fángaslaðr Íslendínga, að ekki var nema um tvent
að tefia að láta þar fyrirberast og leggja árar í
bát með öllu, eða »að leggja upp aptr uppá líf
eðr hel«. 19. öldin er vitjunartimi Islendínga,
tími sein hefir markað sér augsýnilegan feril við-
leitni og viðburða til þcss að endrvekja þjóðina