Þjóðólfur - 19.03.1866, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.03.1866, Blaðsíða 4
80 — til þess að viðrétta og við reisa, og til þess að bæta úr því sem 18. öldinni vannst að spilla, og engi getr sagt að ekki sé víða og í mörgu orðinn sýnilegr vísir sá til viðréttíngar og endrreisnar þessa lands sem 19. öldin ein hefir niðrsáð. Alda- mót, 18. og 19. aldarinnar eru og verða hin merki- legustu aldamótseinnitímanna, sem yfir Island hafa komið, það mun saga vor aldrei bera til baka. Allir hlutir undir himninum hafa sína stund og sinn stað, og hver öldin hefir í fari sínu, hjá hverri þjóð sem er sína viðburði, sína stjórnendr og sína menn. þetta hvað með öðru er það sem ýmist styðr að því, að alltstandi ístað í landinu, og haldist á aptrfarar- og hnignunar rekspölnum, eðr aptrímóti að því, að þjóðin vakni við og taki nýa stefnu til viðreisnar og framfara. En það skeðr ekki nema guð veki upp hjá lýðnum einhvern þann ágætismann og yfirburða mann, sein hafi þrek og áræði til að afneita og sjá á bak öllum hagsmun- um og liinum glæsilegu og góðu dögurn embættis og metorðavegsins, en hafi óbilánlegan vilja til að leggja sig allan fram fyrir fóstrjörð sína og þjóð, leggja í sölurnar alla tímanlega hagsmuni og hags- munavon, ef þvíerað skipta til þess að lialda uppi rétlindum þjóðar sinnar, en vekja hana sjálfa til viðrkenníngu um tilveru sína og þjóðerni, og til viðreisnar og sjálfsforræðis. Svo sannarlega sem þelta 33 ára miðbik 19. aldarinnar, sem nú er liðið, ber augljós merki um endrvöknun vora, um það, að hér sé farin að ryðja sér veg viðreisnar- og framfara stefna, og svo sannarlega sem saga vor verðr að viðrkenna þetta og getr cigi látið þess ógolið, svo sannarlega mun og sagan tengja við hvern þann viðburð nafn liins eina mikilmennis 19. aldarinnar meðal Íslendínga, nafn hins eina mannsins, er hefirverið og er enn aðalsálin í þeirn framfara viðburðum, sem nokkuð kveðr að, verið þar forvígismaðr og leiðarstjarna, landa sinna hvort sem heldr lá fyrir að leggja niðr óyggjandi undirstöðti og stefnu viðburðanna, eðr að ryðja allri fyrirstöðu úr leið, og fá þeim svo fasta braut og greiðan veg, eða að hvetja, leiðbeina, leiða og styðja Islendínga til þess að halda saman og brjótast áfram liinn rudda feril og fá svo viðburðunum fullan framgáng og festu bverjum fyrir sig. Jjegar slepi er hinum ágæla konúngi Iíristjáni 8., verðr það þá eignað eðr þakkað nokkrum manni þessarar aldar, að Alþíngi Íslendínga var stofnað, öðrum en þessum eina fofvígismanni Íslendínga á 19. öldinni? gctrþað átt heima við nokkurn ann- an Íslendíng þessarar aldar,sem sagt hefir verið opinberlega um þenna eina og sama ágætismann: »haun hefir«, — í þessi 20 ár sem Alþíngi heíir staðið, — »leitt það í barndórni þess, treyst það og stefnt því á réttan veg«? Verða nokkrum manni öðrum tileinkuð hin greiðu og ómetanlegu afdrif verzlunarfrelsisins á íslandi, eðafesta sú, samheldi og fylgi, er þjóðfulltrúarnir í því máli gættu á Alþíngi 1849 og á þjóðfundinum 1851, gegn þessari ofreflis mótspyrnu embættismanna vorra (hinna konúng- kjörnu) og kaupmanna? Ilver hefir annar en þessi eini Íslendíngr 19. aldarinnar, haldið uppi þjóð- erni voru, þjóðrétti og landsrétti á móti villulær- dómum J. E. Larsens og annara stjórnarmanna, niðrbrotið þær kenníngar, og knúð svo ríkisstjórn- ina til að viðrkenna náttúrlegan rétt vorn til sjálfs- forræðis, viðrkenna, að einvaldsstjórnendr næstlið- inna alda í Ðanmörku liafi freklega misboðið þeim rétti vorum og öðrum þjóðréttindum, og nú um síðir að gjöra íslendingum kost á að taka við fjár- forráðum sínum og sjálfsforræði að öðru ? Og ef að bér hafa komið fram á meðal vor nokkrir þeir menn, og það máske fleiri en við varð búizt, þótt fáir sé, er hafa tjáð sig fúsa og eigi verið óhæf- ir til að styðja að því, sem hér var verið að reisa, hverjum er það þá öðrum að þakka heldren hin- um sama yfirburðarmanni aldarinnar? J»ví liann hefir eigi að eins vakið upp úr »doðadúrnum dróttina orku vana«, lieldr hefir honum einnig fylgt það,'sem öllum yfirburðamönnum hefir fylgt og mun fylgja: að þeim tekst að vekja upp og draga fram ýmsa góða krapta til fylgis sér og hin- um góða málstað fóstrjarðarinnar, þá, er mundi hafa að litlu gætt eðr að alls engn, ef að ekki nyti að slíkra manna. það er margt mannsefnið enda í hverju sem er, sem aldrei fær neina hvöt eðr kost á að sýna sig, margt gott sjómannsefnið, sem aldrei þykir takandi á flot, af því hann átti aldrei kost á skiprúmi eða að læra sjó hjá að- kvæða formanni, en hjá aðkvæðaformanninum getr líka hver meðalmaðrinn og enda liðleskjan orðið að liðsmanni, enda þótt bezta hásetaefnið hans geti aldrei náð þángað tánum sem yfirburðaformaðrinn hefir hælana. þóað t. d. undiryfirstjórn Gúslav Adolpli og Na- poleon miklakæmi upp ótal afbragðs liershöfðíngjar, þávarðsamt engi þeirra hálft ígildi Gustavs Adolphs eðr Napoleons. J>ví það er og verðr sá munrinn á afbragðs þjóðmæríngmun og þeim, er mannast undir merkjum hans og handarjaðri, eins og er á króneikinni í frumskógunum og 'smákvistum þeim,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.