Þjóðólfur - 02.08.1866, Page 4

Þjóðólfur - 02.08.1866, Page 4
— 144 aðgáng með her manns af hendi sanibandsins, og færa þeim svo heim sanninn. 14. Júní var það ráðið (með 9 atkv. móti 6), að sambandsríkin skyldi gjöra út hvert sinn her á hendr Prússum og þröngva þeim svo til þess að láta niðr falla ójöfnuð allan. Prússar höfðu þau ein svör, að þeir lýstú yfir því, að þeir segði sig samstundis úr lögum við hin sambandsríkin. Daginn eplir gerðu þeir orð nágrönnum sínum í konúngsríkinu Sachsen og Hannover, báðu þá gjöra annaðhvort að segja sig úr lögum við Austrríki og Suðrríkin, er þeir höfðu fylgt í atkvæðagreiðslunni á Frankfurt- arfundinum, eða sæta þeim kostum, að Prússar færi með her manns á hendrþeim, og tæki lönd- in. Iíannovers og Sachsakonúngar voru einráðnir í að fylgja Austrríki, en samdægris veðr her Prússa tveim megin inn í Hannover, og keinr sér svo vel við að her Hannovers manna er kvíaðr. Lætr her sá sér samt hvergi annt fyrst um sinn; treystir því að her sambandsmanna að sunnan muni koma til hjálpar við sig, en vill eigi hætta sér illa við móti Prússum, þótt þeir væri þar liðfáir, því fyrst var her þeirra eigi margmennr þar, og fækkaði liðið smásaman, er þeir urðu víða að leggja lið í setu í borgir, er þeir tóku. IHargt varð kýmilegt áþessari fyrstu lierferð, meðal annars það, hvern- ig Prússar náðu Staðe. J>ar komu þeir um nótt, og vildu hafa inngöngu, en borgarhlið var lokað, og engi vildi ljúka upp, en ekki var þeim mein gert; þá kemr að sjómaðr og heldr hægt sé að Ijúka upp hurðarskömminni; fær sér meitil og mölvar upp lásinn. Síðan fara Prússar inn, og verðr ekki af vörn, þó voru sveitir nokkrar af her Hannoversmanna í borginni, og gáfust þær upp; ógrynni varþar af nýum og góðum herbúnaði, og köstuðu Prússar eign sinni á. Næsta hálfa mán- uðinn gekk nú eigi á öðru en eltíngum milli Prússa og hers Hannoversmanna, sem leitaðist við að komast undan til þess að sameinast viðherBayara og hinna suðrþýzku ríkjanna, en það auðnaðist eigi, heldr urðu þeir að gefast upp á vald Prússa eptir allmannskæða orustu við Langasalza. Meðan þessu hafði farið fram hið vestra höfðu önnur tíðindi miklu meiri gerzt annarstaðar. Jafn- skjótt og það var ráðið, að fullr fjandskapr mundi verða milli Prússa og Austrríkis, kynntist það og að samníngr var á milli Prússa og ítala, og hétu þeir því þar að skiljast eigi við, fyr en báðirhefði þann frið, er þeim væri viðunanda. 18.júnísögðu Austrríkismenn Prússum stríð á hendr fyrir yfir- gáng þeirra, er þeir höfðu þá vaðið upp á Ilann- over og Sachen, því inn í Sachsen höfðu Prússar og farið, og vaðið yfir allt landið, og lagt setulið í borgir, en engi var vörn fyrir, því Saxakonúngr og her hans var kominn suðr til liðs Austrríkis- manna, er lá í Böhmen undir forustu Benedeks, er þá var mjög víðfrægur fyrir hreysti og harðfengi sem mátti, og bjuggust mepn við, að hann mundi verða Prússum háskagestr, því þá bollalögðu allir Austríkisvinir svo, að hann væri einráðinn í því, að fara inn í Slesiu, og beinuslu leið til Berlínar og mundu Austrríkismenn þá sldpa slíka kosti, er þeim þætti bezt henta. Nú fór nokkuð öðruvfsi. Er Prússar höfðu lagt undir sig Sachsen, fóru þeir með her sinn suðr úr landinu, suðr um Risen- gebirge (llisafjöll) undir forustu prinz Friðriks Karls (þess er fyrir Prússum var síðast móti Dön- um). Urðu þegar á vegi þeirra sveitir af Austr- ríkismönuum, og sló víða í smábardaga, og lykt- aði öllum á einn veg, að Austrríkismenn vörðust um stund hrausllega, en urðu að hörfa jafnan áðr lauk, er liðsmunr var; því harðari urðu þessar hríðir, sem lengra dró suðr eptir, og harðastar dagana 28. og 29. júní, þá átti að ineina þeim prinz Friðrik Karli og hans her, að sameina lið sitt við her þann, er kom að norðan og austan úr Slesíu, undir forustu krónprinzins Prússneska; hafði hann 26. júní farið inn í Böhmen og einn- ig átt í mörgum smábardögum, og borið jafnan hærra hlut, en Austríkismenn flúið, svo að 28. var hann búinn að handtaka 15 þúsundir af þeim, og þeir auk þesslátið æði-mikið af kanónum og gunn- fánum. Af þessum fyrstu orustum kvað mest að orustunum við Munchengrátz ogZicin; þar höfðu Prússar góðan sigr, og eptir þær var auðráðið, að enginn mátti aplra báðum megin flokkum hers þeirra, að ná saman, og það vanst þeim þegar og þar sem bezt gegndi. 2. Júlí var eigi nema ein míla á milli prinz Friðriks Karls og krónprinzins, voru þeir þá komnir svo langt suðr í Böhmen, að þeir voru beint austr af Prag; meginher Austrríkismanna, austr og suðrafþeim við borgina Königsgrátz. lléð prinz Friðrik Karl það af, að leggja þar að óvina- hernum; þólthann stæði vel aðvígi; byrjaði hann stundu eptir miðjan morgun 8. júlí að sækja fram en seint sóttist, því Austrríkismenn höfðu búizt vel fyrir, og voru hinir ákomuverztu; þó varð Prússum eptir 5 stunda bardaga nokkuð ágengt, svo að nokkuð svignaði fyrir mið-herinn Austr- ríkismanna, og svo stóð um stund að eigi mátti á milli sjá; en þá stundu fyrir nón fór aðhallaheldr á Prússa, og var þá svo um stund að Auslrríkis-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.