Þjóðólfur - 06.09.1866, Blaðsíða 3
159 —
með friðmim gengr blessun drottins eins og sær
á land. Sumar og uppskera er í góðu lagi. Allar
þjóðir undir sólunni, sem nokknð eru að marki,
ieita sér auðs og blessunar undir hæfdegu sjálfs-
forræði og finna auð og farsæld, þar sem úðr var
örbyrgð og vanblessan; þessi brunur er oss ís-
lendíngum enn byrgðr. Til alls verðr að leita
leyfis yfir 300 mílna reginhaf, hvort sem er að
byggja fjós yfir kú á kóngskoti, kristna ómálga-
fátækling, byggja hús í kaupstað yfir gesti og
gángandi, og hver megi gefa þeirn að éta. Allt
í sama stjórnaranda, sem þessa daga hefir hrunið
um koll. I útlöndum bera allir menn góðan hug
til Islands, og okkar ágæta móðurmáls, og allir
sem á Islandi hafa verið, hafa gott eitt þaðan að
segja og unna okkr alls hins bezta; öllum er
þægð í að okkr sé sem mestr sómi sýndr og
þurfum við því ekki að Idaupa í felur fyrir þá
skuld. Eg skal síðan skrifa héðan betr.
(Aðsent frá Englandi).
í blaðinu «the Leeds Mercury» 21. Ág. stendr
grein um rafsegulþræði yfir Atlantshaf, tekin eptir
blaðinu <>the Engineer», og er aðalinntak hennar
á þessa leið:
Nú er þá loks búið að sameina Vestrheim
og England með rafsegulþræði yfir Atlantshaf.
|>að má svo að orði kveða að undir þessum þræði.
sö komin forlög allra meginhafsþráða, því að svo
getr farið, að eitthvert atvik slíti þráð þenna á
hinu næsta missiri, svo að hann láti eigi framar
til sín heyra, en það mundi hnekkja svo mjög
þeirri nauðsyn og laungun, sem menn finna að
ber til að sameina Vestrheim og England rneð
rafsegulþræði, að vera má, að rrienn hætti öllum
tilraunum með hann um hálfa öld. En geti þráðr
þessi haldizt óskemdr í eitt ár, þá hefir hann
meira en horgar kostnaðinn, og þá mun það þykja
fullreynt, að leggja megi rafsegulþráð um Atlants-
haf. En þegár það álitið er komið á, að þessi
leið sé fulltrygg, þá flýtr það af sjálfu sér, að
margir munu verða til að keppa við þenna þráð,
sem þegar er lagðr. þ>að er nú þegar búið að
fá nóg fé til að leggja þráð yfir Síberíu til norðr-
hluta Vestrheims. Rússar eru búnir með sinn
hluta og IJandaríkin hafa haldið áfram sínum hluta
af alefli árið sem leið; og má fullyrða, að sú leið
verði fullbúin að 3 árum liðnum. I>ráðrinn yfir
suðrlduta Atlantshafs virðist að liggja í dái, sem
stendr. En aptr á móti er nýlt félag risið upp,
sem ætiar sér að leggja þráð eptír norðrleiðinni,
og hefir áhugi þess á þessu fyrirtæki fremr eflzt
en rírnað við þróðinn, sem þegar er lagðr. |>að
er að vísu satt, að nyrðri leiðin er lengri, en hún
hefir þá miklu kosti framyfir hina syðri, að þræð-
irnir geta þar verið miklu styttri á milli stöðvanna,
svo fréttasendíngin bæði yrði fljótlegri og vissari
eptir þessum þræði en hinum, og þótt einhver
partr af þræðinum slitnaði, þá yrði ekki svo kostn-
aðarsamt að gjöra við hann; það þyrfti heldr ekki
að hefta alveg fréttaburðinn, því að þá mætti flytja
fréttirnar á gufuskipum yfir millibilið á þræðinum.
Enn fremr hefir félagið í hyggju að hafa 2 þræð-
ina, svo að minni hætta sé fyrir, að fréttasend-
íngin teppist, (því ef hann bregst, þá eigið þér að-
gánginumo.s.frv.). Framkvæmdamenn félagsinshafa
gengizt undir að leggja þráð þenna fyrir£ 1,872,000,
(nál. 16,800,000 rd. danskir); en lengdin á þræð-
inum öllum verðr l,6801/2 danskar mílur; og er
lengdin svona mikil, af því að þræðirrir eiga að
verða 2 yfir höfin. Hvað ísland snertir, þá eru
engir þeir erfiðleikar þar, er menn þurfa að ótt
ast, því að hafnirnar á Berufirði og Reykjavík eru
lagðar að eins fáa manuði af árinu eins og við
Newfoundland (— þeir eru ekki margir, að minsta
kosti ekki í Reykjavík). En það er einmitt við Vestr-
heimsstrendr og Grænlandsstrendr, að erfiðleik-
arnir eru mestir, þar sem hafísinn getr skemt
þráðinn, en það er þá ekki á meira dýpi en svo,
að hægt er að bæta það aptr, enda má og hafa
þráðinn lángtraustastan um það svæði.
Svo er tilætlað, að þráðrinn gángi frá Thurso
á Skotlandi og til Færeya og þaðan nptr til Beru-
fjarðar og svo leiðina sem Shaffner fór um árið
til Reykjavíkr; það er álitið óráðlegt að leggja
nokkuð af þræðinum yfir land á Grænlandi, heldr
láta hann að eins koma þar á land og svo sjóveg
aptr til Ameríkustranda. Til allrar hamingju er
svo mikið dýpi á þessari leið, að þræðinum getr
engi hætta verið búin af hafísnum, en það er ekki
fyr en rétt við strendrnar, að hafisinn getr náð
til hans.
— í Newyork í Vestrheimi hafa á hinum síð-
ustu 25 árum verið stofnuð 500 dagblöð, en að
eins 5 þeirra eru nú lifandi.
— Á Napóleons hátíðinni var mikið um dýrðir
í París; en sú dýrð varð sumum næsta dýrkeypt,
því að troðningr varð svo mikill, að 15 dóu, en
150 meiddust. |>ví var kent um, að vasaþjófar
hefði æpt upp. «Varið þið ykkr», án þess neitt
væri að varast. Við það þyrptist fólkið saman í