Þjóðólfur - 06.09.1866, Blaðsíða 2
— 158 —
ýmsum hinum eldri tilskipunum frá 17. og 18.
öld, heldr einnig öll þau hin nýrri almennu hegn-
íngalög, er út gengu árin 1840—1841, t. d tilsk.
11. Apr. 1840, eins og luin er sig til, 15. Apr.
1840 (um meinsæri o. fl.), 26. Marz 1841, (um
húsbruna, eðr íkveikju af áselníngi o. fl.)
— Með tilliti til þess, að í tilskip. frá 15. Des.
f. á., sem nakvæmar ákveðr ýmislegt viðvíkjandi
prestaköllunum á Islandi, erboðið, að brauðamatið
frá 1858, sem nú er staðfest af konúngi, skuli
endrskoðast á hverjum 15 ára fresti, heíir stjórn-
arherra kirkju- og kenslumálanna falið stiptsyfir-
völdunum á hendr að gjöra nauðsynlegar ráðstaf-
anir til þess að endrskoðun brauðamatsins geti
fram farið fyrir árslok 1868. Stiptsyfirvöldin hafa
nú sent öllum próföstum skýrsluform líkt hinu
eldra, sem prestar eiga að hafafyrir sér, og semja
skýrslur um tekjur brauða sinna eptir; en skýrsl-
urnar eiga að vera tilbúnar i næstkomandi far-
dögum og sendast héraðspróföstunum, er aptr
senda þær stiptsyfirvöldunum með áliti sínu og
athugasemdum. Próföstunum er falið áhendr, að
leiðbeina prestunum í þessu efni og hafa sérlegt
eptirlit með því, að þau prestsetr, sem eru góðar
bújarðir, eða hafa einhver sérleg hlunnnindi, sé
tilhlýðilega hátt mctin, og einnig ciga þeir með
ráði kunnugra manna að semja skýrslur um þau
prestaköll þar sem sóknarprest vantar.
— Út af bréfi forseta deildar hins íslenzka bók-
mentafélags í Kaupmannahöfn, dags. 14. Júlí næstl.
hefir bisknpinp skrifað próföstum umburðarbréf og
beðið þá að gángast fyrir þvf, hvern í sínu pró-
fastsdæmi fyrir milligaungu prestanna, að sem
flestirgángi f félagið og leitt orð að því, hve mjög
það hlýtr að efla bókmentir vorar og sóma lands-
ins, að félaginu geti aukizt kraptar, og að það
verði svo fjölskipað, sem mögulegt er.
Yér viljum mikillega vekja athygli allra landa
vorra að þessum fyrirmælum vors nýa heiðraða
biskups, sem er sjálfr forseti bókmentafélagsdeild-
arinnar á íslandi; og vonum vér, að engi lands-
manna missi sjónar á þeim viðgángi, þýðíngu og
áliti meðal útlendra þjóða, sem bókmentafélag vort
hefir áunnið einkanlega á hinum sfðustu 15árum,
og hvern sóma og gagn það vinnr landi þessu,
og það því fremr, sem það fremr efiizt og lands-
menn leggja sjálfir hug á það og hlynna að því
alment með því að stuðla að’’því, að felagsmenn
fjölgi eptir því sem framast getr orðið.
— Ágrip af útlendum fretlum, dags. Oxforð 24.
Júlí p. á.
Eg hef því einu við að bæta, sem eru góðár
fréttir, að eg get lokið með friðarsögu því sem
eg skrifaði síðast.
I morgun stendr f blöðunum, að 5 daga
vopnahlé hefir verið samið, sem er sama og fullr
friðr, þvf Austrríki hefir gengið að aðalskilmálum
Prússa fyrir meðalgöngu Napoleons, sem hefir
gjört þá kosti að sínum tillögum. En skilmálarnir
eru þessir:
Austrríki gengr út úr hinu þýzka sambandi,
en heldr öllum löndum sínum nema Venedig,
sem Italía fær. Hið forna bandaþfng er dautt og
rofið. En Preussen stofnar nýtt samband um
Norðrþýzkaland, sem Austrríki er útilokað frá.
Preussen hefir allt hervald og sendiboðsvald í
þessu sambandi. Suðrþýzkalandi stendr frjálst
fyrir að stofna samband sér. I’reussen tekr Elf-
arhertogadæmin fyrir utan hinn danska hluta Slés-
víkr, sem ætlað er til að skila Danmörku aptr.
þaraðauki bætir Preussen við sig hérum 3 millí-
ónum þegna til að fá lönd sín í sambeldi. Auslr-
ríki afsalar sér sinn hluta hertógadæmanna.
}>annig fær þá Italía sitt og Danmörk sitt, og
Preussen (ein í raun réttri) allt Norðrþýzkaland,
svo þar verðr stofnað protestantiskt slórvcldi í
stað hins pápiska Austrríkis. Einíngu þýzkalands
er að líkum borgið. En allt það bíðr þó úrslita
hins þýzka allsherjarþíngs, sem kvatt verðr í
sumar.
Landafræði þýzkalands verðr því auðveldari
héðan frá, sem verið hefir grýla allra skólapilta
nú um margar aldir.
Um stríðið er fátt að segja. Sjóorusta varð
milli Itala og Austrríkis fyrir þrern dögum og biðu
ítalir ósigr. }>eir hafa ekki verið sigrsælir í þessu
stríði.
Great Eástern er nú á ferðinni að leggja ný-
an þráð. í gær fréttist að enn gekk allt vel, og
lagðar voru um 1,300 mílur. Gefi guð gott veðr
3—4 daga til, er vonandi að allt gángi vel.
Hér hafa orðið ráðgjafaskipti, og komið nýtt
Toryministerium; »Reformbill«*, fór á höfuðið. 1
gærkveldi urðu nokkur uppþot í Lundúnum af
borgarskríl þar. ^ Kólera er víða að slínga sér
niðr í Liverpool, og nú í London; vonandi þó að
lienni verði afstýrt frá að gjöra mikinn usla. Ilér
hefir í vor og sumar verið penínga »krisis» (far-
aldr) og mörg stór bánkahús farið á höfuðið. En
1) Frumvarp um frjálslugri stjórnarbót,