Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 3
3 fé, svo framarlega sem Álptaneshreppr gjörði slíkt hið sama, og hefði hann umboð sveitúnga sinna til að lýsa því yfir hér á fundinum. Sveinbjörn Olnfsson sagðist gjöra þá athuga- semd eða viðauka við fyrri framburð sinn, að Rosmhvalaneshreppr bindr fjárlógun hjá sér við niðrskurð í nærsveitunum, svo töluvert svæði yrði hreinsað; hann kvaðst seinna nákvæmar mundu tiltaka þau takmörk fyrir fjárlóguninni, sem hon- um og sveitúngum hans þættu nauðsynleg, ef fundarmenn æskti þess. Sira Stefán Thorarensen sagði, að Vatnsleysu- strandarhreppr gæti ekki skorið niðr nema því að eins að skorið væri niðr að minsta kosti allt inn að Ilafnarfirði; þar beitarlönd nefnds hrepps og Álptaneshrepps lægi saman, og féð úr báðum hreppunum væri hvað innan um annað. Guðmundr Símonsson sagði, að Álptnesíngar hefði engan fund haft með sér í haust; og kvaðst hann ekkert umboð hafa til þess að tala i þeirra nafni eða skuldbinda þá hér á fundinum; fyrir sitt leyti vildi hann niðrskurð. Kristinn Magnússon kvaðst að vísu ekki með i vissu geta sagt, hvert álit Seltjarnarneshreppr nú i hefði á þessu máli; en hann sagði, að þcir á 1 fundi í vor hefði því að eins viljað lóga fé sínu, ef skorið yrði niðr allt upp að Esju og suðrúr og austr að Ölfusá; og þessu mundu þeir án efa fara fram enn. Jón Árnason sagði að Ölfusíngar vildu lóga fé sínu, ef skorið væri niðr á fíjalarnesi svo sem þörf væri á, og svo meðfram Soginu (og öllum sveitum þar í mi Hi (?))• Sira Stefán Thorarensen áleit engan skaða við það að skera fé sitt niðr, en kostnaðrinn við að halda fram lækníngum yrði óbærilegr; hann kvaðst því skera þótt enginn annar skæri. Epáir að Porláltr Guðmundsson hafði farið nokkrum orðum um að þeir fu'ngvellingar hefðu lítið notið verndar af kláðalögunum og að þeir þess vegna gæti ekki sagt að þeir hefðu lifað undir þeim enn þá, gjörði. Sira Stefán Thorarensen þá fyrirspurn til nefndarinnar, hvort ekki yrði séð um, að vörðr yrði settr í kríngum hverja þá sveit, sem ekki kynni að fást til að lóga fé sinu, upp á hennar „ kostnað, til þess að vernda þær sveitirnar, sem skæru niðr fé sitt. Árni Tliorsteinsson athugaði að í kláðalögun- Uro lægi engi heimild til niðrskurðar en að ekk- t‘rt væri á móti því að menn reyndi til að útrýma fjárkláðanum með félagsskap og samtökum til að lóga fénu, þeir sem þannig yrðu sauðlausir hlyti að njóta allraverndar sem lögin heimila kláðalaus- um héröðum. þegar spurt væri hver þessi vernd væri þá væri það sú sem lægi í lögunum nl. strangr aðskilnaðr sem þeir er sýkina hefðu hjá sér, yrði að kosta. f>essi aðskilnaðr yrði strángr og kostbær, hann gæti eptir lögunum orðið svo að kláðasjúkt fé enda yrði sett í varðhald, fóðrað og læknað á eigandans kostnað. Ef menn ekki vildi hlýða lögunum og framkvæma þau, gæti hæg- lega rekið að því, að löggjafmn með nýum lög- um tæki réttinn til að eiga fé frá þeim, sem halda kláðanum í fé sínu ár eptir ár. Eptir að fundarstjóri hafði skorað á fundar- manninn úr Mosfellssveit að skýra frá áliti og fyrirætlunum sveitúnga sinna, tók til máls. Ólafur Ólafsson, og sagði, að hann ekki sæi 9ér fært beinlínis að kveða hér upp á fundinum á- lit þeirra, sveitúnga sinna; þeir hefðu að vísu átt fund með sér, fyrir skernstu, en ekki komizt að neinni fastri niðrstöðu; þeir mundu ekki verða almennum niðrskurði til fyrirstöðu, eða standa öðrum í vegi í því efni,- ef tryggilega væri niðr skorið; kostir þeir, er Mosfellíngar mundu setja fyrir niðrsknrði hjá sér, og sem hefðu verið ræddir á fundi þeirra, væri þessir: 1. Að fjárskipti færi fram. 2. Að skorið væri utanfrá Kleyfum á Iíjalarnesi, austryfir Grímsnes, og allt þar fyrir vestan eins og Hvítá (( Árness.) og Ölfusá ræðr suðrúr gegn. 3. Að verðir yrði settir til aðgreiníngar og trygg- íngar frá hverri þeirri sveit, sem ekki skæri niðr og á þeirra sveita koslnað, og 4. Að nýr fjárstofn fengist keyptr í haust. Porsteinn Ásbjörnsson var alveg samþykkr hinu síðasta atriði fundarmannsins úr Mosfellssveit, og sagði, að Selvogsmenn að eins rneð því skil- yrði vildu skera niðr. Sira Stefán Thorarensen áleit, að engi þörf væri að kaupa nýan stofn í haust, og að það væri næsta ískyggilegt; mönnum mætti nægja að kanpa fé á næslkomandi hausti eða máske að vori kom- anda, og semja um þau kaup nú í haust eða vetr; heyin væru heldr ekki ónýt eign; hann treysti því, að fjárkaupin yrði ekki mönnum svo tilfinnanleg, og að heilbrigðu sveitirnar mundu selja fé sitt með vægu verði; Árnesíngar, sem hér væri, gæti máske upplýst menn í því efni. Egill Pálsson og Porlákr Guðmundsson sögðu, að fjáreigendr í heilbrigðu héruðunum mundu varla

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.