Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 5
5 kláðamaurinn gæti lifað í högunum, úr því snjór og vetrarhörkur væri komnar. |>ar á móti þókti ýmsum fundarmönnum næsla ískyggilegt að kaupa nýan fjárstofn þegar í vetr og færði Sigurðr Magnússon það til, að maurinn geti leynzt í vinnuull og skinnum, og þannig borizt á hið nýfengna fé við hirðíngu þess. Magnús Jónsson frá Bráðræði sagðist hafa reynslu fyrir því, að, ef rétt væri að farið, sé engi hætta af fjárhúsunum búin, og áleit hann því óhætt, að Mosfellíngar fengi leyfi til að kaupa fé aptr þegar í vetr, enda væri margir þeirra svo sárfátækir að þeir gæti ekki lifað sauðlausir. Jón Jónsson á Kýlhrauni hélt að Mosfellíng- um mundi lítill hagr í því að kaupa fé þegar í haust, því að hey mundu vera í minna lagi. Eptir nokkrar umræður skaut fundarstjóri því enn til atkvæða fundarmanna, hvort þeir eigi vildi kjósa nefnd til þess að koma fram með uppá- stúngur víðvíkjandi niðrskurðinum, fyrirkomulagi hans og framkvæmd, og stakk þá yfirdómari B. Sveinsson npp á 7 rnanna nefnd, og var það sam- þykt í einu hljóði. Nokkrir fundarmanna hreyfðu þá þeirri fyrir- spurn, hvort eigi mætti jafnt kjósa í fundarnefnd þessa fjárkláðanefndarmenna sem aðra fundarmenn, en fundarstjóri kvaðst álíta ráðlegra og réttara að gengið væri á snið við þá. Síðan voru þessir kosnir: 1. Yfirdómari B. Sveinsson með 23 atkv. 2. Sira St. Thórarensen — 23 — 3. þorlákr Guðmundsson — 21 — 4. þorkell Jónsson ... — 20 — 5. Jón Árnason .... — 18 — 6. Sigurðr Magnússon . — 16 -f 7. Egill Pálsson ... — 15 — Að því búnu kvað fundarstjóri sjálfsagt, að nefnd þessari gæfist hæfilegt ráðrúm til að starfa að ætlunarverki sínu, semja álitsskjal o. s. frv. og sleit því fundi að sinni. Að 3 klukkustundum liðnum, eðr undir mið- aptan, eptir það nefndin hafði lokið störfum sín- um, var fundrinn aptr settr. Las þá framsögu- maðr nefndarinnar yfirdómari B. Sveinsson upp álitsskjal nefndarinnar1. Af því þaí) voru bæþi fáar og óverulegar breytíngar sem hreift var viþ nefndarálitit) og siílan voru samþyktar, þá beflr þdtt rettast, aí) setja þaþ ab uiþrlagi fundargjörþa þessara eins 0g þaþ var samþykt meb brej tíngum, í fundaráiyktar- f°rmi. Fundarstjíri. Fundarstjóri lýsti yfir því áliti sínu, að nefud- arálit þetta væri gott og greinilegt, og kvaðst nú mundu láta hverja grein þess fyrir sig koma til umræðu og atkvæða fundarmanna. Eptir litlar skýríngar er fundarstjóri gjörði við 1. gr. nefndarálitsins var því næst gengið tii at- kvæða um þá grein,oghún samþykt í einu hljóði. f>á lét fundarstjóri koma til umræðu 2. grein og kváðust þá þeir Magnús Gíslason frá Villínga- vatni, Ólafr Ólafsson og Guðmundr Símonar- son fyrir sitt leyti verða að fallast á niðrskurð, jafnvel. þótt þeir ekki hefði eindregna fullmakt til þess frá sveitúngum þeirra, kvaðst Ólafr í því efni liafa borið sig saman við þá tvo af sveit- úngum sínum sem liér væri viðstaddir á fundi, og væri þeir alveg á hans máii. Fundarstjóri vakti máls á því, að engi væri hérá fund kominn fyrtr Hafnahrepp, en þetta gæti þó alls ekki verið því til fyrirstöðu, að gengið væri til atkvæða um greinina í heild sinni. Einar Þórðarson. Ilvað viðvíkr Reykjavíkr- umdæmi, þá er þar ekki um marga fjáreigendr að ræða eða mikið fé, en eg veit að meiníng þeirra flestra er sú, að kláðanum verði sem fyrst útrýmt alstaðar, og mundu þeir hinir sömu ekki ófúsir að lóga fé sínu, ef það álitist almennt hentugast, aptr á móti kynni þó sumir að vilja skorast und- an að lóga fé sínu á þenna háll; treysti eg þá því, að valdstjórnin muni vandlega sjá svo um, að fé þeirra sé heilbrigt, en ef það reynist veikt þá sé það stránglega fráskilið og læknað, svo það sýki ekki annara manna fjárstofn. þessir menn munu heldr ekki finna reikníng við, að viðhalda veiku fé, aðeins fáum kindum, ef stránglega er beitt víð þá fjárkláðalögunum. Með þessum fyr- irvara gef eg atkvæði mitt fyrir 2. grein. því næst var 2. gr. samþykt í einu hljóði. Síðan var gengið til atkvæða um 3. grein og hún án frekari umræðu samþykt í einu hljóði. Itom þá til umræðu og atkvæða 4. gr. og var hún eptir nokkrar umræður samþykt í einu hljóði með þeirri breytíngu, að Botnsvogsvarðlínan var viðtekin í stað Skorradalsvarðlínunnar. þegar hér var komið umræðunum hreifði einn fundarmanna uppástúngu um það, að hér þyrfti að bæta inn í nýrri grein, þ. e. ákvörðun um það: hvenœr niðrskurðinum skyldi vera að fullu lokið yfir höfuð að tala, eða í þeim sveitum, sem eigi findi nauðsyri til að kaupa nýan stofn fyr en að vori komanda eðr að hausti; var samþykt í einu hljóði að þess leiðis ákvörðun væri nauðsynleg,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.