Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 4
4 verða dýrir á fé sínu að hansti; þeir víssí, að minsta kosti, að þeir sveitúngar þeirra væri þannig skapi farnir og svo mundu fleiri. Magnúsi Gíslasyni frá Viilíngavatni, þótti það ekki hlj'ða, að allt fé væri skorið niðr á einu hausti á svo stóru svæði, sem hér ræðir um, eink- um þar sem hann áliti nauðsynlegt, að fjáreigendr væri sauðlausir í eitt ár eptir niðrskurðinn; því þá fyrst gæti menn vitað, hvar heilbrigt fé fengist aptr; menn væri heldr ekki nægilega uhdirbúnir undir niðrskurð nú; að öðru leyti sagði hann, að sinn hreppr alls ekki mundi gera almennum niðr- skurði neina fyrirstöðu. Egli Fálssyni þótti ekki ástæða til, þólt al- gjörðr niðrskurðr færi fram í haust, að banna mönnum að kaupa fé að vori; hann áleit það al- veg hættulaust; en næsta erfitt að vera málnytu- laus sumarlángt; heillvetr væri líka nægilega lángr tími til þess að sýna, hvar heilbrigðan fjárstofn mætti fá. Magnús Gíslason frá Villíngavatni sagði, að örðugt væri að eiga í fjárkaupum fyrir sláttinn og tvísýnt hvort menn gæti haldið búsmala sínum heima, sem yrði óhagvanr, Benedikt Svcinsson yfirdómari sagði, að af ræðum manna væri það Ijóst, að menn vildi farga fé sínu með almennum niðrskurði, og að þelta væri því þýðíngarmeira sem bæði nefndin (og vald- stjórnin eptir því sem honum skildist) áliti slíkan niðrskurð ekki gagnstæðan kláðalögunnm, enda á- liti hann þetta alveg rétt skilið; honum fanst því aðalumræðuefnið veraþetta: hvernig niðrskurðrinn skyldi fram fara, og með hvaða takmörkunum; hvort fundrinn ekki sæi sér fært að koma sér niðr á almennum og föstum reglum fyrir því, hver úr- ræði skyldi afráða til þess, að menn um sem skemstan tíma væri fjárlausir, og að fjárfækkunin skerti sem minst fjárstofninn. Hann vildi stínga upp á, að nefndin í fjárkláðamálinu færi þess á leit við valdstjórnina hér að fá styrk eða bætr hjá Norðr- og Vestramtinu, því þó fjárkaup með vægu verðí væri gott í sjálfu sér, þá væri þó þesskonar mjög hæpið og gæfi enga tryggíngu. Menn vissi, að hin ömtin ávallt hefði æskt þess, að almennr niðrskurðr yrði á Suðrlandi, og engi áslæða væri til að efast um, að þau rétti hjálparhönd, þegar ósk þeirra yrði framgengt, þó þau hefði ekki vilj- að styrkja Suðrland til læknínganna. Ilann sagði, að ekki væri hægt að ætla á, hversu mikið fé mundi falla í verði, ef skorið væri niðr á svo miklu svæði, sem hér ræddi um, en sveilirnar sjálfar ekki nógu styrkar til að bera slíkan halla ; hann áleit því varúðarvert að slengja öllum kostn- aðinum niðr á Suðrlandið, sér dytti því í hug, að ttltækilegast væri að jafna verðhallanum öllum eða nokkru af honum þannig niðr, að hver fjáreigandi á öllu landinu legði litið eitt til eptir fjármagni, og ætti þá valdstjórnin hér (stiptamtmaðrinn) að hlutast til með þetta við hin ömtin. Sveinbjörn Ólafsson var þessu alveg sam- þykkr, en Egitl Fállsson áleit þær bætr hollari og affarabetri að fá fé keypt með vægu verði, en að fá nokkra dali i vasann. Árni Björnsson áleit að aðeins ríkismenn og sjáfarbændr þyldi að vera sauðlausir í 1 ár, en fátæklíngar myndi við það koniast á sveitina; hann áleit að alveg væri óbætt að kaupa aptr ný- an fjárstofn í haust Vg hann sjálfr hefði reynsl- una fyrir sér í þessu, enda hefði Borgfirðíngum og Kjalnesíngurn ekki orðið neilt meint við að kaupa fé aptr sama haustið scm þeir skáru. Fundarstjóri kvað það augljóst, af umræðnm þeim sem orðið hefðihér í dag, að flestir fundar- menn væri á því, að eptir því sem nú væri kom- ið, þá yrði tilgángí laganna að eins fyllilega fullnægt með niðrskurði en ekki öðru. í annan stað væri þegar búið að benda á, að þeim myndi verða fullkeypt sem ekki vildi lóga fé sínu, heldr halda hinum sjúka og grunaða stofni eptir sem áðr; tvær raddir hefði komið fram á fundinum, semvildi hindra niðrskurðinn og binda hann víssum skilyrð- um, en slíkt væri sorglegrvottr þess, að menn enn þá skoðuðu kláðann eins og einhvern þann dýr- grip, er nágrannar og nágranna sveitir yrði að kaupa af þeim dýrum dómum og með afarkostum. Ilon- um þókti uppástúnga yfirdómara B. Sveinssonar eðlileg, en hann kvaðst vera hræddr um, að fjár- kláðanefndin gæti ekki verið beinlínis milligaungu- maðr við valdsstjórnina hér; en ef sveitir þær, er niðr skera, vildi hver fyrir sig kjósa nefnd, manna innsveitis til þess að ráðstafa niðrskurðin- Um, þá mundi nefndin í fjárkláðamálinu verða fús til að veita móttöku og greiða fyrir bænarbréfum slíkra nefnda til valdsstjórnarinnar viðvíkjandi endrgjaldi verðhallans; þvf næst skaut hann til fundarmanna að kjósa nú þegar menn úr sínum flokki til að koma sér saman um fyrirkomulag á uiðrskurðinum og ýmsu þar að lútandi, og að bera upp um það álit sitt og uppástúngr fyrir fundinn. Yfirdómari B. Sveinsson, hélt að óhætt mundi verða að kaupa fé aptr í vetr, ef menn rifi niðr eða brældi fjárhúsin, og væri honum spurn, hvort

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.