Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 7
7 b, að þeir ekki kaupi nokkra sauðkind aptr annarstaðar að en fyrir norðan og vestan Botnsvogs línuna. c, að þetta aðkeypta fé sé geymt fyrir utan nefnd takmörk til næstkomandi Nýárs d, að öll þau hús sé niðr rifln til grunna í sveitinni, sem kláðafé hefir komið í á næst- liðnum vetri og öll önnr fénaðarhús sé vandlega bræld áðren liið aðkeypta fé kemr, og að öll skinn og ull af því fé sem slátrað verðr í sveitinni á þessu hausti sé vandlega þvæld í keitu e, að tveir utansveitarmenn, sem fjárkláðanefnd- in tiltæki, sjái um, að öllum þessum skil- yrðum sé algjörlega fullnægt, og borgi sveitin þann kostnað, er þetta eptirlit heflr í för með sér. 5. í öllum öðrum sveitum1 skal niðrskurðinum vera algjörlega lokið fyrir jól. 6. Til þess að létta mönnum í hinum sjúku og grunuðu héruðum, að atla sér nýs fjárstofns, leggrfundrinn til, að hver sveitar nefndanna, sem kosin verðr eptir 7. gr., riti bónarbréf til amt- annanna á íslandi- fyrir meðalgaungu fjár- kláðanefndarinnar í Reykjavík, að háyflrvöld þessi vili hlutast til um, hver í sínu umdæmi, 1) J). e. í þeim sveitum er okki vilja kaupa hoilbrigíian fjárstofn í vetr, heldr fresta þeim kaupum þángaþ til í vor eír til næ6ta hausts. að almenníngr seii á næstkomandi ári fé til þeirra héraða sem nú lóga fé sínu með því verði sem nú í haust er alment gangverð á sauðfé, og í öðru lagi, að mismuninum ámilli þessa gangverðs fjárins og þess verðs, sem nú fæst fyrir skurðarfé meðal kaupmanna í Reykjavík, ef það verðr minna, verði jafnað niðr á alla fjáreigendr í landinu eptir fjár- framtali þeirra næstliðið vor, eðr ef amtmenn- irnir sæi sér þetta ekki fært, að þeir þá hlut- ist til um, að amtsbúar þeirra seldi lífsfé til hinna hreinstiðu héraða, með sem vægustu verði, og hefði samtök í því efni. 7. Loksins ákveðr fundrinn, að hver sveit kjósi sér nefnd innan sveitar til að sjá um alla fram- kvæmd fjárlógunarinnar, eins og nú er sagt, innkaup fjárins og viðrreisn bústofnsins. Hver fundarmaðr gengst fyrir því með til- styrk hreppstjóra, að nefndir þessar komist á i liverri sveit og taki til starfa sem fyrst eptir þeim nákvæmari reglum sem lireppsbúar við- taka þaraðlútandi, málefninu til greiðra og góðra framkvæmda. Þannig samþykt í einu hljóði og að viðtektum gjört á almennum fundi í Reykjavík 29. Septem- ber 1866. Jón <*uðmim<lsrson. fnndarstjéri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.