Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 06.10.1866, Blaðsíða 6
G og var hún síðan samþ. gegn einum 2 atkv., eins og nú hljóðar (hin nýa) 5. gr. í fundarviðtektunum, »að 'öllum niðrskurði skal lokið fyrir jól». |>ví næst kom til umræðu og atkvæða 5. gr. nefndarinnar, er nú varð 6. gr., og urðu nokkrar umræður út af henni milli framsögumannsins og Jöns Pétrssonar yfirdómara er studdu hana, og aptr Sveins Skúlasonar, og Magnúsar Jónsonar er mæltu í móti, og Einar þórðarson áleit að nóg væri að biðja amtmennina að hlutast til um við amtsbúa sína, að þeir sem förguðu fé sínu eins og fundrinn ákvæði, fengi aptr keypt fé með sem vægustu verði, og að þeir sér í iagi væri látnir gánga á undan kaupmönnum og öðrum útlendum fjárkaupamönnum, að fá fé. Svo lauk, að greinin var samþykt i einu hljóði með viðaukaatkvæði því sem framsögumaðr gjörði. f>á næst kom (6. grein) nú 7. grein til um- ræðu, og þótti Einari f>órðarsyni það vanta, að ekki væri tiltekið hverir gángast skyldi fyrir nefnd- arkosningum í sveitunum, og vildi hann láta til- taka að hreppstjórar gjörðu það með fundarmanni. Varð þá fundrinn á því, að bezt mundi vera að hver fundarmaðr gengist fyrir þessu í sinni sveit með tilstyrk hreppstjóra, og var greinin þannig löguð og samþykt í einu hljóði. f>ar næst þakkaði fundarstjóri mönnum fyrir hingað komu þeirra og góðar tillögur, kvaðst vona og treysta að áhugi manna, undirtektir og skipu- leg samtök heima í héruðunum færi þar eptir, þá yrði hinn góði árángr vís. — og sagði síðan fundi slitið. * — SAMÞYKT fundarins í Reykjavik, 29. Sept. 1869, til þess algjörlega að útrýma fjárkláðanum á Suðrlandi. »1. Það er sambuga álit þessa fundar, að lógun á sjúku og grunuðu fé sé hið bezta og eina úr- ræði sem hafanda sé til að útrýma fjárkláðan- um til hlítar, sérílagi vegna þess, að kostnaðr- inn og ábyrgðin við einhlítar lækníngar hlyti að verða svo mikill, að það mundi yfirgnæfa þann arð sem menn geta gjört sér von um að hafa af sauðfénu eptir framfarastígi og búnaðarástandi landsins. 2. Af þessari grundvallarreglu flýtr nú að vísu, að beinast lægi við, að nú þegar í haust yrði lógað gjörsamlega öllu sauðfé í þeim sveitum sem nú eru sjúkar eða grunaðar; en bæði vegna þess að fundriun sér eigi fært, með á- reiðanlegri vissu að ákveða takmörk kláða- svæðisins, og umflýanleg lógun fjárins veikir krapta landsins að óþörfu, þá hefir fundrinn orðið að komast til þeirrar samhuga niðrstöðu, að lógun fjárins nú í ár frumfari að minnsta kosti í þessum sveitum: Grafníngi, Ölvusi, Selvogi, Grindavíkrhreppi, IJafnahreppi, Rosm- hvalaneshreppi, Vatnsleysustrandarhr., Álpta- neshreppi, Seltjarnarneshreppi, Reykjavfkrlög- sagnarumdæmi, Mosfelissveit og þeim hluta Kjalarneshrepps, sem liggr fyrir austan Kleyfar, eðr með öðrum orðum á öllu því svæði, sem að austanverðu takmarkast af línunni frá Kleyf- um austr í i'íngvaliavatn milli Grafníngs og íh'ngvallasveitar og frá Þíngvallavatni meðfram Sogi og svo Ölvusá í sjó fram, því með þessu er hreinsað vafalaust kláðagrunað svæði innan glöggra og eðlilegra takmarka. 3. Fundrinn lýsir yfir því trausti sínu, að engi af þeim sveitum sem nú voru nefndar, skorizt undan að gjörfella sauðfé sitt í haust, og að því síðr þurfi að gjöra ráð fyrir að einstakir menn vili skerast úr leik eða gánga í berhögg móti almennum vilja sveitarfélags síns í þessu efni, en skyldi mót von einstakar sveitir eða einstakir menn gánga í berhögg við þenna almenna vilja um útrýmíngu fjárkláðans með niðrskurði, þá ræðr fundrinn að skora á nefnd- ina í fjárkláðamálinu að hlutast til um, að valdstjórnin beiti öllu því afli og meðulum sem lög leyfa framast, til þess að slíkum sveitum eða mönnum verði ómögulegt að setja í háska eðr hindra lieilbrygða fjáreign einstakra manna eða heilla sveita nær eða fjær. Eins verðr að skora á kláðanefndina, að hlutast til um, að óhultar skorður verði reystar við því, að kláð- inn færist aptr inn utan frá á hið hreinsaða svæði. ' 4. Þóað fundrinn áliti æskilegast og tryggilegast, að svæði það sem ákveðið er í 2. gr., og sem nauðsyn krefr að hreinsa með lógun fjárins, verði fjárlaust til næsta hausts eða að minnsta kosti til næstkomanda vors, þá hlaut fundr- inn að sjá fram á, að þær sveitir sunnanfjalls sem ekki ná lil sjávar, kunni að eiga bágt með að vera fjárlausar eitt ár eðr kaupa fé framgengið í vor sem kemr. Þessvegna við- tekr fundrinn, að þeim sveitum gefist kostr á að kaupa lífsfé á þessum vetri, en að eins með eptirfylgjandi skilyrðum. a, að þeir háfi gjörfellt fé sitt hálfan mánu af vetri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.