Þjóðólfur - 08.02.1867, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 08.02.1867, Blaðsíða 4
far eða annað til lilítar, þó að þeir kunni að vera góðir í sínu landi eða að minsta kosti brúkanleg- ir með nægu eptirliti þeirra sem fullt vit hafa á, og aðhaldi, og þegar þeirra er mest þágan að fá vinntina, en ekki að öllu leyti hinna sem þyggja hana. þetta hefir reynslan sj'nt, og það virðist eigi þurfa nema lakt meðalmannsvit til að sjá, að t. a. m., það var heimska að rífa fyrsta þakið af skólahúsinu, en hafa það eigi fyrir undirþak undir helluna og líklega hefir það eigi verið mikill sparn- aðr að rífa það, því smiðirnir voru eigi öllu hag- sýnari rifrildismenn en byggíngarmenn, og auk þess mun eigi hafa verið talið eptir þeim brenni- ruslið, þó að þeir tæki það og seldi fyrir verð í sinn vasa »upp á danskan móð" (?), og þóað tals- verðu fe sé varið tii að káka við skólaþakið og annað með hann og líka kirkjuna, þá hriðskemm- ast ár frá ári bæði þessi hús, eins og auðvitað er, að um öll hús muni fara, sem reist eru og um búið í vanþekkíngu og með óvandvirkni. J>ó hefir það eigi verið auðgjört fyrir yfirvöldin að skilja í þessu, því eigi hafa þau fengið augun upp á því, er her mátti sjá, né getað fengið í höfuð sitt, að danskir menn geti verið hroðvirkir eða klaufalegir eða hvorttveggja, eða í marga staði óhentugir sjálf- byrgíngar hérálandi. Reyndar neyddist þáverandi stiptamtmaðr vor fyrir tveim árum til að fela oss iðnaðarmönnum á hendraðgjöra áætlun um aðal- viðgjörð á dómkirkjunni, líklega af því að hér var á engum dönskum völ, einnig voru tveir íslenzkir menn fengnir til hver eptir annan að gjöra áætlun um bókhlöðuhús það, er þá átti að byggja og nú er komið upp. þetta gaf oss íslenzkum iðnaðarmönn- um / fyrstu von nm að nú væri yfirvöldin farin að sjá árangrinn af tiltektum og ráðsmensku þessara út- lendu herra, og mundu fara að nýta það, sem hér væri nýtilegt að fá, og kannast við þann rétt eða sanngirn- iskröfu, er vér íslenzkir menn þykjurnst hafa sam- kvæmt íslcnzku þjóðerni, að vér eigi séim látnir sitja á hakanum við íslenzkar þjóðbýggíngar fyrir erlend- nm mönnum, sem eru lítið eða ekkert fremri eða enda lakari sumir hverir (eins og hver ætti að geta séð með óvilhöilum augum) en íslenzkir smiðir, sem hér er kostr á, og að oss sé eigi þannig synjað um atvinnu, er gæti verið sjálfum oss og þar af leiðandi sveit vorri og jafnvel þjóð vorri til góðs, að vér fengim. En hvernigfór? Sú von vorbrást með öllu. Bókhlððusmíðin var falin á hendr dönsk- um timbrmanni, er í Danmörku bauð sig fram við stjórnina, en sem þó eigi ómakaði sig híngað sjálfr, en sendi híngað danska menn, er hér þektu ekkert til, til að reisa liúsið. J>að yrði eigi fögr saga og oflaung leiðindarolla að lýsa til hlítar at- orku og vandvirkni (I) þessara manna, en það er óhætt að segja, að vér þekkjum engan þann ís- lenzkan mann, er nokkuð hefir fengizt við grjót- hleðslu, er eins mundi hafa boðið sér að hröngla upp veggjunum, sem þessir menn hafa gjört, því að þeir eru eigi hlaðnir, heldr var þeim bókstaf- lega klest saman með kalki, auk þess sem það er í mæli, að þeir til að spara sér nokkur spor, þó að ótrúlegt sé, hafi notað salt vatn, eða vatn sem sjór fellr upp í, í kalkið, sem er svo fráleitt, að engi íslenzkr iðnaðarmaðr, er vér þekkjum til, mundi liafa verið svo ósvífinn, enda mundi ís- lenzkum manni eigi hafa haldizt það uppi. Eins er eigi laust við leka um þakið, enda þótt þeir hafi ætlað að vanda sig á því, því að það er hellu- þak, og undirþak af borðum, en þó vann spar- semi eða hroðvirknin það á, að þetta innra þak er alveg gagnslaust, því að það er slegið saman úr illa þurrum, ófelldum, vanköntuðum borðum, sem auðséð er, að alls eigi getr varnað lekanum né innfenni. Einnig er gólfið þannig lagt, að undirlögin, sem eigi gátu heitið »samfellt bjálka- lag«, voru látin áþann hátt, að þeim einúngis var fleygt ofan í bera moldina, án þess að grjóti væri hlaðið undir þau, heldr var þeim þannig þjappað, að þau væri nokkurnveginn lárétt, og þó að sandi hafi sumstaðar verið stráð ofan á moldina í mill- um þeirra, þá hefir það líklega heldr átt að vera til sýnis en til gagns, eða að minsta kosti gat það eigi varið undirlögunum fúa. Sömuleiðis mundi smíðið á bókhlöðuskápunum varia hafa þótt boðlegt, hefði verið lokið við þá, sem hér er gjört, af einhverjum af oss, enda eru þeir líkari rusla- skápum, en bókahyllum í erlendum bókhlöðum á síðari tímum, sem sjá má af lýsíngum og upp- dráttum af þeim. Enn fremr virðist það næsta óviðrkvæmilegt, að nú um hávetr er verið að slétta innan og undir eins mála þessa gagnvotu veggi, sem var hrönglað upp að eins, áðr en frost fóru að koma i haust, og nokkr mögulegleiki er á því, að þeir gæti verið orðnir þurrir, og oss virðist það hinn mesti ógjörníngr, ef bækr væri látnar í það að sinni, þóað verkstjóranum sem dönskum manni sé liðið eða leyft að hrapa svo að því, að líkind- um til að fá það, sem eptir er ógoldið af binu umsamda kaupi, án þess að tala um skekkju á gluggum, skápnm og dyrum sem meiðir hvert ó- spillt auga. Svona heppin eða hyggin (?) voru nú yfirvöldin í þetta sinn að fá menn til smíðar þess-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.