Þjóðólfur - 08.02.1867, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.02.1867, Blaðsíða 3
— 59 að fyrirlíta allt þjóðlegt, en traðka dönsku þjóð- erni. Stjórnin sjálf var svo ódansklunduð, að það þókti enda mínkun að tala danskt orð við hirðina, og hún kvaddi erlenda menn hópum saman inn í landið, einkum frá þjóðverjalandi, svo að Dan- mörk innan skams úði og grúði af þjóðverskum engisprettum, er sugu blóð og merg úr dönsku þjóðinni. Á síðari tímum hefir þelta komizt í annað horf, því menn tóku að sjá, að meira þurfti til að vera nytsamr í félaginu en að vera »ekta þýzkr smyrill«, og að slíkir fuglar eigi voru jafnan himneskir að uppruna, og nú er stjórnin og höfð- íngjarnir farnir að hlynna, sem mest mega, að öllu þjóðlegu í Danmörku (betra er seint en aldrei). En lilynna þá höfðíngjar vorir og yfirvöld að því skapi að öllu þjóðlegu hér á landi? eða fylgja þeir hinu lofsverða dæmi Dana .í því efni? — úr þessari spurningu ætlum ver eigi að leysa, en drepa að eins í því efni á eitt atriði, er snertir stöðu vora, og vekja athygli á, hvernig gengið hefir með húsasmíðar þær hér í Reykjavik nokkur undanfarin ár, er yfirvöld vor hafa átt að sjá um. Fyrir rúmum 20 árum var latínuskólahúsið reist af timbri. Grindin var flutt híngað tilhöggvin frá Noregi og tveir norskir menn reistu hana, er híngað komu og luku við smíðina, en þó fengu nokkrir íslenzkir menn atvinnu við hana. Norskr múrari lagði og grundvöliinn, kalkaði innan her- bergin og lagði brú niðr undir kirkjuna, og vann þetta að miklu leyti eptir samníngi við yfirum- sjónarmann byggíngarinnar, íslenzkan embættis- mann, en eptir þeim samníngi var kaupið svo ríf- legt, að, þótt hann ynni í hægðum sínum, fékk hann 7—10 sinnurn meira kaup, en íslenzkir verka- inenn vanalega. þakið' var rennisúð úr plönkum, og var það nokluið lekt, óðar en smíðinui var lokið. Nokkru síðar var dómkirkjan hækkuð, og var við hana bætt bæði kór og fordyri. Neðri hluti veggjanna, sem var úr íslenzknm tilhöggnum grá- steini, var látinn standa; en nú var hlaðið ofan á þá dönskum tígulsteini, og úr honum var einnig hlaðinn kórinn og fordyrið. Skrúðhúsið, sem áðr var af timbri, var og hlaðið upp af dönskum tig- 'dsteini, og, þó að ótrúlegt sé, hefir þó gleymzt að byggja það á hellu, því grundvöllinn vantar, og l330 gengr upp og niðr, eptir því sem frýs eða þyðnar, enda gengr vætan úrjörðunni upp ívegg- ma og skeminir hleðsluna og eigi sízt ccments- kiínínginn, sem Danir aldrei geta látið sér segjast, að eigi tolli á hér hjá oss, á tígulsteinsveggjum. Um undirlög undir gólfið var eigi betr búið en svo, að svampr bljóp bráðlega í þau og feygði bæði þau og gólfið, sem reynslan hefir sýnt, því nú er þegar tvisvar og þrisvar búið að leggja gólf sumstaðar í kirkjunni. Kalkið sem í veggina var haft, var lítið slegið og cemcntið alls ekki, og hefir það því síðan flagnað og flosnað af í stórflettum og nokkuð af tígulsteininum með. Undir helluþakið, sem á hana var lagt, var ekkert undirþak lagt, en hefði þó eigi að síðr getað hald- ið, hefði það verið dyggilega lagt, en þvi ferfjarri að það sé ólekt, heldr lak það og streymdi þegar, og þó að síðan hafi verið klastrað og klístrað á það innan og utan, má það enn heita hrip- lekt, og hefir því kirkjan sætt stórskemdum afleka. Ofan á þetta herrans hrip voru að síðustu settir þrír járnkrossar, líklega fremr til prýðis eða þá til að örva guðrækni manna en til þess að draga til sín þrumueld. Að musterissmíð þessari stóðu danskir og þjóðverskir verkamenn, en öllum ís- lenzkum smiðum var aptrað frá að vinna nokkuð að henni. Fyrir þessa smíð sína fengu þeir mesta lof og dýrð hjá þeim, sem vit yótlust á hafa, og jafnvel prestrinn, er þá var, gat eigi orða bundizt að dázt að þessum verkum mannanna í stólnum. Líklega hafa yfirvöldin ímyndað sér, að lángt mundi um líða þar til er aptr yrði völ á slíkum völund- um, og vildu því grípa gæsina meðan hún gæfist, og láta þá nú gjöra við allt, er ábótavant væri við þjóðbyggíngar vorar, því nú ákvörðuðu þeir herrar, að þessir sömu snillíngar skyldu gjöra við þakið á skólahúsinu, sem þá var þrévetrt, og biskupsstofuna í Laugarnesi, enda voru þeir þegar reiðubúnir að taka þann þarfastarfa á hendr. Sviptu þeir þá þökunum undir eins af báðum hús- unum og lögðu á þau aptr hellu, sem svo ágæt- lega (!) hafði reynzt á kirkjunni, og gjörðu það svo dyggilega (I), að nú fóru húsin fyrst fyrir alvöru að leka, og hvernig sem þeir klíndu og klístruðu, dugði eigi vit né ráðsnilli þessara dönsku herra til að gera við lekanum, enda varð bráðum að senda einn þeirra híngað aptr á ný til að halda fram aðgerðakákinu, en allt þetta kom fyrir ekki, og var svo ákveðið að rífa þakið aptr af skólan- um og setja á hann timbrþak að nýu, og þakið á Laugarnesstofunni varð litlu eldra, en var endrlagt í sömu mynd. þetta hefði nú átt að vera búið að ljúka upp augunum á yfirvöldunum og sýha þeim, að danskrinn er eigi allt og að erlendir smiðir gefast hör illa, eins og lika er eðlilegt, því að það er engin von, að þeir þekki hér veðráttu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.