Þjóðólfur - 17.10.1867, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.10.1867, Blaðsíða 2
- 178 svo búið rneð allt sitt. Nú hefir stiptamtið sett hann í hið nýja læknisembætti á Suðrnesjum og sezt Zeuthen þar að vetrarlangt á Auðnum á Vatns- leysuströnd, eðr Kálfatjörn. — Á stofnunardegi sjúkrahúsfUagsins i Iieykja- vík 6. þ. m., sem er fæðingardagr hins hásæla konúngs vors Friðriks hins 7. var fundr haldinn í sjúkrahúsinu og lagðr fram ársreikningr felagsins fyrir árið 18 6%t* Skýrði formaðr stjórnarnefnd- arinnar, kansellíráð og bæjarfógeti A. Thorsteinson, frá því, að eptirstöðvar félagsins væri nú 2,100 rd. í konúnglegum skuldabréfum og 1,122 rd. 63 sk., sumpart í peníngum, sumpart í láni móti veði og stuttum borgunarfresti, samtals 3,222 rd. 63 sk., hafði þó árið sem leið verið varið til kaupaáýms- um sjúkrahúsáhöldum 550 rd., verða þau til sýnis og eru öll eins og tíðkast á beztu spítölum er- lendis. Telst svo til, að sjúkrahúsið nú eigi í á- höldum og sængrfatnaði rúm 1600rd. þegar tal- in-eru með hin ágætu rúm og rúmfatnaðr,er herra R. M. Smith frá Edinborg hefir gefið. Árið sem leið höfðu á spítalahúsinu legið 34 sjúklingar í 407 daga; af þeim dóu 5, en hinir fóru burt að af- stöðnum sjúkdómi, og voru sýnd vottorð frá nokkr- um þeirra síðarnefndu um, að þeim hefði líkað vel allr aðbúnaðr og pössun. Fundinum þótti eigi gjörlegt að svo komnu, að setja niðr borgun fyrir sjúklíngana, en líkur allar þykja til að það muni geta áunnizt, ef að almenníngr yrði til að styrkja fyrir- tæki þetta að nokkrum mun. Sjúkrahúsið hafði fengið að gjöftunog í árstillögum 221 rd. árið sem leið, Og gjörðist Magnús alþingismaðr Jónsson félagsmaðr með 25 rd. tillagi i eitt skipti. Verða gjafir þessar auglýstar síðar ásamt ársreikningin- um, en í Ijósi var látið að fæst af þeim boðsbréfum, er send höfðu verið út, væri aptr komin. Félag- inu liafði heppnazt að semja svo við bæarstjórn Reykjavíkr, að efnalitlir menn og hjú allra bæar- búa geta framvegis fengið nokkurn afslátt í legn- kostnaðinnm, og verðr sjúkrahúsið talsvert aðgengi- legra fyrir bæarbúa með því móti. Uæarstjórnin hefir ákveðið að veita 50 rd. styrk til sjúkrahúss- ins í þessu skyni úr bæarsjóði, svo að hinir fá- tækari bæarbúar geti fengið 16 sk. afslátt um sam- tals 300 legudaga á árinu. Var sú ósk látin í Ijósi á fundinum, að félagsstjórninni mætti heppnast að ávinna líka ívilnun frá öðrurn nærliggjandi sveitar- félögum til handa sjúklíngum þeirra. Áætlun yfir tekjur og útgjöld sjúkrahússins fvrir árið frá 6. Október 1867 til 5. Október 1868 var þar næst framlögð og samþykt í einu hljóði. I stjórnarnefnd sjúkrahússins voru kosnir sömu menn og áðr: kansellíráð A. Thorsteinson, etats- ráð Th. Jónasson, skólakennari II. Kr. Friðriks- son, jústitsráð Dr. J. Hjaltalín og yfirréttar mála- flutníngsmaðr Jón Guðmundsson. Til endrskoð- ara reikninganna voru kosnir dómkirkjuprófastr Ó. Pálsson og kaupmaðr H. St. Johnsen. ÚTLENDAR FRÉTTIR frá fréttaritara vorum í Oxford. Dagsettar 12. Á- gúst 1867. Sumarið hefir verið hér hreggsamt, kalt og úrkomusamt, og varla komið heiðr sólskinsdagr frámorgnitil kvelds; í Lundúnum bjart eina stund- ina, og helliskúr eptir drykklánga stund ; en fyrir tveimr dögum skipti hér um til hita og sólbráðar, svo varla er lífvænt, nerna flugum og fiðrildum. þessi veðrbrigði komu í góða þörf, því um þessa daga stendr hér yfir hveitiuppskeran ; um Jóns- messuna er hér hvað við á íslandi köllum slátt; en í Ágúst byrjun eru hveitiakrarnir hér bleikir og fullvaxnir; á leiðinni frá London var gaman að sjá hveitisátur svo langt sem augað eygir á aðra höndina, en bleikan akrinn annað veifið, og hveitið víða í leg og staungin hrotin líklega af hinu mikla regni; en haldist þerririnn við, og guð gefr sól nokkra daga, hirðist hér stórmikið. Á sunnudag- inn var hér fyrsti sólskinsdagr, og er það rétt trú- arraun fvrir fólk í vætutíð, því menn eru hérsiða- vandir að því, að vinna ekki á helgum dögum, en þerririnn er enn staðbetri í dag, og hitinn úr hófij en hér er ekki að tefia við veðr eða vind; þttð leikr ár og dag á öllum áttum. Nú standa hér því sem nærri má geta aliar hendr fram úr erm- um af búkarlalýðnum, að skera og skrýfa kornið- Frá Lundúnurn skrifaði eg yðr með síðustu ferð; má þó vera, að sá Tyrkjapistill hafi orðið stranda- glópr; það var nefnilega mest um Tyrkjann og hátíðabrigðin í London fyrir mánuði síðan. Ijal' eptir sló því þóölluílogn; en meðan Parlamentið er saman, þá er þó enn margt þar um manninnj þegar seta þess er úti, þá er vertíðin úti og fies*; heldra fólk streymir þá út á landsbygðina, eðr út um víða veröld, hvar sem sólin skín á þá. þíngræðurnar hafa verið langar og harðsóltofj hið mikla vandamál, hin nýu kosníngarlög, ha,il staðið fvrir þínginu í fimm samfieytta mánuði, og lítið annað orðið að verki; fjöldi af lagafrumvörp- um af öllu tægi varð að bíða, eða hefir verið flaustr-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.