Þjóðólfur


Þjóðólfur - 15.02.1868, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 15.02.1868, Qupperneq 2
sömuleiðis, að prentuð yrði álitsskjöl nefndar þeirrar, sem næstliðin vetr var kosin til að segja álit sitt um uppástúngu Magnúsar Jónssonar al- þíngismanns, og fulltrúa félagsins, viðvíkjandi ýms- um breytíngum á fyrirkomulagi félagsins. Yerðr hvorttveggja bráðum fullprentað og sent félags- mönnum með fyrstu ferðum, er svo tilætlazt, að þeir kynni sér þetta málefni, svo að um það verði rætt og því ráðið til lykta á Júlí-fundi félagsins í sumar komandi. LEGÖT, NÝAR STOFNANIR og STYRKTAR- SJÓÐIR á íslandi frá byrjun 19. aldarinnar. f 15. ári þjóðólfs bls. 1—4 og bls. 53—55, var skýrt frá einu hinu merkilegasta legati eðr á- nöfnunargjöf sem hefir gjörð verið hér á landi á þessari öld, það er legat sira Ólafs Einarssonar Hjaltesteðs, preststil Saurbæar á Hvalfjarðarströnd, og er gjöf þessi þó eigi eins aðkvæðamikil að sjálfri innstæðunni til, þóað hún gángi þar næst hinni •stærstu, sumsé gjöf Jóns Sigurðssonar á Böggver- stöðum dannebrogsmanns er síðar mun getið, eins og að því hve frábrugðin hún er nálega öll- um þessleiðis gjöfum og legötum 18. og 19. ald- arinnar að allri stefnu hennar og tiigángi. Við þessa skýrslu um Iljaltesteðs gjöfina tengdum vér yíirliti bæði yfir þessleiðis legöt og gjafir 18. ald- arinnar, og svo yfir aðrar stofnanir og félög til almennra framfara hér á landi framundir næstliðin aldamót. Yér höfðum ætlað oss þá þegar að gjöra framhald yfirlits þessa fram til tímans sem nú stendr yfir, þóað það hafi dregizt þar til nú, því málefnið er næsta fróðlegt í sjálfu sér og hefir í sér fólgið það íhugunarefni, sem er merkilegt í mörgu, en þó eigi sízt í því, hvort 19. öldin hafi hér orðið eptirbálr 18. aldarinnar í þessari grein, eða að Íslendíngar hafi einnig í þessum efnum stígið verulegt framfaraspor á yfirstandandi öld framyfir féðr sína á næstliðnum öldum. Til þess að finna hið sanna í þessu, er einkanlega að líta á tvö aðalatriði, fyrst: á tilgáng og stefnu stofn- unarinnar, eðr legatsins, í annan stað á uppruna hennar, þ. e. hvort einn stofnaði eðr fleiri. Menn sjá það nú brátt, að nálega öll legöt og gjafir 18. aldarinnar stefndu eingaungu að því, að bæta úr aðberandi neyð ýinist einstakra manna t. d. ekkna og munaðarlausra barna eðr og einstakrar sveitar. Ekkert af Iegötum cðr gjöfum 18. aldarinnar stefndu beinlínis til al- mennrar viðreisnar landinu og landsbúum, að eins tvö þeirra höfðu nokkuð annan og al- mennari tilgáng: Legat Thorkillii (Jóns þorkels- sonar) oglegat, Árna Magnússonar; þvígjöfThor- killii stefndi þó meðfram að almennri uppfræðíngu fátækustu barna í einni hinni fjölbygðustu þínghá landsins (hinu forna Kjalarnesþíngi) jafnframt því, að börnin skyldi hafa uppeldi af gjöf hans ; og stofnunargjöf eðr stiptun Arna Magnússonar var að vísu næsta almennrar stefnu og þýðíngarmikil til þess að við halda fornfræði vorri og bókment- um, túngu vorri og þjóðerni, eins og brátt kom fram, og hefir borið heillaríkan árángr fyrir fram- farir vorar á ýmsan annan veg, þó að þess færi eigi að sjá neina verulega staði fyrri en fram á þessa öldina kom. Aptr horfðu þau 2 félög sem stofnuð voru á 18. öldinni, hin fyrstu regluleg fé- lög er munu hafa stofnuð verið á þessu landi, sannarlega til almennra framfara. og áorkuðu einnig mikið og gott i þá stefnu, það var Lœrdómslista- felagið (1781 —1795), og Landsuppfrœðíngarfelag- ið, er var stofnað 1794*. þegar slept er þessum 2 félögum, þeim einu er mynduðust á 18. öldinni, og þó eigi fyren að lokum hennar var komið, þá var undirstaða og tildrög allra annara stofnana og gjafa á þeirri öld eigi annað en örlyndi og veglyndi einstakra manna; og það var að vísu eigi tiltökumál, þóað aldarháttrinn og eymdarhagr landsmanna beindi veglyndi þeirra manna fremr í þessa áttina, að ánafna gjöf nokkra eptir sinn dag er mætti verða til þess að styrkja ekkjur og föðurlausa og bæta úr eymd og skorti hinna snauðu. það var í fleira en þessu, að sú skoðun kom fram á 18. öldinni, eigi síðr hjú Íslendíngum sjálfum heldren hjá stjórninni, að þeim væri naumlega nein viðreisnar- von framar. «Guð hjálpar hverjum þeim og viðreisir, sem sjálfr vill sér hjálpa og viðreisa sig», — þettavirð- ist 19. öldin að hafa haft því hugfastara sem lengra kom fram á hana, og hefir það eigi komið hvað sízt fram í félögum þeim til almennra heillá sem myndazt hafa á öldinni; styrktarsjóðir þess- arar aldar og ýms legöt eðr gjafastofnanir ein- stakra manna færa sönnur á hið sama yfir höfuð að tala; því þóað einstöku legöt sé þau á þessarí öld, er ánafna t. d. hreppnum», eða «hreppsins kassa» gjöfina, »svo að landskuld og leigur skuh 1) Félag þetta mnn hafa staþit) og starfaí) sem félftS fram til 1815—18, en var þii vi?) lýt&i a?) nafniriu fr3111 l'J. Júlí 1827; sjá 15. ár pjótiúlfs bis 54, og „Bókm®nt irnar íslenzku" cptir Tómás Sæmundsson í 5. ári Fj1 *’*111 ’ bls. 73-145.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.