Þjóðólfur - 08.04.1868, Side 6

Þjóðólfur - 08.04.1868, Side 6
— 82 kvæmdist í fyrra sinni eptir nefnda skoðun dýra- læknis, eða 17. d. s. mán. |>essa varúð áleit eg ekki þurfa að spilla neinu, en slteytíngarleysi geta skaða valdið, ef svo óhappalega skyldi til takast, að þessi hörundskvillavottr reyndist með tímanum að verða hættulegr; útaf þessum aðgjörð- um, gaus þóupp hinn vanalegi grimmi óhróðr's eldr, er gaf mér tilefni til að beiðast opinberrar rann*óknar á heilbrigðisástandi lamba þessara sjö- unda hvern dag til næstu vetrarvertíðarloka, og er nú þegar sú ráðstöfun gjörð. Um leið og eg enda þessa leiðréttíngu, — sem eg vona að enginn geti vefengt — þá óska eg þess af alhuga, að enginn Grímsnesíngr, hverra félagsbróðir eg nú er búinn að vera í næst- um full 23 ár, haltri ei lengr svo til beggja hliða að bjarga sjálfum sér með því að bjarga tnilt‘S'í> þeim rúmum 7 púsundum fjár sem enn eru eptir óeyðilagðar, að hann láti alveg tælast útí þau vandræði er baki honum sjálf- um og öllum öðrum hlutaðeigendum ómetan- legt tjón, og þúngt ámæli allra þeirra ágæt- ismanna, er unna fóstrjörðu vorri sannra fram- fara í öllu góðu. Þetta se hérmeð öllum 'peim «í eyra sagt» er hlut eiga að máli. Búrfelli í Grímsuesi 9. d. inarzm. 1868. Jón Halldórsson. HOKKRAU ATHUGASEMDIR til herra Jóns Sigurðs- sonar alþíngismanns Ísfirðínga í Kaupmannahöfn. (Frá Jéiii Gu bm ii n dssy n i þíogmauui Vestr-Skaptfell- ínga og útgefauda þjdfcólfs). I. í f. árs þjóðólfi 19. ári, 187. bls., þar sem eg ncyddist til að gjöra aðferð alþíngisforsetans 1867 við undirskriptina og afgreiðsluna til konúngs á á bæuarskrá þíngsins í stjórnarskipunarmálinu að opinberu umtalsefni, lýsti eg því að sönnu yfir, að eg einnig væri til knúðr að hrinda af mér þeim ósanninda áburði er hinn sami herra Jón Sigurðs- son þíngmaðr Ísfirðínga og alþíngisforseti hafði haft sér til ágætis að gjöra þrjár atrennur til að yfirfalla mig með á prenti þar á undan í sumar er leið En eg var samt horfinn að mestu frá þeirri fyrirætlan minni, alt þángað til «fíréfið úr Reykjavík 22/0 67« birtist í blaðinu «Norðanfara» 31. Jan. þ. árs, og barst híngað til Suðrlands í næstl. mán. Bréf þetta, er fyllilega forræðr höf- und sinn, er sjálfsagt að aðalefninu til ekkert ann-> að en misheppnuð, og meira að segja, siysaleg útfarárminníng yfir fjárkröfuþembing meirahluta þíngsins 1865 og fjárkröfuskilyrða rembíng meira- hluta þíngnefndarinnar í stjórnarskipunarmálinu 1867, því allar þessar hundraðþúsund dala fjár- kröfur eða réttarkröfur, sem getnar voru og fædd- ar af hinum minsta hluta ennar konúnglegu fjár- skilnaðarnefndar í Kaupmannahöfn 1862 (Kgl. um- boðsskrá 20. Sept. 1861) — göfugt var ætterni og uppruni þeirra, ekki vantaði það, — og öll þessi bólgnn fjárkröfu skilyrði 1867, er sleit mig frá hinum 7 meðnefndarmönnum mínum, en þó eigi fyr heldr en við allir 8 vorum búnir að ræða stjórnariaga frumvarpið og koma oss niðr á hverri breytíngu i allri eindrægni og með góðu sam- komulagi, allar þessar fjárkröfur og fjárkröfu skil- yrði eru nú úr sögunni, þau eru nú dauð, meiri- hluti stjórnarbótar nefndarinnar 1867 varð sjálfr til þess að sjá fyrir þeim með nafnakalli, aukheldr aðrir, svo þeim var «lógað« í einu hljóði með öllum 26 atkvæðum1. Einmitt af því að svona var nú komið þessu ágreiníngsefni milli okkar herra J. S., hinu eina er eg veit til að hafi komtð milli okkar síðan á al- þíngi 1865, og hið eina sem eg fæ' skilið að hafi getað gefið honum tilefni til að leggja mig svona í Cinelti í ritum sínum næstl. sumar með ósönn- um ásökunum og sakargiptum, þá var eg horfinn frá því aptr að hrinda af mér opinberlega þess- um áburði hans. Fjárkröfum hans og réttarkröf- um frá 1865, og fjárkröfuskilyrðum frá 1867 voru þeir meirihlutinn sjálfir búnir aðfyrirfara; eg vildi ekki verða til þess að hælast nm þær ófarir sízt að fyrra bragði, né að vekja þær upp aptr á neinn veg, allra sízt áðren alþíngistíðindin 1867 værikom- inn út. Eg gat ekki gjört mér í lund, að herra J. S. og meirihlutinn hans vildi verða fyrri til að hreifa við hinurn dauða búk, — að vekja þetta niðrlægíngar mál upp aptr, allra sízt fyren þeir gæti fundið orðum sínum stað í alþ.tíð. og með skýrskotuu til þeirra; og eg gat ekki ætlað þeim að þeir myndi róa svona að því ðllum árum að verða laungu á undan alþ.tíð. til þess að skýra alveg skakt frá málalokum, og gagnstætt því sem alþ.tíð. herma, — og að skýra svona frá í blaði, sem svo margfalt fleiri lesa heldr en alþ.tíðindin. Og að vísu er það samt sorglegast og óyndislegast fyrir herra J. S. og meirahlut^nn sjálfann, hvern- ig þeir láta hin síðustu afdrif fjárkrafanna frá 1865 og fjárköfuskilyrðanna 1867 koma þarna 1) Sjá tólul. 230 í atkvællaskráiini í Stjórnarskipunarmál- inu og atkvæfcagrei?)slii þíngsius vifc þann tö]uJ, í Alþ tío- 1867 I. bls 1027 — 1028, sbr. vifc II. bls 032.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.