Þjóðólfur - 23.05.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.05.1868, Blaðsíða 3
— 103 sem lireppsmenn liafa sarnið, og áleit fundrinn seskilegt, að allir nefndarmenn reyndi að stofna samkynja fyrirtæki liver í sínum hreppi. 4. Kom til umræðu, uppástúnga um vöru- vöndun og verzlunarfélag. Eptir lánga umræðu, var það eindregið álit fundarins, að brýna nauð- syn bæri til að taka þetta mál til nákvæmrar í- hugunar, eptir því sem nú er ástatt, og var kosin til þess 3 manna nefnd, að koma sér niðr á fasta stefnu, hvernig verzlunarfélagi yrði ákomið í sýsl- unni. 5. Uppástiínga wm bindindisfetag. Eptir nokkra umræðu var það ályklað af öllum fundar- mönnum, að algjört bindindi allra áfengra drykkja væri nauðsynlegt og æskilegt, og lofuðu allir nefndarmenn, að framfylgja því, hver í sínum hrepp, eptir fremsta megni. En væri þess engi kostr, að algjört bindindi kæmist á, þá stakk fundr- inn uppá, að helgidaga bindindi væri betra en ekki, og voru kosnir 3 menn, til að semja reglur fyrir bindindisfélagi þessu. G. Uppástiínga um matarsölu út úr landinu og innan lands verztun. Eptir nokkra umræðu var það ályktað, að takmarka, sem mest, matar- sölu út úr landinu, einkum móti ónauðsynja vöru, og um fram allt, að sporna við því, að fé yrði framvegis rekið úr sveitunum óverðlagt til kaup- manna, og lofuðu allir nefndarmenn, að stofna samtök hver í sínum hrepp, til þess að engi reki fé að haustinu til kaupmanna, heldr að þeir sjálf- ir sendi eptir fe því, er bændr vilja selja þeim, og að um kaupin sé samið heima í héraði, og skora á sjávarbændr, að þeir heldr skipti við sveita- bændr með fisk sinn, en leggi hann inn til kaup- manna. 7. Iíom fram uppástúnga, um borgun fyrir greiða. Eptir nokkra umræðu komst fundrinn til þeirrar niðrstöðu, að hver sá búandi, sem er í þjóðbraut fyrir ferðamönnum seli greiða með sanngjörnu verði, og birti í þjóðólfi með hvaða verði greiðinn er falr. 8. Kom til umræðu málið, um Ilotnsvoga- vörðinn, og voru allir fundarmenn á nauðsyn varðarins og að varðstöðvarnar hlyti að vera á sama stað og áðr, var því ályktað, að skrifa amt- manninum enn á ný, og biðja hann um styrk til varðarins af amtinu, og voru til þess kosnir 2 menn. 9. Alþíngismaðr II. Pétrsson vakti athuga fundarins á stofnun alþýðuskólans á Borðeyri, og auglýsti þar að lúlandi boðsbréf. Málefni þetta fékk á fundinum góðar undirtektir, með því öllum er auðsætt, að ef stofnun þessi kæmist á fastan fót, hlyti hún að verða til hinna mestu og varan- legustu framfara, og lofuðu nefndarmenn að gáng- ast fyrir, að reyna að ná samskotum hver í sín- um hrepp og koma þeim til alþíngismannsins, ef það þætti hægra, en að Borðeyri. 10. Var rætt um, að seintca fjárrettum um eina vittu. Eptir lángar umræður samþykti fundr- inn, að sýslunni væri skipt í 3 hluta, eptir því sem upprekstr ræðr, um Norðrá og Haffjarðará, vegna ólíks landslags, og voru kosnir 3 menn til að rita sýslumanni og biðja hann áð leita atkvæða allra búenda í hverjum hluta út af fyrir sig. 11. Ivom til umræðu uppástúnga eins fund- armanns um það, að sltýra frá á prenti aðgjörð- um fundar þessa, og samþykti fundrinn það, að láta prenta ágrip af fundargjörðunum í þjóðólfi, og voru kosnir 2 menn til að búa fundargjörð- irnar undir prentun. Með því ekki komu fram fleiri uppástúngur, og dagr var liðinn, sagði fundarstjóri fundi slitið. Pórðr Pórðarson. Hjátmr Petrsson. Ásgeir Finnbogason. G. P. Stefánsson. —• Verzlunin þóktiþúngbær næstliðið ár 1867, víðsvegar um land, og hún var það að vísu að fleiru en því, hvað verzlunarhagsmunirnir stóðu langt ú baki hinnar einstöku verzlunar-veltu 3—4 árin þar næst á undan 1863—1866, slík veltiár verzlunarviðskiptanna hafa aldrei yfir ísland komið síðan það fyrst bygðist, og óhætt er að fullyrða, að þessu hafi það verið mest að þakka, að eigi hefir þó kent þyngri afleiðínga af hinum lánga harðærakafla sem yfir oss hefir gengið nú í 11 ár síðan með árslokum 1856, ýmist yfir allt land en ýmist nú yfir þenna og nú yfir hinn hluta landsins, með víkíngsvetrum og vorhörkum, með gróðrleysi um vor og framanvert sumaf, og með skepnufelli þeim og málnytubresti er með fram hefir hér af leitt víðsvegar um land þessi árin, og þar á ofan 3 ein hin mestu fiskileysis ár innan um. Ef vér rennum augum yfir slíka harðinda kafla á 2 næstliðnu öldunum, og þó að færri árum skipti, þá sjáum vér, að jafnan fylgdi þeim harðrétti og húngrsóttir og meiri og minni mann- fellir. 18. öldin sýnir þelta bezt og mannfjöldinn í landinu sem var þegar hún gekk í garð : 43,377 manns (ár 1703), og þegar henni var lokið eigi nema 47,207 (ár 1801)x. En þessi 11 ára 1) Kúlkstalau á 1S. öldiimi komst bæst árib 1778, 49,803

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.