Þjóðólfur - 23.05.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.05.1868, Blaðsíða 2
— 102 — síðir útkljáð með samkomulagssættum milli yfir- stjórnenda hennar (stiptsyfirvaldanna) og útgefenda blaðsins. í XVIII. ári j>jóðólfs bls. 111,121, og 185 var skýrt frá, upptökum þessa máls og gangi þess þá um sumarið, að skuld útgefenda »íslend- íngs« til prentsmiðjunnar var þá um haustið 970 rd. alls og alls, og að þá gátu útgefendrnir eigi unnizt til að bjóða rífari boð en þau sem þar var frá skýrt: að þeir 6 útgefendanna vildu greiða prentsmiðjunni sína 60 rd. hver þeirra, en Einar þórðarson sinn sjöunda hluta af skuldinni afdrátt- arlaustfyrir 1. og 2. ár blaðsins, er hann taldi að þá væri 68 rd. 9 sk.; en þaraðauki vildu allir útgef- endrnir eptirláta henni til fullrar eignar bæði allar úti- standandi og óloknar skuldir fyrir blaðið, og svo í annan stað allt það sem óútgengið væri og ó- selt af upplagi allra 3 fyrstu áranna. |>egar þessi boð þeirra komu fyrir lögstjórnina, vildi hún með engu móti gánga að þeim fyrir prentsmiðjunnar hönd, síst að taka við skuldunum og því sem ó- selt var af upplaginu. Lagði því sljórnin fyrir stiptsyfirvöldin, að ef þeir útgefendrnir eigi vildi bjóða rýmri boð en þessi — en það skyldi að öðru leyti vera á yfirstjórnendanna valdi að tiltaka þau boð nákvæmar og gánga svo að eðr frá, — þá skyldi höfða mál á móti útgefendunum öllum sam- an undir dóm til lúkníngar allri skuldinni. Nú er yfirstjórnendrnir fóru að semja um þetta nákvæm- ar við þá í fyrra sumar, þá munu þeir 6 hafa látið sig með að bjóða þau sætlaboð, að þeir skyldi greiða sínalOOrd. í peníngum hver þeirra; og með því stiptsyfirvöldunum mun eigi hafa þókt þau boð jafnóaðgengileg sem hin, er voru í boði haustið 1866 og hér var getið að framan, þávoru þau borin enn af nýu undir samþykki lögstjórnar- innar. Svar hennar kom nú með «Fylla« hér í vor, og mun þar hafa verið lagt samþykki á boð þessi, víst að mestu leyti, en þó lagt fyrir yfir- stjórnendrna að reyna að fá þá, alla útgefendrna, til að undirgángast jafnframt, að eins mætti prent- smiðjan eiga aðgáng að hverjum einum þeirra um alla greiðslu þessara samtals 700 rd., er þeir höfðu þannig skuldbundið sig til að greiða sam- tals, (eða að þeir skyldi vera skuldbundnir in so- lidum til þessarar greiðslu), eins og af hverjum þeirra útaf fyrir sig, um greiðslu þeirra 100 rd., er hver einstakr hafði lofað að láta. Stiptsyfir- völdin kvöddu nú alla útgefendrna til fundar um þetta, 11. þ. mán., er mælt að þeir hafi allir af- sagt það hver með öðrum að undirgángast þenna nýa skildaga, og hati þá verið farið ofan af hon- um, en látið standa við 100 rd. greiðsluna frá hverjum þeirra. FRÁ SÝSLUNEFNDARFUNDI MÝRAMANNA. Árl868 föstudaginn hinn 1. Maí var sýslunefndarfundr fyrir Mýra- og Hnappadalssýslu settr og haldinn að Litlugröf í Borgarhrepp, sam- kvæmt skriflegri fundarboðun frá formanni nefnd- arinnar hreppstjóra J>. þórðarsyni á Rauðkollsstöð- um, dags. 6. April þ. á., af þar til kjörnum mönn- um úr öllum hreppum sýslunnar, nema Iíolbeins- staðahrepp, þar sýslunefndarmaðrinn þar var hindr- aðr sökum veikinda. Mættu þessir á fundinum: 1. úr Hvítársíðu Ásmundr bóndi Þorsteinsson. 2. þverárhlíð alþíngismaðr H. Petrsson og Jón bóndi Jónsson. 3. Norðrárdal, prestrinn sira G. Þ. Stefánsson. 4. Stafholtstúngum, dbrm. A. Finnbogason. 5. Borgarhrepp, varaþíngmaðr 11. Bjarnason. 6. Álptaneshrepp, Hallr bóndi Jónsson. 7. Hraunhrepp, Helgi hreppstjóri Helgason. 8. Eyahrepp, Þórðr hreppstjóri Þórðarson. 9. Miklaholtshrepp, Magnús hreppstjóri Jónsson. Formaðr setti fundinn, eptir að hafa ávarpað fundarmenn og bauð þeim að kjósa fundarstjóra, og varð nefndarformaðrinn |>. þórðarson fyrir þeirri kosníngu, en hann tók sér til aðstoðarmanns al- þíngismann H. Pétrsson, þvínæst bauð fundar- stjóri mönnum að kjósa skrifara, og stakk einn fundarmannauppá sýslunefndarmönnunum úrNorðr- árdal og Stafholtstúngum og með því enginn hafði á móti þessu vali, þá tókust nefndir menn þann starfa á hendr. 1. Iíom til umræðu, hvort nokkra breytíng þyrfti að gjöra á reglum nefndarinnar, er samdar voru fyrra ár, og stakk einn nefndarmanna uppá viðauka við 6. og 8. grein, er fundrinn samþykti. 2. Var stúngið uppá, að sýslumaðrinn væri sjálfkjörinn í nefndina og ritaði fundrinn honum bréf þess efnis. 3. Sýslunefndarmaðrinn í Hraunhrepp skýrði fundinum frá, að 2 hreppar sýslunnar, Kolbeins- staða og Hraunhreppr, hefði gengið í félag á næstliðnu hausti, og stofnað sjóð til jarðabóta, er ýmsir heiðrsmenn utan héraðs hafa veitt höfðíng- legan styrk, og gat hann þess, að upphæð sjóðs- ins mundi vera orðin hér um bil 30 ærvirði, og er ætlazt til að leigunni af þeim sé varið til verð- launa eptir 2 ár, handa þeim sern mestan dugn- að sýna í ýmislegum jarðabótum, eptir lögum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.