Þjóðólfur - 23.05.1868, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.05.1868, Blaðsíða 4
— 104 — harðærisbálkr hefir, guði sé lof, ekki haft neinn mannfeilir í för með sér, þó að lands fólkið væri nú orðið V4 eðr nál. 17,000 manns fleira heldr en það var flest á 18. öldinni. Og þessi ómetan- legu viðbrigði eru mest að þakka því hve einstaklega hagstæð að verzlunin hefir verið landsmönnum öll hin næstliðnu ár þángað til í fyrra. Vér sögðum, að verzlunin hefði orðið oss næsta þúngbær næstl. ár og það að fleiru en því, hvað þábrast stórmikið áverðhæð alirar íslenzkrar vöru vorrar við það sem verið hafði undanfarin ár. Hér lenti ekki við það eina, að landsmenn urðu að láta sér lynda allt að því þriðjúngi rýrara út- svar fyrir ull sína og saltfisk, eigi heldr við það, að kornvaran var þegar um há lestirnar nokkuð dýrari heldr hún var árin næst á undan, heldr var það jafnframt tvent annað er gjörði verzlunar óárið 1867 en þúngbærara fyrir lands- menn. Fyrst var það, að mikill málnytu brestr var nálega yfir land allt í fyrra sumar, og knúðust því sveitabændr til allt að því þriðjúngi meiri kornkaupa heldren í meðalári; og þar sem aptr sumar-kornbyrgðirnar voru í flestum kaupstöðum með minsta móti og alveg ónógar til að bæta fylli- lega úr þörfum manna, en helzta sumar varan: ullin og saltfiskrinn, tekinn með svo niðrsettu og lágu verði við það sem fyr hafði verið, þá máttu flestir sveitabúar til að fresta öllum þriðjúngi kornkaupanna fram á haust og vetr, en kornið sem þá fluttist, var hækkað í verði, eins og kunn- ugt er orðið, yfir land allt (nema einúngis íYest- manneyum, þar sem sumar byrgðirnar entust víst fram í Góulok) — 2 rd. víðast, en 4 rd. hér í Reykjavík, og stjórnar kornið er kom til Norðr- landsins. Annað, er þrengdi verzlunar kjörum manna mjög svo í fyrra, og þó meir, að vér ætl- um, í öllum útkaupstöðunum víðsvegar um land heldren hér í Reykjavík og í öðrum kaupstöðun- um hér Við Faxaílóa, var það, hvað kaupmenn tóku þvert fyrir að lána og það eins munaðarvöru sem nauðsynjavöru, og bættu því ofan á að ganga ríkfc eptir eldri verzlunarskuldum, en þetta varð, öllum þeim mun þúngbærara sem minna vildi nú verða úr vörunni eins til skuldalúknínganna eins og til nauðsynja kaupanna. það kann að virðast, að vér séim hér helzt til of margorðir um liðinn tíma og ársgamla verzl- od á þeim 3 árum 1784—1786, hrnndi landsfólkife nitír frá 48,894, oins og þaí) var mn árslokiu 1783, til 38,363 eins og taldist hhr um árslok 1786, þ. e. 10,521 manus, er hruudu niþr á þessum siimu 3 árum. unarþröng vora, og það væri líka makleg ámæli, ef að nú þækti mega sjá fyrir endann á verzlun- arþröng þessari, ef að hún eigi þvert í móti lægi opin fyrir miklu þyngri og ískyggilegri heldren hún var í fyrra; því nauðkanna verðr hverja mein- semd sem er, efað nokkur bótskalvið henni ráðin. Íslendíngar hefja nú verzlunarviðskipti sín af nýu á þessu ári og með nýu sumri 1868, og getr varla nokkur verið svo sljóskygn, að eigi sjái hann, að næsta þúngbúin ský grúfi þar yfir oss. Vetr- vertíðaraflinn hefir brugðizt í öllum aðalveiðistöð- um vestanlands og sunuan, svo að varla má telja uppá þriðjungs vetrarafla í kaupstað, til móts við meðalár; sjáfarbændr flestir með eigi litlum skuld- um fyrir í verzlunarbókum út af kostnaðarsamri vetrarútgerð sinni; sveitabændr vart með meira en helmíng tólgar við meðalárs tólg, því haust- skurðrinn var alstaðar rýr á mör, mikið fé látið í kaupstað á fæti víðsvegar um land uppí eldri búð- arskuldir og til þeirra nauðsynjakaupa, er sumar- varan eigi hrökk fyrir, en eigi lítilræði af tólg selt í vetr í sjóplázin og manna í milli, sakir viðbitis- eklunnar, fyrir hærra verð í peníngum heldren kaupmenn geta nú tekið hana í reikníng. |>að er þá ullin ein og tóvaran, í þeim sveitum þar sem henni er að skipta, er menn mega byggja á að verði engu minni í ár að vöxtunum þegar yfir alt land er litið, heldren hún var í fyrra, heldr að vísu nokkuð meiri úr öllum fjársveitum, þar sem sauðfénaðr allr, sem lifir, gengr nú undan svo einstaklega vel, og ldýtr því að skíla reyfum sín- um með allra drjúgasta móti. Vér komum þá nú í kaupstaðinn bæði sveítar- bændr og sjóarbændr. Sleppum því núna fyrst, hvað vér munum fá fyrir þessa okkar litlu kaupvöru, er vér nú höfum handa í milli og getum lofað; reynd- ar er síðr en ekki líflega spáð fyrir fiskprís að þessu sinni, ef eigi skyldi von í að fá meira en 15—18 rd. mest fyrir saltfiskinn1, og eigi nema 1) þaí) kvab þó vera áreiþanlega satt, er sagt var hér í staíinum strax eptir aþ skipiþ „Flor de Marie,, kom hhr 12. f. mán. til aí> sækja saltflskinn til þeirra Havsteens, Möllers og Smiths verzlana, ab stórkaupmaþr sá í Bilbao, Mohwinchel aí> nafni, er hafþi fullgjórt kaup á fiskfarmi þessum vií) té?)a kaupmenn vora þegar í fyrra sumar, fyrir 20—22 rd. hvert skpd. hér á staþnum, (skipib „Bergen, er fórst her í fyrra haust átti þá ab sækja þann flskfarm), hafl 8krifaí) kaupmanui N. Chr. Havstein í Kaupmannahöfn til, áí)r en Flor de Maria var nú send af stab, og hafl hann þar boíiií) Havsteen, eí» jafnvel mælzt til þess: „aí> haun keypti nú aptr af sór allan þonna sama saltfiskfarm eins og hann væri bér a stabnum, í húsum kaupmanna vorra, fyrir 16 Bankomörk þ. e. tíu ríkisdali 32 sk. hvert skippnnd“. pab er full-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.