Þjóðólfur - 29.09.1868, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.09.1868, Blaðsíða 1
20. ár. Reylijavík, 29. September 1868. 43.-44. — Póstskipið er enn ókomið í dag um nónbil, og er það nú bert, að ekki hefir lögstjórninni orðið kápan úr því klæðinu að geta haft fram skipulegri og áreiðunlegri gufuskipsferðir híngað í ár, heldren verið hefiráhinum seinni árum, þóað hún léti þetta alvolduga danska gufuskipafélaghafa sig fyrir fótaskinn, einsog varð með nýa samn- íngnum við félag þetta í Marzmán. þ. árs, er stjórnin varð að sæta þeim aíarkostum af félaginu, — en það var mest ef eigi eingaungu að kenna fyrir- hyggjuleysi og óskiljanlegum undandrætti sjálfrar hennar, í því að hafa gufuskipsferðirnar opinber- lega á boðstólum bæði í Danmörku og Englandi í tæka tíð, í stað þess að ekkert var nú auglýst um það, að þær væri á boðstólum (af því hinn eldri samníngr við félagið vará enda með árslok. 1867), fyren rúmum hálfum mánuði áðren skipið álti að leggja af stað frá Khöfn að réttu lagi, — og varð svo stjórnin fyrir þetta ráðlag sitt að sæta þeim afarkostum, (segjum vér) af félaginu, að gjalda 6000 rd. meiraá ári, — þ. e. 20,000 rd. árlegaalls og alls, í leigu fyrir að haldauppi þessum 6 gufuskipsferð- um, umhin næstuðár, — heldren verið hafði nokk- uru sinni fyrri. Og fyr má nú vera, að einhverju litlu skakki um ferðir þessar, einsog félagið sjálft hefir fyrirfram ákveðið þær og auglýst í dönskum, ensk- um og íslenzkum blöðum (sbr. auglýsíngnna í þ. árs þjóðólfi bls 116), heldren svo sé ein30g nú er komið, að 5. ferðin var ákveðin héðan 14. Sept. (þ. mán.), en nú er það ókomið hingað 29. s. mán. (í dag) og getr því alls eigi komizt héðan, — ef það annars kemr nokkurntíma, fyren 12. —14.0kt. eða fullum mán. seinna en ákveðið er. — Aðal- póstferðirnar vestanlands og norðan ogþaðanhíng- að, verða allar að haggast og leika á riðli sakir þessarar óreglu gufuskipsferðanna og gabbs af hendi reiðaranna, er engi landstjórn önnur mundi láta bjóða sér í svo mikilsvarðandi efuum. — Tveimr aðkvæðabændum hér á landi hafði • 1 t verið veitt heiðrs medalja til að bera opin- berlega á mannfundum: annar þeirra er Halldór bóndi Jónsson á Hrauntúni í þíngvallasveit. — BÓKMENTAFÉLAGIÐ. — Föstudag 18. Sept. þ. á. var hinn annar almenni ársfundr hald- inn í Reykjavíkr-deild félagsins. Yaraforsetinn Jón þorkelsson skólakennari stýrði fundarstörfum, því að forsetinn, Pétr biskup Pétursson, var eigi á fundi, heldr hafði hann sent þángað bréf og mælzt til að leysast eptirleiðis af forsetastörfum. En þó mönnum væri eplirsjá <að honum, er svo lengi og vel hafði veitt félagsdeild vorri forstöðu, þótti samt ósanngjarnt, að verða eigi við þessum tilmælum hans, og var þvi Jón Porkelsson kjör- inn forseti í stað hr. biskupsins. Uinir aðrir embættismenn félagsdeildarinnar urðu þessir: fé- hirðir Jens Sigurðsson yfirkennari, skrifari Páll Melsteð málaflutníngsmaðr, bókavörðr Jón- as Guðmundsson skólakennari, varaforseti Jón Pét- ursson yfirdómari, varaféhirðir Ilaldór Guðmunds- son skólakennari, varaskrifari Helgi Einarsson Hegesen yfirkennari barnaskólans, og varabókavörðr Jón Ámason umsjónarmaðr lærða skólans. Tveír menn sögðu sig úr félaginu, en þrír bættust nýir við. Vér óskum ogvonum, að sem flestir af lönd- um vorum, er svo alment eru fróðleiksgjarnir, vili gánga í bókmentafélagið og styrkja það þannig með tillögum sínum til þess að vinna landi og lýð gagn og sóma. Vér biðjum hvern góðan mann að athuga, að hann gjörir það sem í hans valdi stendr til að styðja bókmentir og framfarir ís- lands, ef hann gjörist félagsmaðr og leggr fram sinn litla skerf. Uann sáir niðr góðu korni i akr fóstrjarðarinnar, og upp af því hlýtr eittbvað gott ■að spretta fyr e$r- síðar. Vili einhver senda deild vorri gömul handrit eða gamlar bækr og skjald- séðar, verðr því tekið með þökkum. BJARGARSKORTRINN. því miðr heyrist nú víðsvegar um landið tal- að um yfirvofandi bjargarskort í ýmsum sveitum, og hefi eg af eigin reynslu á ferð minni um vestr- land séð ljós merki til að þetta eru engi munn- mæli. Ilér er auðsjáanlega mikil hætta á ferðum oghún svo alvarleg, að til vandræða horfir í mörg- um sveilum, ef eigí verða rammar skorður viðreist- ar, meðan tími er til, og ráðrúm fæst til að af- — 169

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.