Þjóðólfur - 29.09.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.09.1868, Blaðsíða 3
171 — að búast við að komast framúr þessum vesældar- dómi sem hefir viljað loða við land þetta hefði legið í um lángan aldr og sem nú virðist óðum ætla að færast yfir oss eins vægðarlaust eins og á 2 næstliðnum öldum. það er gamalt máltæki, að »hollr sé heima- fenginn baggi», og er það mála sannast; við Íslendíngar höfum helzt oflengi forsómað ýmisleg matvæli sem finnast í landinu, og látið þau alveg ónotuð oss tii hins mesta skaða, og framfara hnekkis. Látum nú þessa neyðarinnar tíð, sem auðsjáanlega steðjar að oss, kenna oss að leggj- ast á eitt til þess með ráði og dáð að komast sem bezt fram úr vandræðunum, vandræðum sem eigi alleina nú steðja að oss en sem vér megum vænta að muni fara vaxandi eptir því sem hinn annar atvinnuvegr lands þessa, eg meina fiskiafl- inn, þverrar svo að kalla ár frá ári. það eru því miðr sorgleg sannindi, að flskiafli landsins er svo að kalla gjörsarolega að eyðileggjast. Margar hinar helztu veiðistöður eráðrvoru, eru eyðilagð- ar af fiskifiota framandi þjóða, einkum Frakka, er draga fiskinn meira og meira út frá landinu svo að báta fiskiríið er á förum. Frakkar munu nú hafa hér við land um 400 fiskiskipa sem liggja til fiskjar í kríngum landið allt frá austfjörðum og norðr fyrir Vestrhorn. Klaganirnar, sem svo iðu- lega og frá öllum stöðuin landsins, hafa borizt til Alþíngis yfir því, hvað nærgaungulir þessir útlendu fiskimenn sé opt og tíðum, sýna bezt fram á, hvers íslendingar hafa að vænta framvegis, og þó komið hafi einstöku ár er fiskazt hafi nú um hið síðasta 10 ára bil, þá eru þó hin lánglum fleiri hvar vetrarvertíðirnar hafa alveg brugðizt hjá því sem var í fyrndinni. Lestahlutirnir sem hér voru áðr, eru nú alveg horfnir og fjöldi hinna beztu veiðistaða t. a. m. Dritvílt og öll fiskiverin í kríng- um jökul eru nú gjörsamlega eyðilögð. Hið sama er nú farið að verða ofan á hér i Faxaflóa, þar eð mest allt vetrarfiskirí má kalla eyðilagt undir Vogastapa og í Hafnarfirði og nú kvað, samkvæmt áreiðanlegra inanna dómi, vera orðið eins við ísa- ljarðardjúp og á Vestfjörðum en hvernig Vest- nianneyar og austr-fiskiverin eru komin, er ljós- ®ra en frá þurfi að segja. í stuttu máli, allt bendir á að fiskiafli íslands, sem aðalatvinnuvegr, á förum, því þó menn á vorin, sumrum og baustum sé að reita smáfisk og ísu, þá vita alfir, að slikrafii er varla annað en höfðatalan, sem opt getr yerið mikil í orði en verðr allt minna úr á borði. f>að fyllir að vísu mikið í munni hjá sum- um, þegar sagt er að sá eða sá hafi fengið 5—6 hundraða fiska hlut á vor- eða haustvertíðinni, en þegar öllu er á botnin hvolft, þá er þetta smælki sjaldan meira en þrjár til fjórar vættir fiska, og optast lángtum minna, afþví útróðrarmaðrinn hefir orðið að hafa mikið af hlutnum til viðrværis sér, meðan hann var við sjóinn. Eg heyri sagt, að bændr hafi í sumar víða hvar um landið byrgt sig upp að fjallagrösum; og er það bæði vel og hyggilega gjört, og óskandi, að sem flestir vildi fylgja þvi dæmi; en minnaheyri eg talað um að nota söl og fjörugrös svo sem vert væri, og mun það meðfram koma af því, að menn eru orðnir því óvanir. Til þess að leiðbeina landsmönnum mínum í þessu efni ritaði eg grein í blaðinu fslendíngi, um notkun ýmsra matvæla hjá oss, og hefi eg nú í hyggju að láta ritgjörðir þær koma út í sérskildum bæklíngi, ef þær kynni að geta orðið einhverjum til leiðbeiníngar og að not- um. Reykjavík 19. September 1868. J. Hjaltalín. SKÝRSLA um v ö r u s ý n i n g u n a í lieykjavík. Samin og send af forstöðunefndinni. Sýnishorn af vörum þeim, að þessu sinni að eins saltfiskr og ull, sem vörumatsmennirnir hafa skoðað jafnframt og þær hafa verið lagðar inn til kaupmanna hér í bænum, og álitnar voru betr verkaðar heldr en alment viðgengst, ogþessvegna einnig borgaðar með nokkuð hærra en algengu verði, voru, eptir auglýsíngu fyrirfram, almenníngi til skoðunar í «Glasgow» dagana 15., 16. og 17. þ. m., eru inolagðar af hér tilgreindum mönnum: A. Upphæð innlagníngar í saltfiski. Nr. skpd.lpd.pd. 1. ab J>orláki þorkelssyni á Bakka . 6 3» 2. Ingibjörgu, ekkju á Hausthúsum (Rvk) » 17 6 3. Hróbjarti Andréssyni á Eyvindarstöð. » 10 » 4. Grími Guðnasyni á Seli ... 1 » • 5. abc þorkeli Guðmundss. á Káravík 4 9 6 6. Jóni Arasyni á ívarshúsum ..258 7. Gissuri Guðmundss. Miðhús. (Rvk.) 1 10 » 8. Guðmundi Helgasyni á Grjóta .'1 3 12 9. Arnóri Oddssyni á Mýrarhúsum . 1 » • 10. ab Sigurði Arasyni hreppst. á Gesthús. 9 11 14 11. Guðmundi Björnssyni á Efstabæ .342 12. abc Guðmundi Erlendssyni á Rvk, 20 4 10 13. ab Ólafi Steingrímssyni á Seli .246 14. ab Einari Einarss. hreppst. Ráðagerði 4 10 » 15. fvari Jónatanssyni á Seli . . . 1 13 2 16. J>orláki Guðmundss. hreppst. Miðfelli 1 » »

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.