Þjóðólfur - 13.11.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.11.1868, Blaðsíða 2
um jarðskjálftum mánudagskveldið, hinn 2. dag nóvemberm.; kom þá allharðr kippr nálægt kl. 11, og litlu síðar annar, og var sá langharðastr allra þessara jarðskjálfta, og svo harðr, að uaumast mun annar jafnharðr hafa komið hér í Reykjavík í langa tíma. Á milli þessara tveggja kippa virtist ekkert algjört hlé verða á hristingnum. Eptir þennan hinn harða kippinn kom tneð litlu millibiii að minsta kosli einir 6 rykkir, en allir smáir, og þó enn nokkrir síðar um nóttina. Síðan fundust við og við smájarðskjálftar fram eptir vikunni, og hinn síðasti nóttina milli föstudags og laugardags, en síðan hefir þeirra eigi vart orðið. Jarðskjálft- ar þessir virtust að koma hinir fyrstu úr austr- landnorðri, en hinir úr háaustri, og ganga til vestrs. Eigi höfum vér heyrt þess getið, að jarðskjálftar þessir hafi neinar verulegar skemmdir unnið; en við jarðskjálftann á mánudagskveldið færðust þó nokkrir ofnar úr stað hjer í Reykjavík, og tveir lampar brotnuðu, en engin hús skemmdust að neinu. — Læknaskipunarmálið. í 40.—41. blaði af 20. ári J>jóðólfs er þess getið, að herra cand. chir. og med. J. Jónassen hafi verið skipaðr lækn- ir í þeim hluta umdæmis landlæknisins, sem stipt- amtmaðr nákvæmartil tæki, og að hann jafnframt skuli taka aðsérnokkurn hluta kennslunnar í lækn- isfræði hér í Reykjavík. Nú hefir stiptamtmaðr með bréfi 27. d. fyrra mánaðar skipað herra J. Jónassen hjeraðslækni í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, svo að landlæknirinn heldr eptir af hinu fyrra umdæmi sínu að eins Reykjavík og Borgar- fjarðarsýslu; en þó skal þess getið, að talað er um, að kand. P. Blöndal verði skipaðr læknir 1 Borgarfjarðarsýslu, og verði það út úr, mun breyt- ing verða á því, hvað af umdæminu hvor þeirra hefir, landlæknirinn og herra J. Jónassen. |>ess skal enn fremr getið, að herra Fr. Zeuthen, sem settr hafði verið læknir í syðri hluta Gullbringu- sýslu, er nú settr héraðslæknir í Múlasýslunum, með von um að fá það embætti að ári liðnu. Við burtför hans austr núna með síðustu póstskips- ferð er Selvogs-og Ölfus-hreppar, sem honum var ætlað að þjóna, aptr lagðir undir héraðslækninn í eystra umdæmi suðramtsins. Viðvíkjandi kennslunni í læknisfræði hér í Reykjavík skal þess getið, að landlæknirinn og hra J. Jónassen hafa nú þegar skipt kennslugreinun- um milli sín, og stiptsyfirvöldin lagt samþykkt sína á þá skiptingu; er svo tilætlað, samkvæmt bréfi lögstjórnarinnar 3. dag ágústm. þ. á., að kennslu hvers lærisveins sé lokið á 3 árum, enda fái hver lærisveinn af 3 ölmusu, 100 rd. á ári, í 3 ár, en eigi lengr. — Jafnrétti prentsm iðjanna. Eins og alkunnugt er, hafa Norðlendingar opt sent bænar- skrár til alþingis um það, að prentsmiðjan á Akr- eyri mætti fá jafnrétti við prentsmiðjuna hér í Reykjavík til prentunar á guðfræðisbókum, eink- um Ilólabókunum, og til síðasta þings kom bæn- arskrá um það efni frá Norðr-þingeyarsýslu (sjá alþingist. 1867 síðari part, bls. 228—229). í’essu máli vísaði þingið til stiptsyfirvaldanna (alþ.t. síð. part. bls. 335). Síðan rituðu stiptsyfirvöldin stjórn- inni um málið, og er nú kominn úrskurðr um það mál, dagsettr 15. dag ágústmánaðar í sumar, og hefir nú prentsmiðjan á Akreyri samkvæmt houum fengið jafnrétti við prentsmiðjuna hér í Reykjavík til að prenta allar þær bækur, sem prentaðar voru á Hólum, meðan prentsmiðjan var þar, og Stúrms- hugvekjur að auk af hinum nýrri bókum, og er þess getið um leið, að guðsorðabækur þær, sem prentsmiðjan í Iteykjavík nú gefi út af hinum fornu Ilólabókum, séu varla aðraren: 1. Passíusálmarnir, 2. Hallgrímskver; 3. Fæðingarsálmar, og 4. Hand- bók presta. Viðvíkjandi Handbókinni skal þess þó getið, að herra biskupinn hefir fengið leyfi til að lagfæra hana, og getr þá Akreyrarprentsmiðj- an eigi prentað hana, fyr en sú lagfæring er gjörð. TEKJUR og ÚTGJÖLD ÍSLANDS yfir fjárlagaárið 1. Apríl 1868 til 31. ðlarz 1869. (Eptir fjárlogum Danmerkrríkis 30. Apríl 1868, 8. gr. og 20. gr. VI, eptir athugaskj ringum stjornarinnar vib frum- varp þat) til fj4rlaganna, er lagt var fyrir llíkisþingií), og eptir oí)rum fylgiskjölum, sem bygí) eru á lögum þessum). Tekjur (fjári. 8. gr.). Rd. Sk. A. Almennar telcjur. 1. Erfðafjárskattr og gjald af fasteignarsölu 1,480 » 2. Gjöld fyrir leyfisbréf og veitingar . 480 » 3. Nafnbótaskaltr........................ 500 » B. SerstaWegar tekjur: 1. Tekjur af lénssýslum............... 2,660 » 2. Lögþingisskrifara-launin .... 32 6 3. Tekjur af umboðssýslum .... 870 » 4. Kóngstíundirnar .................. 3,775 » 5. Lögmannstollrinn.................. 370 » 6. Skipagjöld (etir af íslenzka verzluninni) 13,772 » 7. Tekjur af klaustra- og umboðs- jörðum ................... 15,730 r. að frádregn. umboðslaunum,______________________ flyt 15,730- 23,939 6 i.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.