Þjóðólfur - 13.11.1868, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 13.11.1868, Blaðsíða 6
6 verið hefir síðan um 1830, allt fram yfir 1855— 56: að ’/s landskuldina mætti borga með góðum iandaurum eðr í peningum eptir meðalverði allra meðalverða, en hinn helminginn með 8 sk. hverja alin eðr 10 rd. hundraðið. 3. Að leiguliðunum megi standa i sjálfs-valdi, hvort þeir heldr vili, að borga leigur með smjöri og landaura-landskuld- ina í ullu, tólg og smjöri éða með peningum: leigur eptir smjörverði í verðlagsskrá en landaura- landskuldina eptir meðalverði allra meðalverða; fengist þessi eptirgjaldsgreiðsla eigi veitt að staðaldri þangað til nýtt og fast eptirgjaldsmat yrði ákveðið, þá álitu fundarmenn samt eink- ar nauðsynlegt að slík tilslökun gæti feng- izt: 4. að minsta kosti fyrst um sinn um 3 hin næstu ár, á meðan hinn bágborni hagr héraðs- manna væri að viðréttast, og af sömu ástæðum yrði fundarmenn að stinga uppá, að þess yrði farið á leit við stjórnina, 5. að um hin næstkomandi 3 ár frá fardögum 18G9 til fard. 1872, fengist bráða- byrgðarlinun í eptirgjaldinu, líkt og klaustraland- setunum hefði veitt verið eptir harðindis- og fellis- árin 1835-36, þannig, að landskuldina mætti afgreiða að helmingi með meðalverði allrameðalverðaen hinn helminginn eptir gömlu lagi 4’/2 sk. alin, eða þá einhver sú gjaldlinun í honum, sem þessu samsvar- aði eða gengi henni sem næst. 6. Að af tekið verði og fyrirgirt að sundrstykkja hin fornu ein- býli, og að þessi hin sundrstykkjuðu smábýli, er hleypt hefði verið upp á síðustu 20--30 árum verði lögð niðr, jafnóðum og losna í byggingu, og sameinuð aptr við aðalbýlin. þingmaðrinn hét fundarmönnum að rita stjórninni amtsveginn rök- samlega í þá stefnu, er nú hefði verið fram tekið. (Niðrlag i næsta bl.) (Aðsent). ÚR BRÉFI. -----Annaðhvort hefir þú séð, eða ekki séð f Athugasemdir Magnúsar Eiríkssonar við rit kat- ólsku prestanna í Reykjavík. Hafir þú séð þær, þarf eg ekki að lýsa þeim fyrir þér, en hafir þú ekki séð þær — þá því betra. Maðr sagði við mig um daginn: »þar hittist krankt veðrog kollhetta<> ; og er það ekki svo illa tilfallið, því að þar slær mjög ólíkum skoðunum sarnan, þar sem M. E. er allt af að bjástra við að rlfa grundvöllinn undan kirkjunni, sem er guðdómr Jesú Iírists, jafnvel þó postulinn segi, að engi geti annan grundvöll lagt; en páfatrúarmenn láta sér ekki lynda þenna eina grundvöll, heldr vilja hafa ótal fleiri, bæði páfann, Maríu mey, kirkjufeðr og helga menn, og byggja svo liey og hálm og ýmsar mannasetningar ofaná þessa grundvallahrúgu, svo mikið af því hlýtr að hrynja, þegar heilbrigð skynsemi kemr við það. En þetta sýnir oss, hvað vér erum sælir, að hafa þá evángelisku kristilegu trú, sem fer hinn rétta meðalveg í þessu efni. Eg er nú ekki færum að dæma milli katólsku prestanna og M. Eiríkssonar, eg læt mér lynda að halda fast við mína einföldu trú á Jesúm Krist, og vil lifa og deya í henni. En hitt getr mér ekki dulizt, að pápisku prest- arnir hafa skrifað með miklu meiri kurteisi en M. E., eins og á að vera, þegar talað er um svo há- leita hluti; auk þess sem æsingar og stóryrði í þess konar málum vekja jafnan grun um, að sann- anirnar sé veikar. M. E. getr ekki skrifað með sannfærandi stillingu og rósemi um guðleg efni. I þessu riti sínu berst hann ekki einungis við pápisku prestana, heldr næstum því öliu fremr við S. Melsteð og vora kirkju, og fer sumstaðar ótil- hlýðilegum orðum um það, sem móti honum hefir verið ritað, sem hann kallar : «þvogl» og «stagl», <• fúl guðfræðisskol*; katólsku kirkjuna kallar hann ••lyginnar móðir», og eins vora kirkju, og trú hennar ••hórumjólk*. Ilann segir: «að hún dragi guð sjálfan niðr í saurinn* og «gjöri guðs eilifa kærleika að hinni mestu ófreskju» o. s. frv. M. Eiríksson hrósar sér meðal annars af því, að hanu ••reyni og prófi alla hluti» eptir áminningu post- ulans, og verðr ekkert út á það sett, efhanngjörði það í kærleikans og stillingarinnar anda; en það er ekki meining postulans, að vér skulum reyna til að rífa allt niðr eins og manneygt naut. M. E. þykist reyna og prófa alla hluti og halda því góða. Svona er nú smekkr manna ólíkr; sumum finst hann hakla^uí illa. M. E. telr sér til gild- is, að hann trúi Krists upprisu og segir það vera sönnun fyrir því, að hann trúi fleiru en hann geti skilið; en honum hefir gleymzt að skýra frá, hvers vegna hann trúi upprisunni, en þó ekki guðdómi Krists, svo eg er hræddr um, að aðrir skoði þetta sem ósamkvæmni hans við sjálfan sig, er annaðhvort lýsir gáfnaskorti, eða því, að hann hafi ekki þorað að fara eins langt og aðrir hans vantrúarbræðr, og væri það leiðinlegt, ef nokkrum kæmi slíkt til hugar. Eg hefi verið að velta því fyrir mér, hvers vegna M. E. vildi ekki missa upp- risuna, og hefi enga sennilega ástæðu getað fundið fyrir því, nema ef það væri sú, að hann er sjálfr frekknóttr, rauðgulhærðr og fríðr maðr, og að hann vili ekki missa þetta fagra yfirbragð í öðru lífl. Enn fremr telr M. E. sér það til gildis, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.