Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.11.1868, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 24.11.1868, Qupperneq 2
hennar, og reyna að skýra það, hversu hagkvæm hún er og sanngjörn. Tilskipun þessí er fþannig undir komin1, að stjórnin lagði fyrir hið síðasta alþingi frumvarp til tilskipunar um nýlt fyrirkomulag á spítalahlutun- um, og var auðséð tilætlunin með því frumvarpi, eigi að hækka spítalagjaldið neitt verulegt úr því, sem það áðr var, heldr að létta innheimtinguna þannig, að öll þau kurl kæmi til grafar, sem lög- gjöfin krefðist, og að engar undanþágur ættu sér stað, eins og hingað til, og tekjur læknasjóðsins þannig yrðu jafnari, fastari og síðr komnar undir ráðvendni og skilvísi gjaldenda, og jafnframt nokkru meiri en áðr. Vér viljum að þessu sinni eigi frekar ræða um frumvarp þetta, þótt oss, sem þetta ritum, virðist allr grundvöllrinn fyrir álögum frumvarpsins hafi verið að minsta kosti miklu rétt- ari og sanngjarnari, heldr en í tilskipun þessari, þar sem í frumvarpinu var ætlazt til, að fast gjald skyldi verða lagt á hvert það skip, hvort það væri stórt eða lítið, sem til fiskiveiða væri haft, 10 fisk«- ar á tveggjamannaför og fjögramannaför, og 15 fiskar á stærri skip opin, og svo 20 fiskar af hverri lest þiljuskipa. En þegar frumvarp þetta kom til umræðu á þinginu, þá var það fyrst, eins og sjá má af alþingistíðindunum, að þeir tveir bændr, sem í nefndinni voru, komu með nýa uppástungu til álögu spítalahlutsins, þannig, að gjaldið skyldi lagt á aflann og á þessa uppástungu féllst meiri hluti þingsins, og samþykkti hana með 15 atkvæð- um gegn 11. En það er eptirtektavert, hversu fastr þessi meiri hluti er á skoðun sinni, þrátt fyrir það, þótt atkvæðamunrinn væri eigi meiri, en hann er, og þrátt fyrir það, þótt hinir 11 mótmælendr sé, að tveimr undan skildum, lærðir menn og flestir embættismenn; þrátt fyrir það, þótt þeir sé því nær allir búsettir í eða nálægt veiðistöðum, eða réttara sagt, þótt þeir sé allir úr þeim umdæm- um landsins, þar sem fiskiveiðar eru langmestar, og þeir því hljóta, að vera málinu hinir kunnug- ustu allra þingmanna, og hljóta því að öllum lík- indum að sjá betr en að minsta kosti bændr of- an úr sveitum, hversu spítalahlutirnir verða hag- 1) Eigi viríiist áþarft a& peta þess h«r, er tekií) var fram í þingirin i fyrra, aþ þab er í rann réttri alþingi sjálft, er gefife heflr tilefui til lagafrumvarpsins af hendi stjflrnarinnar, er Jagt var fyrir í fyrra; því allt af óbrn hverju síþan 1847, og þaþ stnndiim þing af þingi, heflr alþingi ítrekaþ þá bæn sina (er fyrst kom fram i iæknaskipnnarmálinn 1847), „aí> stjórnin léti semja og leggja fyrír alþingi til álita regln- gjúrþ nm reglulegri og betri heimtingu spítalahlutanna og annara tekja spftalanna". anlegast álagðir, og heimting þeirra greiðust og vafaminst; það er eptirtektavert, að hinir 15, sem málinu eru miklu ókunnugri, skuli einskis meta tillögur þessara manna, og það er líka merkilegt, að fulltrúi Eorgfirðinga, þar sem er eitt af hinum mestu fiskiverum landsins, skuli fylla þeirra flokk, sem vilja láta álögurnar vera sem óeðlilegastar og sem þyngstar á annan aðalatvinnuveg kjósenda hans; það virðist benda á, að hann hafi eigi í- hugað vel, með hverju hann greiddi atkvæði, og virðist hann þar illa hafa launað Borgfirðingum traust það, sem þeir báru til hans, er þeir kusu hann fyrir fulltrúa sinn. þegar vér nú snúum oss að lagaboði því, sem hér er umræðuefni, þá kann í fyrsta áliti gjald- ið að virðast eigi svo óþolandi, sem það er í raun og veru, þar sem það er að eins % alin afhverju tólfræðu hundraði af þeim fiskitegundum, sem nefndar eru í fyrstu grein tilskipunarinnar: þorski, ísu, steinbít og háfi. En nú skulum vér skoða, hversu mikið gjald þetta verðr um árið af einni ferju, og viljum þá taka til dæmis eitt fjögra- mannafar, sem oss er kunnugt um hversu mikið fiskað hefir frá Mikjálsmessu 1867 til sama tíma 1868. Ferju þessari hefir verið róið allar þrjár vertíðir, og að auk alt sumarið, og hefir aflinn orðið þessi: 1. haustvertíðina 1867 fjekk hún 420 fiska í hlut, og var því skipt í 5 staði, og verðr það því samtals...................................2,100 2. vetrarvertíð 1868 samtals .... 480 3. vorvertíð 1868 .................... 4,200 4. frá Jónsmessu til Mikjálsmessu . . 12,600 samtals allt árið 19,380', og hefir þó þetta árið verið talið mjög fiskitregt, einkum vetrar-vertíðina. þegar rér nú gætum að, hversu mikið gjaldið verðr af þessum afla eptir tilskipuninni, og teljum hverja */a alln á 13 sk., eða næst því, sem meðalverð er á fiski í verðlags- skránni hér í suðrsýslunum þetta árið, þá ætti eigandi þessarar ferju að greiða aí hendi til spí- talasjóðsins fyrir árið, 26 rd. 22 sk., og er þó lýs- ið ótalið, og liggr það f augum uppi, hversu ó- sanngjarnt slíkt gjald er í sjálfu sér, og þó verðr þetta gjald enn ósanngjarnara, þegar litið er til þess, að skipseigandinn eða formaðrinn áaðstanda skil á þessu í peningum. það liggr, að oss virð- ist, í augum uppi fyrir hverjum einum, að skips- eigandanum er það alls ekki auðið; því að eigi hann að borga það af sínu fé, getr hann með þeim 1) Hér eru talin stór hnndrub, eba hvert hundrab =120.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.