Þjóðólfur - 24.11.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.11.1868, Blaðsíða 3
—11 kostnaði, sem fiskiveiðar hér í kringum Faxaflóa hafa í för með sér, með engu móti staðizt slíkan kostnaðarauka, enda vœri það næsta ósanngjarnt, að ætlast til þess. En nú er það fjöldi manna hér við suðrstrendr Faxaflóa, sem eigi að eins gjöra eina ferju út til fiskiveiða, heldr 3 eða 4, og þaðan af fleiri, svo að þeir eru eigi allfáir, sem ætti að borga eða standa skil á yfir 100 rd. á ári í spítala-hlut eptir róðrarferjur sínar; en þeir munu aptr reynast fæstir, er verða færir um það. J>að kann nú að verða sagt, að eigendrnir eigi ekki sjálfír að borga það af sínu fé, heldr eigi þeir heimting á því hjá hásetum sínum; en þótt svo sé, þá batnar lítið eða ekkert við það, því að það er öllum kunnugt, að sömu mennirnir róa opt eigi nema eina vertíð á sama skipi, og margir af hásetunum eru ofan úr sveitum, og halda burtu þegar við lok hverrar vertiðar, og skipseigendrnir eða formennirnir sjá þá, ef til vill, aldrei aptr, svo að skipseigandinn yrði þá að heimta saman það gjald, sem hann ætti að greiða, t. a. m. eptir fjögramannafarið, eigi af 4 eða 5 hásetum, heldr ef til vill af 20, og yrði það næsta örðugt, þar sem að minsta kosti sumir af hásetunum væri hér og hvar út um land. Ef hann ætti að hafa nokkur líkindi til að geta náð þessu gjaldi hjá hásetun- um, þá yrði hann að heimta það saman, eigi að eins við hver vertíðarlok, heldrjafnvel eptir hvern róðr, því að opt og einatt er það, að formenn hér syðra hafa einstaka daga bæði á vertíðinni og eigi sízt á milli vertíða, svo sem frá jólum til kyndil- messu fog eins um sumartímann, aðra háseta, suma eða alla, en þeir hafa hjá sér ráðna, og þeir, sem eiga fleiri en eina róðrarferju, skipta optum, eigi sízt á vetrarvertíðinn^, róa stundum bátum, og stundum sex- og átt-æringum, og skipa þá hásetum bátanna, og hver á nú að segja eptir vertíðina, hvað hvert skip hefir fengið til hlutar á henni? En þó að allt þetta gengi greitt, sem eng- um mun þó til hugar koma, sem nokkuð þekkir til sjóróðra hér í kringum Faxaflóa, hversu margir verða þeir þó eigi af hásetunum, sem eigi verða færir um við lok vertíðarinnar að greiða 1 rd. til spítalasjóðsins, hvað þá heldr 5—10rd., svo að alt lendir þó, ef til vill, á endanum, eða að minsta kosti mikill hluti gjaldsins á skipseigandanum eða formanninum, og má sjá á reikningi þeim, sem v'ér höfum sett hérfyrir framan, hversu sanngjarnt það verðr. Auk þess er það, að skipseigendr eða f'ormenn hafa eigi, og geta alls eigi haft, svo ná- kvæma tölu á ölhun þeim fiski, sem þeir afla árið um kring, að þeir geti, svo nokkrum sanni nemi, gjört skýra grein fyrir aflahæðinni á gjalddegi, og væri það næsta ósanngjörn krafa. Af því leiðir, að þessi löggjöf yrði til þess, að þeir óvitandi og óviljandi segðu ósatt, og læknasjóðrinn misti nokkrs af því, sem hann ætti að fá; auk þess, sem hún mundi freista alt of margra til að segja vísvitandi aflann minni, en hann væri í raun og veru, og með þessu móti yrðu margir, og það sumir vilj- andi og vísvitandi, óheimildarmenn að fé sínu og lífsbjörg. f>ar sem í 4. grein tilskipunar þessarar er svo kveðið á, að hreppstjórarnir og bæarfull- trúar skuli halda nákvæma skrá, eigi að eins yfir alla báta og skip, sem höfð eru til fiskiveiða og hakallaveiða, heldr og yfir aflaupphæðina á hverju skipi, þá verðr það þó ofurlítil þokkabót fyrir þá, og vér skulum alls eigi öfunda þá af því starfl, einkum þegar þeir eiga að gjöra það án endr- gjalds, og ef hreppstjórum nú þykir fótur sinn sælastr, að losast sem fyrst að unt er við hrepp- stjórnina, þá ræðr að líkindum, að þeir verði eigi fúsari til hennar, er þessi starfi er lagðr á þá að auk, sem mun reynast, auk örðugleikans, mjög óvinsæll. Vér búumst reyndar eigi við, að þeir alþingis- menn, sem sátu á síðasta þingi og sömdu eða samþyktu löggjöf |>essa, verði fúsir á, að biðja konung, að breyta henni; en til þess ber þó brýna nauðsyn, og vér verðum því, að skora á aðra sjó- menn, einkum þá hér við Faxaflóa, að íhuga vel og vandlega tilskipun þessa, og verði þeir á sama máli um hana og vér, þá að taka sig saman og skora á Alþingið næsta sumar, að beiðast þess, að tilskipun þessi verði þegar aptr úr lögum num- in og henni aldrei beitt, eða að minnsta kosti frestað, og jafnframt lýsa því yfir við þingið, að þeir treysti sér alls eigi til, að hlýða ákvörðunum hennar, og muni, ef þingið vili eigi verða við áskorun þeirra, rita bænarskrá sama efnis til þings- ins næsta sinn1. Nokkrir fiskimenn við Faxaflóa. 1) J>á er ver þegar hiifuum ritaíl greiu þessa, barst oss í hendr síbasta blab „Baldrs", og er þar grein ein um þessa hina nýu löggjöf um spítalahlutiua. J>aí> gleíir oss, ab hóf- undr greinar þeirrar er oss sanidóma um tllskipunina, aí> hún se áhafandi. En þar sem hann fnroar sig á, aí> þingmenn hafl eigi eeí) hinn eina retta veg, til aí> fá spítalagjaldií), þann, a?> láta kaupmeun borga þaí>, þá œtluui vér aí> þessu sinni eigi ao tala um þá uppástuugu; þaí) mi sepja uru hana, ab „verkiíi lofar meistaraun"; eu þab er þá líka furíla, a?> hófundrinn skyldi eigi skjóta þessari hinni gullvægu upp- ástnngu sinni aí) þingmiinnum í fyrra sumar; þ\í aí) víst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.