Þjóðólfur - 14.12.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.12.1868, Blaðsíða 2
26 — þig á jörðu fölnað lík vér Iítum, lífsins roða fær þú aptur hér; þín var borin frægð að fjarrum Iöndum fiðri gullnu reifð af Sögu höndum; helming lofs þíns heimsins innti þjóð, hér þér veitist það sem eptir stóð». Svo kváðu sælir, sá eg á svipi söng nam eg skálda, er svifu burtu — heyrði eg hljóð óma snöggum geisla sló af hörpum þeirra — á sorgar heima. Benedict Gröndal. Gnfoskipi?) á aí) ver?)a tilbúib heí>an aí) morgni 16. þ. m. í grein nokkurri, sem stendr í þjóðólfi 29. Septbr. þ.á., er meðal annars sagt, að það sé að kenna fyrirhyggjuleysi og óskiljanlegum undan- drætti stjórnarinnar í því að hafa gufuskipsferðirn- ar á boðstólum bæði í Danmörku og Englandi í tæka tíð, að stjórnin hafi orðið að sæta þeim afar- kostum, að borga hinu danska gufuskipafélagi 5000 rd. meira árlega fyrir ferðir þessar en hingað til, og hafi ekkert verið auglýst um það, að gufuskip- ið væri á boðstólum, fyrr en rúmum hálfum mán- uði áðr en skipið átti að leggja af stað frá Kaup- mannahöfn að réttu lagi. Af því mér þykir þetta vera nokkuð ósann- gjarnt, skal eg, fyrst enginn af þeim, sem voru við hendina og vissu hvernig á stóð, hefir orðið til að mótmæla því, leyfa mér að skýra stuttlega frá að- gjörðúm stjórnarinnar í þessu efni: Slrax í fyrrahaust, áðr en hinn eldri samn- ingr við félagið var á enda, fór stjórnin þess á leit við félagið, að gjörðr yrði nýr samningr með sömu skilmálum og áðr, en fjelagið var ófáanlegt til þess, en lét samt í veðri vaka, að það kynni að vilja endrnýa samninginn með þvi móti, að það fengi 20,000 rd. árlega í stað 10,000 rd., og að samningrinn yrði gjörðr fyrir lengra tímabil t. a. m. 10 ár. Að þessu gat stjórnin ekki gengið, og var þá strax eptir í kaupmannahöllinni hér í staðn- um lagt fram tilboð frá stjórninni um, hvort nokk- ur vildi takast þessar gufuskipsferðir á hendrmeð líkum kjörum og verið hafði, og var tiiboð þetta einnig auglýst í enslcum blöðutn aptr og aptr, og menn þar að auki fengnir til að breiða það út meðal kaupmanna og skips-útgjörðamanna á þeim stöðum á Englandi og Skotiandi, þar sem skipsútgjörðir eru mestar. þetta hafði þann á- rangr, að fleiri tilboð komu til stjórnarinnar frá þessum stöðum, þar á meðal eitt þegar 12. Des., en þau voru öll óaðgengileg. Var þá reynt til að fá skip hjá stjórnarráði skipaliðsins, en þegar það heldr ekki tókst, var ekki annað fyrir hendi, en að reyna til að ná samningi á ný við hið almenna danska gufuskipafjelag og biðja ríkisþingið um að veita það fé, sem til þess þurfli. Veitti ríkisþingið þá 5000 rd. í viðbót, og lét um leið í Ijósi þá viðrkenning, að stjórnin hefði gjört alt, sem íhenn- ar valdi stóð til að fá skip með betri kjörum; en af því fjárhagslögin komu ekki út fyr en 30. Apríl, og ferðir gufuskipsins því ekki gátu byrjað í venju- legan tíma, var «FyIIa-> látin fara með póstinn frá íslandi til Skotlands til bráðabyrgða. þetta erunú þær aðgjörðir eða «ráðlag» stjórnarinnar, sem þjóðólfr kallar »fyrirhyggjuleysi og óskiljanlegan undandrátt". Hvað hinu atriðinu, sem talað er um í grein- inni, nefnilega seinkun póstferðanna í sumar, við- víkr, þá sér hver sanngjarn maðr, að stjórninni verðr ekki gefin sök á því, nema að því leyti sem hún samþykti, að seinasta ferðin héðan í haust í Septbr. mánuði drógst rúma viku, en það var til þess að fengið yrði stærra skip, svo að sem mest yrði flutt til íslands af kornvöru, og skyldi menn halda, að ekki yrði að því fundið, eins og ástatt var um kornbyrgðir; en annars má nærri geta, að félagið gjörir það ekki að gamni sér, að seinka póstferðunum, þar sem allr sá mikli kostnaðr, er af drættinum rís, lendir eingöngu á því sjálfu. Kaupmannahófn, 20. Nóvember 1868. Oddg. Stephensen. Frettir frá Kaupmannahöfn 23. Nóvember eptir cand. Jón A. Ujaltalín. þurrkarnir og hitinn,sem eg gat um í síðasta bréfi mínu, héldust ekki lengr en þangað til í miðjum Ágústmánuði, enda urðu þá og flestir fegnir vætunni, einkum þeir, er skepnur áttu, því að jörðin var orðin sem kopar. það leið heldr ekki á löngu, að algræut yrði, úr því skúrirnar fóru að koma. Allmiklir stormar fylgdu ogþessum rign- ingum, og urðu margir skipskaðar í kringum Eng- landsstrendr og víðar. Um mánaðamótin Septem- bers og Októbers urðu í Svissaralandi vatnsflóð fjarskaleg, er nálega fylltu suma dali, brutu upp vegi og eyddu nokkrum þorpum; varð að því mikið manntjón á sumum stöðum, og einkum fjártjón. En þó var þetta svo sem ekki neitt hjá þeim ógr- legu jarðbyltingum, sem urðu í suðrhluta Yestr- heims í miðjum Ágústmánuði, og hafið þér, ef til vill, heyrt ávæning af því með síðustu póstskips- ferð. Jarðskjálftar þessir náðu yfir 260 danskar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.