Þjóðólfur - 05.01.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.01.1869, Blaðsíða 3
39 — koma svo fjarskaleg, að fágætt se. Hafl þá þegar fyrsta ofviðrisdaginn eitt af skipum flskiveiðafélags- ins, Bervfjörðr, strandað í Norðfirði og brotnað í spón, allr adinn liafi farizt, en mönnunum verið bjargað allslausum. Á Yopnaflrði hafl og rekið á land skonnertskipið Socrates, sökum þess, aðbáðir akkerisstrengirnir hafi slitnað, og verði skipið að líkindum eigi haffært. Yerzlunarskipið á Eskju- flrði hafi og rekið á land, en að sögn hafl það lítið eða ekkert skemzt. — Iíorngjafirnar. |>að er þegar áðrí»þjóð- ólfl. (6. og 7.-8. blaðinu) skýrt frá því, hversu höfðinglega stórkaupmannafélagið í Kaupmanna- höfn og aðrir Danir hafi orðið við nauðsyn Is- lendinga í haust; en fréttin um bágindin hér á landi hafa viðar borizt, og fleiri gjörzt til að bæta úr þessum bágindum landa vorra. þannig stendr í bréfi einu frá Parísarborg á Frakklandi, dagseltu 7. d. Nóvembermánaðar f. á., sem prentað er í »Dagbladet<< í Kaupmannahöfn 12. dag sama mán., að verzlunar- og akryrkju-stjórnin (Ilandels- og Agerdyrkningsministerium) á Frakklandi hafl fengið einhverja skýrslu um harðréttið á íslandi, og bafl því þar verið lýst mjög mildu. Verzlunar- og akr- yrkjustjórnin hafl og fyrst hafið máls á því, að safna gjöfum handa Islendingum, og gefið sjálf 5,000 franka (hátt á 1,800 rd.), síðan boðið for- stjóra erlendu verzlunarinnar (la commerce exte- rieur), að nafni Ozenne, að gjörastforgöngumaðr gjafasafnsins. Ilafi þá (7. dag Nóvemberm.) um- burðarbréf verið komið til allra verzlunar-skrif- stofa (llandehhamrcne) í Frakklandi, og sé í um- burðarbréfi þessu skorað á forslöðumenn þessara verzlunarstofa, að styðja að þessu málefni; verzl- unarstofan í Dnnkerqve hafi þá þegar gefið 500 franka, og aðrir þar í bænum lofað 2000 franka. Segir enn fremr í bréfinu, að líkindi sé til, að nokkur frakknesk skip verði hlaðin korni og send með það bcina leið til íslands. — í grein nokkurri í síðasta blaði »þjóðólfs« er þess getið, að eg hafi læknað barn hér í bænum af barnaveiki (Croup), með því að skera op á bark- ann á því, og setja pípu siðan í opið. þetta er að vísu rétt hermt, en í annan stað eru vonir þær, sem þjóðólfr bendir á við þessa læknisaðferð, því miðr miklu minni en hann virðist hyggja, því henni verðr hvergi nærri, eins og hör hagar bl á landi, alstaðar komið við, og sér í lagi ekki öema í góðum og heilnæmum húsakynnum, og því helzt á spítölum, og þar að auki er þessi lækn- isaðferð mjög ba'pin, því jafnan deyr meir en helmingr af börnunum á eptir, og því er hún ekki við höfð nema þvi að eins að hin venjulegu lyf við veiki þessari eigi hafi getað unnið á henni og dauðinn sé augsýnilega fyrir dyrum. Af þessu leiðir þá, að læknisaðferð þessi, sem læknar kalla Tracheotomia, ekki gelr orðið almenn hér á landi, auk þess sem benni verðr eigi komið yið nema læknirinn njóti annara liðsinnis, einkum annars læknis. Hún verðr heldr eigi við höfð með von um góðan árangr, nema læknirinn komi í tækan tíma, og því eigi í fjarlægð við hann; svo þarf einnig mjög nákvæma umsjón í marga daga með barninu á eptir skurðinn, sem læknirinn einn yfir höfuð er fær um að láta í té. Eg liefi álitið rétt, að skýra almenningi frá þessu, svo hann eigi gylli fyrir sér meiri vonir af lækningaaðferð þessari, en ástæður eru til. Jónas Jónassen. — Með því að margir hafa snúið sér til vor undirskrifaðra og spurt oss, bvernig út hluta eigi gjafakorni því, er stórkaupmannafélagið í Kaup- mannahöfn hefir sent hingað til landsins, og að nokkru leyti óskað að fá nákvæmlega að vita, hverjum veita megi styrk af korni þessu og hverj- ar kringumstæður og ástæður manna séu þannig vaxnar, að þær útiloki menn frá því, að verða að- njótandi styrks þessa, — leyfum vér oss að gjöra það augljóst fyrir allri alþýðu, að stórkaupmannafé- lagið hefir eigi sett neinar nákvæmlegar eðr smá- smnglegar reglur fyrir úthlutun korns þessa, en vér álítum það vitaskuld og sjálfsagt, að engi fastr sveitarlimr geti notið góðs af því, og það afþeirri einföldu ástæðu, að það er skylda hvers hrepps, sem hann eigi getr né mun skorast undan, að sjá og annast sveitarlimi sína. Stórkaupmanna- félagið hefir einnig fallizt á skoðun þessa, ogeig- andi og útgefandi blaðs þessa hefir eptir áskorun frá vorri hendi skýrt frá máli þessu í þessastefnu. Hvað snertir það, að útiloka nokkurn þann, sem ekki er á sveit, frá því að njóta góðs af kornstyrk þessum, af þcirri ástæðu, að hann t. a. m. búi annaðhvort á Suðr- eðr Vestrlandi, en sé sveitlægr í Norðrlandi, þá getr eigi verið um það að ræða, að neita nokkrum manni, er þannig er ástatt fyrir, um styrk af korni þessu, er hann þarf bráðrar hjálpar við, því það er eigi tilætlun gef- andanna, að nokkur maðr skuii deya úr hungri á Suðrlandi eða Vestrlandi, af því að hann sé Norðlendingr, og jafnvel eigi þótt hann væri Græn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.