Þjóðólfur - 16.03.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.03.1869, Blaðsíða 2
tún, og er þang víða í útlöndnm svo mikils metið, að þær jarðir, sem liggja nærri þeim stöðum, þar sem bægt er að afla þess, eru hærra metnar en aðrar, er fjær liggja, og margt fleira; en til bún- aðar tel egheyra: meðferð fénaðarins, húsagjörðir als konar, þar á meðal heyhlöður, matjurtarækt, notkun afrakstrsins af búinu, og meðferð hans bæði til heimilisþarfa og verzlunar, samt ótal fleira, er smámsaman mundi skýrast fyrir mönnum, ef vilja og framkvæmd ekki brysti. {»á mætti skipta hrepp hverjum í smá vinnufélög, og skyldi hver búandi leggja til eins mörg dagsverk og henta þætti eptir ástæðum, en þegar eitlhvert mikilfeng- legt verk þyrfti að gjöra á einum stað, þyrfti hin minni félögin að sameina vinnukrapta sína til að fá því framgengt. f»að er svo sem sjálfsagt, að eg ætlast ekki til, að félagsvinnan se latinuð með öðru en vinnu, því eg ætla, að engin bújörð sé svo vel setin á landi voru, að ekki þurfi endrbóta við í einhverju; því að annars gæti það eigi satt verið, sem þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín margsinnis sögðu, og voru þeir á sínum tíma ná- kunnugir Islandi, «að það mætti eins voldugt verða og margt konungsríki, ef vel væri á haldið». Á líkan hátt mundu sjávarbændr geta sameinað krapta sína, til að koma upp þilskipum til fiskiveiða og hákarlaveiða, og hafa fram ýmsar endrbætr á sjáv- arútvegnum. í mörgu fleira gæti félagsskapr orðið að góðum notum, t. a. m. í verzlunarsamlögum. Ekki mundi heldr óþarfi að íhuga, hver hagr sveita- bændum er í að gjöra út vinnumenn sina til sjó- róðra haustogvor; ef til vill vildi og bændr athuga nytsemi kaffineyzlunnar, eins og hún er nú orðin hjá oss, og hver búdrýgindi að henni eru. En ef þessum félagsfundum á að verða nokkuð ágengt, verða þeir að velja sér góða og gagnlega fundar- stjóra og forstöðumenn, sem sjái bæði um reglu- semi á fundunum sjálfum, svo sem að láta ekki tala nema einn í einu, því annars verðr ekkert á- gengt, en lendir í tómu markleysugambri og þrátt- an um hin og þessi miðr áríðandi atriði, sem ekki leiðir til neinnrar fastrar ályktunar, og sé að öðru leyti framkvæmdarsamir og ötulir í, að fá fram- gengt ályktunum fundanna. Eetra held eg væri, að hreppsfélag hvert ætti sér fundabók, er funda- samþyktirnar væru ritaðar í og allar framkvæmdir félagsins, og þetta síðan af skrifað og sent húss- og bústjórnarfélagi suðramtsins, enda ættu þessi félög í suðrumdæminu að standa í sambandi við það; því að sjálfsagt tel eg, að félag þelta bæði gæti og vildi styrkja hreppafélögin í einu sem öðru, er til búnaðar heyrir og þeim mætti að gagni verða, því að þá fyrst gæti það orðið hinum minni félögum að hinum tilætluðu og eptiræsktu notum. þó eg hafi tekið hér fram nokkur atriði um félagsskap og samtök bænda, þá veit eg, aðmargr er sá á landi voru, sem getrmiklu betr skýrt þetta nauðsynjamál, sem verðskuldar athygli allra lands- manna, og mundi ekki af veita, að um það væri eigi síðr prédikað, en konferenzráð Jón Eiríksson skrifaði Hannesi biskupi «að hann skyldi láta pré- dika um kvarnirnar»; því að grunr minn er, að seint munum vér ná verulegum framförum í bún- aði ogjarðrækt, ef vér ekki sameinum krapta vora, en þá verðum vér að rýma burt allri smámuna- semi og sýtingsskap. Áðr en eg skil við þetta mál, vil eg benda á eitt atriði í búnaðarháttum vorum, er eg ætla að sé mjög athugavert, en það er fjölbýlin og tómthúsmenskan í sveitunum. Mér virðist, þar sem eg er kunnugr, að þar sem jarðir eru stykkj- aðar í smábýli og tómthúsmenskan smásaman hefir komizt á, eða verið leyfð, þar sé yfir höf- uð lakastr búskapr, og er þetta eðlilegt, því að smábýlin geta ekki, sízt meðan jarðræktin er ekki lengra á veg komin, en hún er hjá oss, látið á- búendum í té, það sem heimili þeirra þarfnast, sízt fjölskyldumönnum, og því síðr geta tómthúsin það. Ileyndar eru nokkrar undantekningar, sem æfinlega eiga sér stað í hverri helzt stétt, sem er. |>ó margir kunni að mæla með tómthúsmensku við sjóinn, einkum við kaupstaðina, þá er eg þó mjög hræddr um, að hún þar einnig kunni að hafa nokkra annmarka, sé ekki hófs gætt, og allrasízt ætla eg sveitahreppum neinn búbæti í henni. Eg set hér lítinn kafla úr ræðu, sem haldin var á fundi búmanna í Óðinsey á Fjóni árið 1863, og sýnir kafli þessi, hverja skoðun sumir Danir hafa á málefni þessu, og hljóðar kaflinn þannig: «J>að hefir verið mikið um það þráttað, hvort landinu yfir höfuð sé gagnlegra stórar eða litlar jarðeignir, stór eða lítil býli. Eg skal eigi fara mörgum orðum um þetta atriði. Allir hljóta þó að kannast við, að nokkkur fjölbreytni á stöðu manna er nauðsynleg, fyrir hverja iðn sern er; svo að notaðir verði hinir ýmislegu hæfilegleikar og hin ólíku efni. En þessi fjölbreylni á þó að vera þannig á sig komin, að allan þorra manna megi telja til megandi miðstéttar, og að tala þeirra manna, er sæta eiga hinni lægstu stöðu, verði eigi of stór; því að það er aldrei hagr fyrir neina þjóð, að sá flokkr manna, sem daglega verðr að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.