Þjóðólfur - 16.03.1869, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.03.1869, Blaðsíða 1
21. ár. Reykjavík, Þriðjudag 16. Marz 1869. 30.-21. — Póstskipiíi er eun <5komií> hinn 16. marz, kl. 4 e. m., sómuleibis báíiir póstarnir, aí) norban og vestan. «BÓNDI ER BÚSTÓLPI, BÚ ER LANDSTÓLPI». Spakmæli þetta tek eg ekki hér upp af því, að eg ekki viti, að almenningr þekki það, ekki heldr \egna þess, að eg ætli að fara að kenna mönnum búskap, því að þótt eg færi að segja mönn- um reglur fyrir honum, mundi mega svara því, að þeir menn sé margir, sem tala margt og vel um búskap, en sé þó ónýtir búmenn sjálflr; en mér finst liggja svo mikil hugmynd fólgin í þessum fáu orðum, að þau ætti að vera sívakandi í hvers manns brjósti, og gæti hvatt alla landsmenn til æ meiri framtakssemi í búnaðarefnum, og það mundi þau sannlega gjöra, ef landar gæfi því meira athygli, en ráða má að heir gjöri af búnaðarframförum vorum. Engi mun neita því, að þörfin knýr manninn, eða réttara sagt ætti að knýja, til' þess að bæta búnað sinn, sem bezt að verða má, að eg ekki tali um þann heiðr og sóma, er menn á þann hátt geta sér, bæði hjá landsmönnum sjálfum og útlendum mönnum, og að það gjörir lífið bæði þægilegra og ánægjusamara, í stað þess að lifa, eins og vér segjum, við sult og scyru með hnignandi búskap, og vera, þegar ekki gengr alt að óskum, upp á aðra kominn, og mun þá fara eins og endrarnær, að «leiðir verða langþurfa- menn». Eg ímynda mér, að búskapinn mætti bæta einkum með tvennu móti; 1. með því, að hver og einn báandi gjörði í því efni á heimili sínu alt, sem í hans valdi stæði, án þess að binda sig við aðra, eða með öðrum orðum, ynni og bætti alt uppásitt eindæmi, og 2. me>ð því, að hver hreppr gengi í eitt búnaðarfélag, og ynni í sameiningu að sem flestum endrbótum, og mundi það verða hin happasælasta undirstaða góðs búskapar, ef félags- samtökunum væri haganlega niðrskipaðogvel stjórn- að. Nafnfrægr maðr á þýzkalandi hefir farið þessum orðum um félagsskap: »Engi hlutr», segir hann, •vekr svo mjög og lífgar og sambindr framtaks- semi manna, gáfur og krapta, eins og félagsskapr og samtök til hvers, sem vera skal; það er fyrsta uppspretta alls dugnaðar og menntunar, velgengni og kjarks hvers manns og hvers lands; það tengir ávalt ný og ný bönd, milli stjórnarinnar og hvers einstaks manns í þjóðinni, sem sýnir fj'ör og at- orku. Hver einstakr maðr, eins í lægstu stéttum, fær við það mikla framför; hann mentast og sið- ast, og hugr hans fær alla æðri stefnu, vegna þess að honum er ávalt bent á æðra augnamið og æðri lög, en hann þekkti áðr; þar við kviknar æðra líf og alþjóðlegr andi hjá hverjum manni; en sá andi er uppspretta alls hins dýrmætasta og ágætasta, sem til er á þessari jörðu. Ósiðaðar þjóðir einar, og þær, sem ganga á glötunarvegi undir grimm- úðugri harðstjórn, finna ekki til, að nein þörf sé á slíkum samtökum, og það því minna, sem þær eru nærstaddar glötuninni». [>að er óþarfi fyrir mig að fara fleirum orðum um nytsemi félags- skapar, því að mér finnst liggja í þessari lýsingu alt það, er telja má félagsskap og sarntökum til gildis. En að eg hverfi aptr að hreppa-félögunum, þá má haga þeim á ýmsa vegu, eptir því sem hverjum hrepp þykir sér henta; en eg hef hugs- að mér þau þannig, að allir bændr í hrepp hverj- um ættu að hafa með sér 1 fund á ári hverju, til að ræða um jar'ðabætr, og búnað alls konar, en jarðabætr tel eg: túnasléttanir, túnagirðingar, vatns- veitingaskurði, bæði til að veita vatni á og af slægju- löndum, til betri grasvaxtar, varnargarða fyrir slægjulöndum ogbeitarlöndum, hvort heldr ermeð grjótgörðum, torfgörð'um eða járnþráöargirðingum, eins og venja er á Skotlandi, og einstöku menn eru farnir að taka upp hér syðra, meðferð og notkun áburðarins og drýgindi,- svo sem með als konar þvagi1, líka á sjávarjörðum notkun þangs og þara, bæði í matjurtagarða og til grasvaxtar á 1) Sumir mami, sem ekki þekkja nytsemi þvagsins til &- burW, kunna aí) brosa aíl þessu; en eg hefl nýlega lesilb í norsku bút'ræíiisriti, prentníu í Kristjaníu 18f>7, ht> matir oiun aí) nafni Beer, k&upræl&ismaílr, sem uuuií) heflr miklar endrbætr á búji>r& sinni í Norvegi, heflr af hinu „konnnglega i'elagi fyrir framfarir Nórvegs", verib sæmdr meí) 100 spesíu- dölum (200 rd.) fyrir rit eitt, er hann heflr samíö um nyt- seini og meíiferb þvagsins. 77 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.