Þjóðólfur - 17.06.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.06.1869, Blaðsíða 3
135 — FÁEIN ORÐ um fyrirmyndarbú eða búrjaðarskóla i Húnavatmsýslu. (Niðrlag). |>að er því sannfæring vor, að ógjöranda sé, að veita ekki í hið minsta 3 piltum tækifæri til að geta fengið ókeypis kenslu, og hefði þó verið æskilegt, að þeir hefði getað verið fleiri, en það virtist oss samt vart hugsandi að svo komnu; það er heldr ekki óhugsandi, að einhverir kynni þeir að vera, er vildi korna sér fyrir upp á meðgjöf. Yér álítum þetta jafnvel svo mikilsvert atriði, að vér vildum heldr bíða í fleiri ár eptir að stofnunin komist á fót, en dregið væri úr tölu kennslupilt- anna, ef vér gætim þá átt víst, að fá annan eins bústjóra og vér nú eigum kost á. En hvaðan fæst allt þetta fé? mun margr spyrja. Vér getum ekki svarað þessu beinlínis; því þó vér vitum, að Húnvetningar leggi allan hug á þetta mál, og vér ætlum að töluverð viðbót fáist enn hér í sýslu, og þó vér fulltreystum því, að hinn hávelborni amtmaðrvor herra J. P. Havstein, sem í hvívetna gjörir sér svo einkar-ant um hagi og framfarir amtsbúa sinna, muni styrkja fyrirtækið eptir föngum af búnaðarsjóði amtsins, þá ætlum vér að þetta nái skamt. En eins og vér vitum að ekki allfáir merkir menn í öðrum héruðum hafa nú þegar heitið að styrkja fyrirtækið, eins vonum vér, að almenn hluttekning og áhugi fyrir málinu ryði sér til rúms um allt land, jafnótt og það í hverju héraði vinnr sér góða forvígismenn. Vér leyfum oss því að skora á yðr, heiðruðu landar! um að gefa málefni þessu þann gaum, er það á skilið; því málefni, sem máske er undir komin framför og búsæld vor og niðja vorra; því málefni, sem er hið vissasta meðal, að gjöra oss sjálffæra sem þjóð. J>ér embættísmenn og alþingismenn þjóðarinnar! leiðbeinið hinum fráfróðari i skoðunum á þessu hér óþekta málefni. J>ér landar góðir! er hafið kosið yðr stöðu meðal erlendra þjóða, munið eptir fjallkonunni fríðu, á hverri þér dróguð hinn fyrsta lífsanda í brjóst yðar; fylgið drengilega þessu vel- ferðarmáli föðurlands yðar, styrkið það í orði og verki, ræðu og ritum, og mælið fyrir því við veg- lynda mannvini hvar sem þér hittið þá; þér kaup- menn vorir, látið sjá að þér séið ekki þeir út- lendingar, er komið hingað í einsaman gróða-von, <in þess að láta yðr nokkru skipta um hagi vora, ^eð því að votta veglyndi yðar við þetta tækifæri. tér hinir fáu auðmenn vorir! sýnið nú að þér kunnið að brúka fé yðar; hér er sáðreitr tilreiddr fyrir yðr, er getr borið löndum yðar margfaldan ávöxt og geymt verðugan heiðr nafns yðar í ó- gleymanlegri og þakklátri endrminningu meðan land vort byggist. J>ér, sem synjað heflr verið þeirrar gleði að eiga börn á lífl! hvað getr verið yðr ánægjulegra en láta þessar eða aðrar þjóð- stofnanir njóta fjár yðar, og efla þannig heill og hagsæld komandi kynslóða um ókomnar aldaraðir. Og þér bændr vorir og öll alþýða manna! liggið ekki heldr á liði yðar, og þó ekki sé hægt fyrir hvern einn, að leggja fram mikið fé, þágætiðþess, að skildingrinn gjörir dalinn, og margir dalir hundrað, já þúsund dali. Landar góðir! leggjumst nú allir á eitt og fylgjum máli þessu af alhuga, og með þeirri sann- færingu, að vér með því leggjum þann bezta grund- völl fyrir farsæld komandi kynslóðar, er í voru valdi stendr, og sáum því sæði, er um langan aldrgetr borið hina blessunarríkustu ávexti! Látum ásann- I ast, að vér höfum tilfinningu fyrir sóma og gagni þjóðar vorrar, er fyrir 700 árum mátti kallast fyrir- mynd annara, en sem nú er orðin eptirbátr flestra þjóða. Látum ekki lengr þurfa að bera oss á brýn, að vér sém féttlerar. En verum sér í lagi sam- taka í því, að biðja drottinn að blessa þetta sem öll önnur fyrirtæki vor, þá getum vér líka óhult treyst því, að guð bjargar þeim, sem vill bjarga sér sjálfr. Eins og vér með línum þessum vildim hafa hvatt landa vora til að styðja og styrkja stofnnn þessa, eins má ætla, að ef menn síðar í öðrum héruðum vildi reisa þvílíkar stofnanir, að Hún- vetningar myndi því síðr draga sig í hlé með fjár- framlög þar til, sem aðrir landar vorir í fjærliggj- andi héruðum gefa nú þessu máli meiri gaum, og þá hluttekningu sem það á skilið. J>annig ætti að komast á samvinna meðal landsmanna í fleiru tilliti, þvi «margar hendr vinna létt verk» og með samtökum og góðum vilja geta menn komið því til leiðar, sem færir öldum og óbornum ómetan- lega hagsæld, en sem hverju einstöku héraði er ómögulegt. Ritað í Febrúarl869 af nokkrum meðlimnm bún- aðarfélagsins í Húnavatnssýslu. Eptir nýár 18541 fóru gleðileikir fyrst opin- berlega fram hér í Reykjavík, svo að borgun var tekin fyrir að fá að sjá þá, enda var þá miklu til kostað, því að þá var smíðaðr pallr undir leiksviðið og tvær stofur. Síðan mun eigi hafa verið leikið hér fyrir borgun fyr eu vetrinn 1858 — 59 og þá 1) Sbr. þjúbólf VI. 168 (og 173).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.