Þjóðólfur - 17.06.1869, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 17.06.1869, Blaðsíða 6
— 138 — En aptr á móti væri þá farið of langt, ef þjóðirnar nú hefði engar skuldbindingar af því, sem fyrri stjórnir hafa gjört, því að það væri að láta þjóð- irnar í viðskiptum sínum nota sér af hinu óhaf- andi ómyndugsaldrs - afsökun (Mindreaarigheds- exceptioner). Fyrir þvi getr hvorigr partrinn, af þessum ástæðum, neitað þeim skuldum, sem álíta má beinlínis eða óbeinlínis sem ríkisskuldir, eðr blátt áfram lagaleg skaðabóta sknldbinding frá þeim tíma, er þær hafa haft félagsbú. þessar skoðanir duttu oss einmitt í hug, er vér lásum hinn nýút- komna bækling: «Fjárhagsmál Islands í landsþing- inu 1868—69», eptir framsögumanninn í málinu, liinn nafnkunna Orla Lehmann. Vér getum alls eigi útrýmt þeirri tilfinningu, að ísland hafi þó dálítið meiri réttarkröfur en Danir virðast fúsir á að kannast við, og það f báðum alriðunum, sem um er að ræða, það er í fjárhagsmálinu og stjám- arbótarmálinu. Islendingar kalla til skuldar hjá Dönum, að upphæð 1,750,000 spesíur fyrir kon- ungsjarðir, sem seldar hafa verið á Islandi og skaðabætr fyrir verzlunareinokunina, er hafði svo . skaðlegar aíleiðingar fyrir ísland, þangað til 1854; þessar kröfur virðast eigi svo fjarska-háar, þólt menn álíti nú, að eigi verði goldnar skaðabætr fyrir hið óheppilega verzlunarfyrirkomulag þeirra tíða. f>egar litið er til sögunnar hefir ísland ský- lausa og ómótmælanlega ákæru á hendr Dönum fyrir það, að ísland var á þeim dögum myrkrsins haft fyrir fjárplóg og féþúfu Danmerkr. En þó finst það varla sæma íslendingum, að snúa þessari sögulegu ákæru í lagalega skaðabótaupphæð, sem reiknuð er eptir því, hvað Island hefði getað verið, ef því hefði verið vel stjórnað. Rentur og rentu- rentur af andvirði seldra konungsjarða þenna langa tíma eru margar miljónir — fyrir það sem selt var 1674 og 1675 yfir 40 miljónir—; en á slík- um grundvelli verða eigi neinir skynsamlegir eða sanngjarnir reikningar bygðir. f>ví verðr eigi neit- að, að Danmörku ætti miklu fremr að vera um annað hugað en að fá nokkur hundruð þúsund dala afslátt af árgjaldinu, og að stjórnfrelsið yrði sem mest úr hnefa skamtað. f>að er áríðandi fyrir Dani, að fá þessu máli komið fyrir á þann hátt, að almenningsálit eigi að eins á íslandi, heldr og á Norðrlöndum yfir höfuð álíti, að þeir hafi látið ísland ná rétti sínum. f>egar menn nú gæta þessa, þá tjáir ekki að vinda þessu íslandsmáli á bug með glósum — hve málskrúðsmiklar sem þær kunna að vera—, svo sem: «Eg þekki ekkert dæmi, þar sem menn hafa eigi að eins boðið sjálfs- forræði, og mér liggr við að segja beðið um, að því væri tekið, heldr jafnvel lofað að borga fyrir það, og þó hafi boðinu verið hafnað». Aðalatriðið er hér stjórnarbótin, sem sé hvað meint sé með þessu sjálfsforræði, sem íslendingar sébeðnir að þiggja, en vili þó eigi. Yér játum að visu, að jafnvel þeir, sem dreymir um frjálst íslenzkt ríki, geta eigi hugsað sér islenzkan her, flota, sendi- herra, o. s. frv.; en hins vegar getum vér heldr ekki vel skilið, að það sé ómögulegt, að menn á íslandi dreymi um, að ráðgjafi sá, er falin er «æzta stjórn» landsins, skuli og hafa ábyrgð fyrir Alþingi. f>ví síðr getum vér séð nokkuð því til fyrirstöðu, að hæstiréttr íslands væri á íslandi og ekki í Danmörku, eins og yfir höfuð að tala að landið fái fullt sjálfsforræði ( sínum málum í persónusambandi. Af þessum skoðunum vorum má þá sjá, að vér erum eigi samdóma því áliti, sem Danir hafa um stöðu íslands í ríkinu. Orla Lehmann segir, að það sé hvorki ríki út af fyrir sig, sem að cins hafi konung í sameiningu við Danmörku, ekki heldr hérað í konungsríkinu, og ekki heldr nýlenda, sem heyri því til; heldr óaðgreinanlegr hluti Danmerkrríkis, sem hefir viss einkenni fyrir sig sökum landslags og sögu lands- manna, og hefir það því verið rétt nefnd »hjálenda» Danmerkr. Yér ætlum, að vér vitum betr, hvað ísland er. f>að er lýðstjórnarríki (Republik), sem sofið hefirínokkur hundrnð ár, og nú hefirvakn- að upp við hlið Danmerkr; það er land, sem frá fæðingunni var lýðstjórnarríki, og því er svo varið eptir sögu þess og ásigkomulagi, að það á að halda áfram að vera það, þótt það að nafninu til sé sameinað einuafhinum stærri ríkjum Norðrlanda; og sé'það »hjálenda», en það nafn getum vér nú ekki vel skilið, þótt útskýring fylgi, þá er það hjá- lenda allra Norðrlanda, og Danmörk er að eins svo sem settr svaramaðr þess. ísland hefir mikla auðsuppsprettu í fiskiveiðum sínum, þegar þær ná meiri þroska. í hagnaðarlegu tilliti er það örmjór þráðr, sem tengir ísland við Danmörku. f>að sem einkum bindr Island við Danmörku eru hin sið- ferðislegu bönd, sem myndast af sögu þess, máli og andlegri þýðingu fyrir öll Norðrlönd. f>að mundi víst engu landi í Norðrálfunni vera auð- veldara en Islandi að fá viðrkenningu og tryggingu stórveldanna sem frjálst ríki. Að minsta kosti virðist Frakklandi að vera mjög ant um það sökum fiskiveiðanna. Fyrir því virðist oss það heillavæn- legast, að Danir slepti sem mest öllum kröfum, erbera keim af ninnlimun (Amalgamisme) oghjá-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.