Þjóðólfur - 18.10.1869, Side 3
eru þessar óeirðir nú að mestu eðr öllu niðr-
bældar.
í f. mán. leit út til sundrþykkis milli Tyrkja-
soldáns ogjarls hans á Egyptalandi. Jarlinn heim-
sótti í vor helztu stjórnendr Norðrálfunnar og
bauð þeim að vera við, er Suez-skurðrinn yrði
opnaðr. Sagði soldán, að hann hefði eigi átt með
að gjöra þetta upp á sitt eindæmi, og bar honum
á brýn, að hann mundi hafa í hyggju að losast
undan yfirráðum soldáns, og hefði hann ætlað að
nota lækifærið, er Suez-skurðrinn yrði opnaðr, að
fá samþykki stjórnenda Norðrálfunnar til að sam-
þykkja sjálfsforræði Egyptalands; en þessi mál
hafa miðlazt svo, að nú er allt friðsamlegt milli
þeirra.
London, 1. Olctóber 1869.
Septembermánuðr heflr verið góðviðrasamr og
tíðindalítill, því að þessi mánuðr er venjulegr hress-
ingartimi stjórnarmanna hér í landi. Bæði ráð-
gjafar og þingmenn eru um þenna tíma út á land-
eignum sínum, og skemta sér við að nfaraáskóg
og veiða dýr og fugla», eins og í sögum segir;
sumir bregða sér vestr yflr haflð til Vestrheims,
og aðrir til meginlands Norðrálfunnar, viðra sig á
Mundíufjalla tindum og þar fram eptir götunum.
Clarendon lávarðr, utanríkisráðgjafi, er nýlega kom-
in heim úr ferð sinni um Þýzkaland ogFrakkland;
kveðst hann hafa haft tal af hinum helztu stór-
mennum á meginlandinu, og hafi hann af því
sannfærzt um, að um langan tíma hefði eigi verið
jafngott útlit með að friðr yrði varanlegr og nú;
enda er það sumra ætlan, að það hafi beinlínis
verið erindi hans að komast eplir, hvert álit stór-
veldin hefði á þeim tveim aðalmálum — samein-
ingu þýzkalands og ástandi Tyrklands —, en þau
eru þau einu mál, er nú sem stendr geta raskað
almennum friði Norðrálfunnar, og kvaðst hann
hafa komizt að raun um, að þau væri samhuga
Englandi í að styðja að því, að friðr héldist.
Napóleon keisari er nú alheill orðinn aptr, eptir
því sem blöðin segja, og er það mikill áhyggju-
léttir fyrir Frakka, því að ekki er fyrir að sjá,
hvað úr því yrði, ef hans rnisti við alt í einu,
þar sem hann svo lengi hefir haft alla stjórn Frakk-
'ands í hendi sinni einsamall, endavar sá ótti yfir
'í'önnum í Frakklandi, meðan keisarinn var þyngst
baidinn, að peningamarkaðrinn var nálega aðgjörða-
^us, þar til hann komst á fætr aptr. Frakkland
væri engu betr statt en skip í ólgusjó, er missir
stýrið, ef Napóleon nú félli frá. þótt Napóleon
hafi stjórnað Frakklandi vel, eptir því sem ástand
þess var, er hann kom til valda, þá hefir honum
þó sézt yfir í því, að hann hefir hiugað til látið
alla ábyrgðina hvíla á sér einum, þótt hann hafi
tekið sér ráðgjafa að nafninu, en með því að þeir
hafa verið ábyrgðarlausir fyrir þjóðinni, þá mundi
þjóðin ekki treysta þeim til, að taka við stjórn-
taumunum, ef hans misti við. það er með öðr-
um orðum, hann hefir ekki kent Frakklandi að
stjórna sér sjálfu; en það er þó eina meðalið til
þess að hann geti verið viss um, að afkomendr
hans siti óhultir á veldisstóli Frakklands, því að
óvíst er, að sonr hans hafi hina sömu hæfdegleika
og hann sjálfr að stjórna Frökkum, og þótt hon-
um kynni að verða auðið að feta í spor föður
síns, þá er þó víst, að það á nokkuð langt íland,
því að hann er enn að heita má á barnsaldri.
Menn þykjast og fullvissir um, að enginn muni sjá
þessa hætlu glöggar en keisarinn sjálfur, og ætla
því margir, að þegar þingið kemr saman, þá muni
hann stíga enn feti framar en í sumar, og taka sér
ráðgjafa, er hafi ábyrgð fyrir þinginu, og létti
þannig að nokkru af sjálfum sér einveldisbyrðinni.
þetta mundi bæði slá vopn úr höndum hinna á-
köfustu mótstöðumanna hans og undir eins gefa
honum færi á að velja þá menn, er gæti fram
haldið stjórninni í sömu skorðum, þótt hans misti
við.
Alt af eru ókyrrðir og smá-uppþot á Spáni,
þótt þeir nú hafi loksins fengið konungsefni, her-
togann af Genua, sem eV bam að aldri, og munu
því Serrano og I’rim hafa völdin á hendi um all-
langan tíma enn, eðr þangað til hann er mynd-
ugr, og er svo langt þangað til, að bágt er á að
ætla, hvað verða kann þangað til. |>að á nú þegar
að leita atkvæða þingsins (Cortes) um konungs-
efni þetta; ætla menn að hann muni fá allan fjölda
atkvæðanna, þótt sá flokkr sé eigi alllítill, er vill
hafa þjóðveldi, en Frakkakeisari er því með öllu
mótfallinn, og á hinn bóginn getr þessi flokkr
huggað sig við það, að stjórnin verðr þó fyrst um
sinn í rauninni þjóðstjórn, og einkum munu þeir
Serrano og Prim vera ánægðir með að svonafari,
því að með því móti geta þeir haldið völdunum
sem stjórnendr fyrir hinn unga konung. — En
Spánverjar hafa og annað vandamál á höndum, og
það er uppreistin á spánversku nýlendunni Cubu,
sem er ein af Vestrheimseyjum; hún hefir um
langan aldr verið einhver mesta féþúfa Spánverja,
og hafa þeir tíðum eigi farið sem þyrmilegast með
hana. Nokkru eptir að Spánverjar höfðu rekið
ísabellu frá Spáni, hugsuðu eyarskeggjar, að nú