Þjóðólfur - 06.07.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.07.1870, Blaðsíða 2
— 142 — ar 1870, en er sýslumaðr kvaðst eigi geta geflð slíka kvittun, varð ekkert úr neinni greiðslu á spí- talagjaldinu, og við það sleit þinginu. Úr Vest- mannaeyum hefir frétzt, að skipa-eigendr þar hafl fyrir tilmæli Og fortölur sýslumannsins siakað svo til, að þeir hafi goldið fullt af vetrarvertíðarafla sín- um, en eptir hinar vertíðirnar svona af handahófi eptir samkomulagi við sýslumanninn, og hafi gjaldið þar á eyunum numið fullum 122 rd. í Dyrhólahrepp i Vestur-Skaptafellssýslu, og annarstaðar í vestrsýslunni er eigi að tala um neinn fiskiaíla að þessu sinni, sögðu formenn að eins til þorskafla síns á næstliðinni vetrarvertíð, og guldu af honum, og það hafði sýslumaðr látið sér lynda. Á Akranesinu ætlar sýslumaðr að halda fund að nýu með formönnum og skipseigendum 7. d. þ. m. Undir Jökli fyrir vestan hafa formenn farið að eins og þeir hér við Faxaflóa, sagt til vetrarver- tíðaraflans eins, en sagzl eigi geta sagt til meira. — Verzlunin. Af verzlun hér á Suðrlandi er það að segja, að á Vestmannaeyum er verð á kornvörunni: rúgr 8 rd., ertur 9 rd., bankabygg 10 rd., og á hinn bóginn taka þeir hvíta ull á 32sk., en vér getum eigi með vissu sagt, hversu góðar þessar kornvörur eru ; en kvittr hefir fyrir oss flog- ið, að bánkab. mundi eigi gott vera; og þegar ræða er um verð á vörum, er mikið undir því komið, hver gæði þeirra eru. Ilér í Reykjavík og öðrum kaupstöðum sunnanlands hefir hingað til verðlag verið það, sem vér gátum um í nr. 32. — 33. þjóðólfs þ. á., eða: rúgr á 9 rd., baunir 10 rd., bankabygg 11 rd. o. s.frv.; en fyrir hvítullina hafa þeir gefið 28 sk., þangað til hinn 20. þ. m. að Eyrarbakka-verzlunin lofaði 30 sk., og núna rétt fyrir helgina er sagt að Flensborgara-verzlunin í llafnarfirði hafi lofað Skaptfellingum skuldlausum hinu sama verði, með því að annars kváðust þeir mundu fara með ull sína austr á Eyrarbakka aptr, þar sem þeir þar fengju 30 sk. fyrir hvert pund. Enn hafa Reykjavíkr-kaupmenn eigi viljað hækka verðið á ullinni úr 28 sk., og jafnvel látið menn frá sér fara, er eigi hafa viljað sæta þeim kjörum. En því er nú ver og miðr, að bændr margir munu vera svo skuldum bundnir við kaup- menn hér, að þeir geti eigi fengið þarfir sínar allar núna í kauptíðinni, nema því að eins að kaupmenn lániþeim; ogþaðmá sannlega eigi kasta ofþung- um steini á kaupmenn, þótt þeir eigi vilji lána vörur sínar út með því lægsta verði, sem þeir gætu selt þær gegn borgun út í hönd, því að hversu má kaupmaðurinn þá standast, ef hann á að missa margar þúsundir úr veltunni ár eptir ár, og það leigulaust, og þó bæði selja vörur sínar við lægsta verði, og taka hinar íslenzku við hæsta verði; en því er ver, að Islendingar sjá eigi þetta, og láta sér alls eigi svo ant sem skyldi, að losast við kaup- staðaskuldirnar, og gjöra þannig bæði sjálfum sér og kaupmönnum tjón; og vér höfum jafnvel vitn- eskju um, að kaupmaðr hér í bænum hafi nú í þessum dögunum boðið manni, að láta hann fá sama verð á kornvörum, eins og er áVestmanna- eyum, ef hann borgaði skuld sína, og borgaði þeg- ar þær vörur, sem hann nú fengi, en hinn gat eigi þegið það boð. Ur Stykkishólmi eru sagoir iíkir prísar og oru hSr í Rvík. Nú um næstl. helgi komu hér víst 2 bref at) uorban, er sögiu sem sanna fregn, at) Svb. Jacobsen liefíli sent eitt skip sitt (af 3 í ár?) á Saubárkrók og bot)i?> rúg á 7'/j rd., ertur á 8% rd. og bankabygg 9'A rd. En monn noríian úr Blöndu- hlít) í gier sögtíu, at) hann væri riú búinu ab skipaupp öll- um vörum sínum í Grafarós og verzlabi þar í bútxinum sem hann ætti (þórbr Gubjohnseu væri fyrir), gæfl at) vísu 32 sk. fyrir hvíta uli, en seldi koruvöru 9 rd. og 11 rd., kaffl 32 sk., sikr 24 sk. o. s. frv., engu betra eu hfer. 011 3 skip Sigf. E) mundS5onar ókoinin 6VO frötzt hafl. (Aðsent). — Herra biskup vor Dr. P. Pelursson hefir í skýrslu sinni um presta-ekknasjóðinn, dags. 20. Nóv. f. árs (22. ár þjóðólfs, 25. Nóv. f. árs), kunngjört, að á Synodus í fyrra hafi verið ályktað: iiað útbýta skyldi 60 rd. af vöxtum prestaekkna- »sjóðsins á næsta Synodus að sumri, ásamt ár- ngjöldunum af brauðunum, meðal þurfandi presta- »ekkna». þetta er nú næsta gleðileg yfirlýsing, bæði fyrir prestaekkjurnar, fátækar og inntekta- lausar, eins og ílestar eru, og eins fyrir þámörgu, sem hafa rétt sjóði þessum einhvern styrk. þeir, samfagna því, að árstillag þeirra og fjárgjafir til sjóðsins geti nú þegar farið að láta prestaekkjun- um uppskeru í té af þessu litla, er liver fyrir sig »hefir niðrsáð af góðum sjóð síns hjarta», enn frcmr öllu gleðjast menn í voninni um það að sama réttsýni ráði nú »útbýtingu» þeirra 60 rd. af vöxtum sjóðsins, á Synodus næstkomanda, sem kom svo fagrlega fram hjá Synodus í fyrra fyrir tilstilli vors heiðraða biskups, eins og nú var sagt. Eg bið að mér verði virt til vorkunar, þó að eg kunni að misskilja þessi orð í auglýsingu biskupsins »að útbýta» skuli 60 rd. o. s. frv. ásamt árgjöldum af brauðunum, en eg tek þau svo, að útbýtingin á þeim 60 rd. eigi að verða hin sama eðr eptir sama hlutfalli, einsog árgjöldunum af betri brauðunum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.