Þjóðólfur - 06.07.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.07.1870, Blaðsíða 3
— 143 — að þeim eigi að skipta svona niðr milli allra fá- tækra prestaekkna víðs vegar um land. En sé svo til ætlað, þá þykir mér það ekki svo heppilega ráð- ið. Eg neita því ekki, að sjóðrinn sé stofnaðr og til hans gefið handa öllum fátækum prestaekkjum hér á landi, að hann sé þeirra allra virkileg eign í þeim skilningi: að þær sé allar réttbornar til að njóta afrakstrsins af honum, eptir meiri eðr minni þörfum og öðrum ástæðum hverrar fyrir sig; en hér svnist mér að öðru máli verði að skipta, þar sem ákveðið er, að ekki skuli útbýta fyrst um sinn nema sem svarar vel þriðjungi af þeim ársrentum, er sjóðrinn nú gefr. Nú meðan svo stendr, — og ekki kemr mér til hugar að lasta það, að umráð- endr sjóðsins vili efla hann sem bezt með því að bæta 2/„ ársrentunnar við innstæðuna, — þá virð- ist samt nokkurt áhorfsmál, að byrja útbýtinguna, einmitt af því það er svo lítið, sem nú verðr út- býtt, svo að ekki geti hver prestsekkja fengið nema rúman dal, því engi prestsekkja er svo illa stödd, þótt kjör margrar hverrar sé næsta aum, að hana muni það að neinu eða að henni sé veruleg hjálp í því, að fá 1—l’/2rd., og hana munar þetta því síðr sem þörf hennar væri meiri til verulegs styrks. Einmitt hitt sýnist mér ætti að ráða hér úrslitum, að útbýtingin yrði takmörkuð til færri, svo að þær fáu gæti borið úr býtum eitthvað það sem mætti verða styrkr hverri fyrir sig; eg vil taka t. d. að þessum 60 rd. yrði í ár skipt niðr einungis í 6 staði eðr til sex prestaekkna. Eg get vel liugsað, að menn kasti hér fram þeirri spurningu: hvernig áSynodus eða biskupinn að geta hittfyrir og valið úr einar 6 af öllum þeim prestaekkjum, er maklcgastar sé og mest þurfandi? Eg held að þetta sé ekki svo ókljúfandi eins og sýnast kann í fyrstu svipan, og vil eg þó geta þess fyrir fram, að eigi er neitt verulegt í húfl, þótt einhverjum kynni að sýnast önnur prestsekkjan maklegri en sú, er styrkinn hlyli; vegna þess að hér er ekki, að eg ætla, verið að ræða um föst árleg eptirlaun, heldr að eins um útbýtingu á stundar-styrk það og það árið í senn, og sem önnur prestsekkjan getr orðið aðnjótandi í ár, hin hitt árið. En um það, hvernig finna skuli það, hverjar 6 af öllum ekkjunum standi næst að og bezt til að njóta styrks þessa nú þegar, þá leyfi eg mér að segja herra biskupinnm og Synodus, ekki svo að eg í nokkurn máta dragi í efa réttsýni þeirra, sem hér eiga hlut að máli: það eru fyrst og fremst ekkjur eptir þá prestana, «sem hafa gjört miskunarverkið" ápresta- ekknasjóðnum með því, að styrkja hann verulega, ýmist með árstillagi, meðan til entust, eðameð veru- legu fjárframlagi á annan hátt. |>ar með hafa þessir prestar niðrsáð því góða sæðinu, sem ekkjur þeirra eru fremr óðrum maklegastar og eg vil segja rétt bornar til að upp skera. Og því fremur, sem það mun víst um alla ektamenn þeirra, er sjóðinn styrktu á þeim barndóms- eðr vísis-dögum hans, að þeir gáfu til sjóðsins einungis «af góðum sjóði síns hjarta», en eigi með þeim hug, að ekkjur þeirra yrði þess aðnjótandi að neinu, því síðr, sem engi gat gjört sér það í lund á þeim árum, að sjóðr- inn efldist svo brátt, að hann að 10—15 árum frá fyrstu stofnun mundi geta orðið aflagsfær um nokkurn styrk, auk lieldr svo mikinn sem þó er nú í ráði að verja og útbýta. Og látum oss þá líka meðfram ráðgjöra almennar mannlegar hvatir, sem eru næsta eðlilegar, eru líka innrættar mann- legri náttúru, viðrloða manninn, en þær hvatir eru þessar, að menn eru yfir höfuð að tala tregari til að niðrsá, þegar engi er von uppskeru, tregari til að leggja fram fé og árstillög, þegar engi er von um að sjálfr sá, er af hendi lætr, né neinn hans, geti þar notið góðs af. Nú ef vor háæruverðugi herra biskup og vor virðulegi Synodus í ár vildi þýðast þær bendingar mínar, sem hér eru gefnar, og allt það réttlæti uppfylla, sem hér getr verið um að ræða, með því að láta svo sem 6 ekkjur þeirra presta, er prestaekknasjóðinn styrktu á með- an til entust, sitja í fyrirrúmi fyrirþeim 60 rd., er nú skal útbýta, aptr aðrar 6 að ári, ef um svo margar ekkjur slíkra presta væri að ræða, en ella nokkrar af þeim, er nú fengi, o. s. frv., þá skjátl- ast mér um of, ef þetta gæti eigi orðið veruleg ogjafnvel knýandi bvöt fyrir margan prest, erhefir dregið sig í hlé þar í stað hingað til, að gefa sig nú fram og styrkja sjóðinn með árlegu fjártil- lagi, og stytta svo eðr fækka þeirri áratöln, sem sjóðrinn, með ekki fleiri né meiri árstillögum en hann nú hefir, þarf til þess viðgangs, að hætta megi að leggja 2/;, ársrentanna við innstæðuna, heldrað sjóðrinn mætti sem fyrst ná þeirri 5—6,000rd. innstæðu-upphæð, er eg hefi heyrt að svo skyn- samlega sé ákveðið að sjóðrinn skuli ná áðr en öllum ársrentunum, er þá yrði 200—240 rd. ár- lega, sé óskertum varið til útbýtingar. Eg efa ekki, að öllum, er hér eiga hlut að máli, sé fyllilega kunnugt um það, hverjar þær prestaekkjur sé, er þannig stæði næstar til styrks að þessu sinni, ef svona yrði tekið í málið. En samt vil eg leyfa mér að nefna nokkrar þeirra, eptir því semeghefi útfundið, með því nýlega að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.