Þjóðólfur - 06.07.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.07.1870, Blaðsíða 4
— 144 — yflrfara hinar árlegu gjafaskýrslur biskupsdæmisins, sem hafa verið auglýstar í J»jóðólfl, þó að þessi yfirferð mín hafi verið Iausleg um of sakir annara umsvifa minna, svo að skeð getr að mér hafi skotizt yfir fáeinar ekkjur, en eg hefi með vissu þessar fundið: húsfrú KriUjana Eirílesdóttir Reyk- dal í Reykjavík, ekkja eptir sira Einar prófast Ein- arsen i Stafholti; húsfrú Elízabet Jónsdóttir á Sveðjustöðum í Miðfirði, ekkja eptir Böðvar pró- fast I>orvaIdsson á Melstað; húsfrú Gudlaug Ei- riksdóttir á Miðfelli á Ilvalfjarðarströnd, ekkja eptir Gísla prest Jóhanness. á Reynivöllum; húsfrú Helga Pálsdótlir nú sem stcndr í Reykjavík, ekkja eptir Björn prest Jónsson í sama brauði; og má- ske fyrir öllum þessum, húsfrú Porbjörg Jóns- dóttir á Hallfreðarstöðum í Múlasýslu, ekkja eptir Ólaf prest Indriðason á Iíolfreyjustað, er bæði styrkli sjóðinn sjálfr með ríklunduðum féstyrk, og hvatti og studdi að því með fögru kvæði við stétt- arbræðr sína í Múlasýslum, að þeir lcgði fram hver sinn skerf. En þótt það sé víst, að allir prestar um þau héruð yrði vel við þeirri áskorun sira Ó. I. sál., þá ætla eg samt, að þeir sira Hinrik sál. Hinriksson á Skorrastað og sira Jón J. Björnsen sál. á Dvergasteini, sem eiga þar ekkju á lífl, gæfi eklii árstillag, eins og hinir, er eg fyr nefndi; en skjátlist mér í þessu, þá mun Tierra bislcupinn eigi láta þess gjalda hvorki þær prestaekkjur né aðrar. Einn lítilfjörlegr slyrktarmaðr prestaelclcnasjóösins. Clarendon press Oxford. An Icelandic-English dictionary (Part. 1. A— HAS) Chiefly founded on Collections made from prose works of the 12th -— 14th centuries. Compiled by the late llichard Cleasby and Guðbrand Vigfússon. Q°, in wrapper, price 21 s. íslenzk-ensk orðabók (1. hepti A—HAS). Meslmegnis bygð á orðatíningi úr ritum í sundrlausu máli frá 12.—14. öld. Sett saman af Ríkarði heitnum Cleasby og Guðbrandi Vigfússyni. í 4 bl. broti, í kápu 21 s.* 1 Sá hluti orðabókarinnar, er nú er kominn út er meira en ’/s afallri bókinni. J>að næryfirstaf- rofið frá A—HAS. í þessum hluta er einnig skrá yfir íslenzkar bækr, sem samin er með mestu ná- kvæmni, og einnig stutt íslenzk málmyndalýsing. Svo er til ætlað, að það, sem eptir er af bókinni, komi út í 2 pörtum jafnskjótt og þeir verða full- búnir til prentnnar._________ 1) þ. c. nálaegt 9 rd. 40 sk. í voram peuíngum. Kitst. í «Times» 20. Okt. 1869 stendr meðal ann- ars um þessabók svo um þann hlut, er landi vor Guðbrandr Vigfússon á í henni: »það er eigi hægt að lúka of miklum lofsorðum á þann hlut, er herra G. V. á í þessu riti; hver blaðsíða bókar- innar ber ómáanleg merki hans einstöku mál- fræðislegu þekkingar, og frábæru greindar. Með áhuga og kappi, sem mætti gjöra enskum fræði- mönnum kinnroða, hefir hann gefið sig allan við orðabók þessari, sem hann hefir nálega alveg rit- að af nýju, svo að hún nú kemr út miklu um- fangsmeiri en Rikarð heitinn Cleasby hafði ráð fyrir gjört. Af bókinni, svo sem hún nú er, er ekki nema hér um bil helmingrinn tekinn úr Cleas- bys orðasafni eins og það var (skrifað af Kaup- mannahafnarnefndinni), hitt hefir G. V. ausið af eigin brunni, eða tínt úr öðrum orðasöfnum. f>að má með sanni segja, að þessi fyrsti partr er aðdáan- lega saminn, og ekkert þekkjumvérá enska tungu því líkt. Umboðsmenn prentsmiðjunnar mega vel gjöra sig mikla af því, að hafa látið prenta slíka orðabók, og fagna því, að hafa Guðbr. Vigfússon til að leggja á hana smiðshöggið». , Dr. Konráð Maurer hefir í Allgem. Zeitung 6. jan. 1870 farið mörgum lofsorðum um bókina og þann hlut, er Guðbrandr á í henni, og tekr þar meðal annars fram, að alt það, er sé til skýringar á fornum lögum og landsháttum, muni eingöngu Guðbrandi að þakka, með því að safn Cleasbys hafi í því verið mjög fátæklegt. Og telr hann bók þessa svo ágætt verk, að hann býst við að stundun íslenzkra fræða muni ná fyrir þcssar sakir miklu meiri blóma. — J>ar eð eg hefi orðið þess áskynja, að ýms- ar sögur hafa borizt út meðal almennings um það, að settr héraðslæknir herra P. J. Blöndal hafi ekki réttilega meðhöndlað beinbrot það, er prestinum herra E. Kúld í Stykkishólmi vildi til í Nóvember f. á., og að eg hafi brúkað við hann alt aðra lækn- ingaaðferð, þá finn eg mér skylt að reka aptr slíkan lygaþvætting sem alveg ósannan, og vitna: að þegar eg á þorranum næstliðinn vetr sá vel- nefndan prest, þá lá hann í reglulegum umbúðum, sem áðr nefndr læknir hafði lagt hann i, og réð eg lionum til, að halda áfram með að brúka sam- slags umbúðir; líka gat eg ekki annað álitið, en að önnur meðhöndlun herra Blöndals á honum væri samkvæm réttum læknisreglum. Hnausum 22. Apríl 1870. J. Slcaptason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.