Þjóðólfur


Þjóðólfur - 14.10.1870, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 14.10.1870, Qupperneq 3
— 183 — ÍJTLENDAll FRÉTTIR, dagsettar London 28. September 1870. (l'rá fréttaritara vorum, herra kand. J. Hjaltalín). |>ar er til að taka, sem fyr var frá horflð, að í>jóðverjum tókst að banna Bazaine leiðina vestrað Chal-ons með þann liðsafla, erhann hafði hjá sér. Bardagarnir hinn 16. og 18. f. mán. eru kendir við Mars-la-Tour og Gravelotte, tvö þorp rétt fyrir vestan Metz. Mannfallið var fjarskalegt af hvorumtveggja, og hefir maðr sagt méi', sem sjálfr sá á bardagann við Gravelotte, að ekki hafl verið annað að sja en eld, reyk og svælu svo langt sem augað eygði ; en er nær var komið varð naumlega þverfótað fyrir búkum manna og hesta, er fallið böfðu, sumir dauðir, aðrir í dauðateygj- unum, og jörðin flóði í blóði, eins og blóði hefði rignt í nokkra daga í stað vatns. Bazaine varð að hörfa aptr með það lið, er hann hafði, inn í kastalann Metz, og þaðan heflr hann ekki komizt síðan, þótt hann hafl gjört margar tilraunir. það var flugufregn ein, sem engi fótr var fyrir, að Bazaine liefði strádrepið einn herflokk Prússa, 40,000 að tölu. Eg var búinn að beyra þá fregn áðr en eg sendi yðr bréf mitt hið síðasta, en þótti hún ekki trúanleg. Annar aðalhluti Frakkaliersins var kominn vestr að Chalons, eins og eg gat um í fyrra bréfl mínu. þangað var keisarinn kominn og sonr hans. Mac Mahon hafði og tekizt að komast þangað með hinar litlu leifar, er eplir voru af sveit hans eptir bardagana við Weissenburg og Wörth. Tók hann við yflrstjórn hers þess, sem var við Chalons, er hann kom þangað. En er spurðust ófarir Bazai- nes, rufu Frakkar herbúðir sínar og brendu nokk- uð af farangrinum. Ællaði nú Mac Mahon að fara með allt sitt lið, og var það hér um bil 100,000 manna, til að hjálpa Bazaine. En hann varð að fara mikinn krók. Chalons liggr í vestr frá Aletz lítið eitt sunnar; þar á mi 11i liggja tveir dalir. Hinn eystri og meiri er Meusedalrinn; og hann var nú fullr af liði þjóðverja, svo ekki var fært þar að fara. Mac Mahon lagði því með lið siltfyrsttil Rheims, er liggr í útnorðr frá Chalons, og þá tók Iiann stefnu í landnorðr fram hjá llethel og niðr í Meu- sedalinn, rétt norðr undir landamærum Belgíu, miklu neðar en þjóðverjar voru. f>ar er vígi gott, er Sedan heitir. Mac Mahon tók stöðvar nokkuð sunnar millum bæanna Mouz og Carignan fyrir austan ána Meuse, en nokkurn hluta liðs síns lét hann vera fyrir vestan ána undir forustu de Fail- lys, þess er kunnr varð við Alentana hérna um árið. f>essi hluti liðsins var í millum bæ- anna Beaumont og Stonne. flinn 30. f. mán. komu þjóðverjar að de Failly óvörum, og hröktu hann austr yfir ána, en tóku 7000 af hans mönnum og 20 fallbyssur. Daginn eptir gjörðu þjóðverjar harða skothríð á Frakka, og stóð hún allan daginn þangað til stundu eptir nón. Léttu þá hvorirtveggja bardaganum; hafði margt fallið af hvorumtveggja, en hvorigir létu undan síga. En um nóttina munu Frakkar hafa látið berast nokkuð nær Sedan, til að geta haft kast- alann sér til skjóls, ef á laigi. Jöfnu báðu dag- mála og hádegis daginn eptir hinn 1. September hófst hinn mikli bardagi, er kendr er og kendr mun verða við Sedan. Yar her þjóðverja hér að sögn 200,000 eðr hálfu meiri en Frakka. En aptr er þess gætandi, að þjóðverjar áttu að sækja marga þá staði, er bægra er fyrir einn að verja en tvo að sækja. Bardaginn hélzt fram eptir deginum af mikilli ákefð, og skorti ekki ágæta sókn og vörn af hvorumtveggja, en þó færðust þjóðverjar æ nær og nær Sedan. Mac Mahon var særðr snemma dagsins, og fékk hann þá stjórnina í liendr hers- höfðingja Wimpffen, er nýkominn var sunnan úr Algier. Um nónbil voru þjóðverjar komnir rétt að Sedan og höfðu tekið eða brent hvert þorp þar f kring. En þó linti ekki skothríðinni fyr en undir miðaptan, enda var þá auðséð, að Sedan mundi ekki gcta staðizt lengr. Kom þá friðarboði frá Frökkum til Prússakonungs, sem hér var sjálfr fyrir þjóðverjum og sonr hans, Friðrik erfðaprins. Prússakonungr ráðfærði sig litla stund við Moltke hershöfðingja, og gaf sendimanni þau svör, að ekki væri um aðra kosti að biðja en að allr Frakkaher i með öllum hergögnum gæfist upp á vald Prússa. þegar sendimaðr var rétt farinn, kom Napóleon keisari sjálfr, því að hann var og í bardaga þess- * um, þótt ekki hefði hann herstjórn á hendi. Sendi liann bréf á undan sér til Vilhjálms l’rússakon- ungs, og var það á þessa leið: «Með því að eg ekki get dáið í broddi liðs míns, legg eg sverð * « mitt að fótum yðar hátignar» («Ne pouvant pas mourir á la tóte de mon armóe, je viens mettre mon épée aux pieds de votre Majesté»). Iláð-^ fæi'ði konungr sig þá aptr við son sinn, hershöfð- ingjana Moltke og von Roon, og greifa Bismarck; skrifaði hann þá Napóleoni nokkrar línur og bað hann að koma til tals við sig morguninn eptir til Vendres, sem er slot þar skamt frá. Morguninn cptir hinn 2. þ. mán. kom keisarinn á ákveðnum tíma. llæddu þeir þá nokkra stund tveir einir

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.