Þjóðólfur - 20.12.1870, Side 2
og gjött úr þW tryppadrápj en vi?> (rúttar)prúfln er nú
ljóst, a?> þetta ern slys og gáleyslsverk“.
NÝJUSTU FREGNIR úr enslium blöðum i Nó-
vembermánuði um stríðið millum Frákka og
Þjóðverja.
(Gúífúslega meídeilt Jjjúíiúlft af herra justizráííi og land-
líekni Dr. J. Hjaltalín).
Bardaginn við Bacon
eptir „The Liverpool Mercnry Nov, 16. 1870“.
Bacon ersmáþorp eitt hér um bil 14 mílur ensk-
ar fyrirvestan Orleans, en þótt talið sé að bardag-
inn hafi staðið þar, lítr þó svo út, sem hann hafi
verið nokkru norðar. Frakkar höfðu her allmikinn
suðr við Loire-fljót, að því er sagt er nær 120,000
manna, og nefnist sá hluti Frakkahersins Loire-
herinn. jþjóðverjar, er höfðu her bæði í Orleans
og þar í grendinni, þóttust þar eigi með öllu ör-
uggir fyrir her Frakka, er leitaði að þeim á báða
bóga, hurfu þeir því frá Orleans fyrir ofreflinu, og
héldu til norðvesturs. í grend við Bacon hittu
þeir nú her Frakka og tókst þar hörð orusta með
þeim 8. dag f. mán. (Nóvbr.), og veitti Frökkum
betr; má það telja hinn fyrsta sigr, er Frakkar
hafa unnið í styrjöld þessari. Eptir fyrstu fregn-
um hafa Prússar mist nálægt 3000 manna, og
herbúðir sínar ásamt töluverðum vistum. Nú hafa
borizt þær fregnir, eptir frakkneskum blöðum (samt),
að 6000 manna af þjóðverjum hafi fallið og særzt.
Auk þess er sagt, að borgarlýðrinn í Orleans hafi
tekið 500 þjóðverja, er eigi liöfðu tíma til að kom-
ast undan.
Grein úr «The Standard'> (16. Nóv.).
Atburðr nokkur, sem má |>ykja næsta merkí-
legr, hefir nú orðið fyrir skömmu. Prússakonungi,
sem er einn í Frímúrarafélaginu, var stefnt fyrir
dóm Frímúrara í Parísarborg; skyldi hann þar bera
af sér ýmsar sakir, er á hann voru bornar. Kon-
ungr kom eigi til stefnunnar, eins og nærri má
geta, en þrátt fyrir það var rannsókn gjörð í mál-
inu, og var konungr dæmdr sekr og rækr gjör úr
félagi þeirra. *• Sá, er þetta ritar (i »the Standart»)
segist að eins hafa hlegið að því, er hann átti tal
um það við einn af kunningjum sínum, er einnig
»frímúrari», og sagt, «að dómr þessi mundi harla
lítið saka Prússakonung»; — »þú skalt eigi hlægja
svo að því», svaraði hinn; »því þetta, að vera gjör
rækr úr félagi Frímúrara, er þungr dómr, þvi að
hver sá er fyrir því verðr, er réttdræpr af hverj-
nm öðrum frímúrara». — J>að þykir og auðsætt,
að á þýzkalandi sé skoðanir manna um ófriðinn
mjög farnar að breytast. í blaðinu Standard frá
16. Nóv.» er grein nokkur þýdd eptir þýzka blað—
inu »Tagespresse«, sem kemr út í Frankfurt við
Main, er hljóðar svo:
»Oss gat eigi annað en gramizt það mjög, er
vér lásum í dag hinar ósönnu útmálanir á þjóðar-
andanum, ermenn segja, að nú sé ríkjandi meðal
þjóðverja. þeir, er áðr hafa farið með ýmsar ó-
sannar fregnir, segja nú fyrir fullt og fast, að vér,
íbúarnir í Frankfurt, séim jafn blóðþyrstir og Prúss-
ar sjálfir, og leggjum oss, eins og þeir, undir ok
þess manns, er með ofdirfsku sinni og slægð eigi
framar hlifist við neinu. Nú er loksins kominn
tími til, að vér hefjum upp rödd vora ( nafni sann-
leikans, er svohörmulega er rangfærðr. Nér vilj-
um játa [>að, að vér um langan tíma vorum á tálar
dregnir, að því er snerti hinar sönnu orsakir til
þessa ófriðar, og sendum því syni vora fúslega,
til þess að berjast fyrir J>jóðverjaland, erhættavar
búin, að minsta kosti ætluðum vér að svo væri þá.
En blóðsúthellingunum linti eigi, eigi að heldrþá,
er vorir menn höfðu svo algjörlega borið hærra
hlut í þeim viðskiptum, að öll hætta var horfin, og
sýnt það, að vér þurfum eigi að óttast, að |>jóð-
verjaland verði nokkru sinni hertekið af Frökkum.
Nú loksins förum vér að ráða í hína ískyggilegu
fyrirætluo, er bjó undir hínum leynilegu samning-
um við Spánverja, en þetta var í raun og veru til-
efnið til þess að sendiherra Frakka var misboðið
svo herfilega. Nú hefir skýlan fallið frá augum
vorum, og nú sjáum vér að þessi styrjöld er ein-
ungis áframhald hinna ranglátu aðfara Prússa árið
1866. J>að erum eigi vér einir (þ. e. í Frakka-
furðuborg við Main), er ætlum þetta; um alt J>jóð-
verjaland, og enda í sjálfu Prússlandi, verðr hin
sama orsök til þessa ófriðar mönnum Ijósari og
ljósari. þjóðinni er farinn að rísa hugr við hin-
um dæmalausu grimdarverkum, er framin erti á
Frakklandi, og við þeim sífeldnm bardögum, er
háðir eru gegn svo ágætri þjóð,— við þessari styr-
jöld, er neyðir oss til að selja í dauðann börn vor,
svo að hundruðum þúsunda skiptir. Hvervetna cr
farin að lýsa sér gremja manna yfir því, hversu
ranglega er beitt varnarstyrk þeim er vér látum af
hcndi, einungis til þess að ræna og rupla. J>að
heyrist kurr mikill með landsmönnum, í hvert skipti
sem hver vagninn leggr af stað til Frakklands,
með því hver vagn kemr aptr hlaðinn með særða
og sjúka menn. Á mörgum stöðum hér í grend,
þárísa íbúarnir upp í móti því, einkum konur, að þeir
sem kallaðir eru til herþjónustu, fari. J>nð hefir